Opið bréf til norrænna þingmanna um norrænt samstarf um vinnumarkað og velferð Valgerður Pálmadóttir skrifar 8. september 2020 14:00 Á heimasíðu Norrænu Ráðherranefndarinnar kemur eftirfarandi fram um norrænt samstarf varðandi vinnumál: Góður vinnumarkaður gegnir mikilvægu hlutverki í þróun norrænna velferðasamfélagsins, bæði fyrir atvinnulífið og einstaklingana. Sameiginlegur vinnumarkaður er hornsteinn í norrænu samstarfi. Af þessum orðum mætti draga þá ályktun að Norðurlöndin hafi gert með sér samninga eða búið til verkferla til að auðvelda fólki að vinna í tveimur löndum samtímis, eða búa í einu Norðurlandi en vinna í öðru. Því fer fjarri, eins og ég hef komist að raun um síðustu mánuði, sem hafa einkennst af einhverju sem mætti lýsa sem algjörri skriffinnskumartröð. Fjöldi fólks er í þeirri stöðu að tengjast tveimur Norðurlöndum vegna náms eða vinnu en lendir milli kerfa, missir félagsleg réttindi og endar í því sem kalla má „tryggingasjálfheldu“. Ég hef spurnir af fjölmörgum í sömu stöðu en sem ekki hafa haft orku eða vilja til að taka málið lengra. Ég ætla því að segja mína sögu sem á margan hátt er dæmigerð og óska eftir viðbrögðum. Ég hef verið búsett í Svíþjóð um átta ára skeið þar sem ég hef framfleytt mér og borgað skyldur og skatta. Í árslok 2018 kláraði ég doktorspróf frá sænskum háskóla og hef síðan unnið tímabundna verkefnavinnu í báðum löndum eins og þýðingar, fyrirlestra, greinaskrif og kennslu. Meðfram þessu hef ég aflað rannsóknarstyrkja og hlaut ég einn slíkan frá íslenskum sjóði árið 2019. Styrkurinn var vistaður hjá Háskóla Íslands og ég fékk tímabundna ráðningu í tæpt ár og styrkinn greiddan út sem laun en ég var skattlögð í Svíþjóð í krafti tvísköttunarsamnings. Um allt þetta hafði ég ráðfært mig við sænsk skattayfirvöld því ég átti von á barni og vildi tryggja félagsleg réttindi mín. Í apríl síðastliðnum, mánuði áður en barn mitt fæðist, fæ ég hins vegar þann úrskurð frá viðkomandi yfirvöldum í Svíþjóð að ég eigi ekki rétt á fæðingarorlofsgreiðslum vegna þess að ég hef verið að vinna á Íslandi og ég eigi að leita réttar míns þar. Hjá Fæðingarorlofssjóði Íslands fæ ég þau svör eftir mikla eftirgangsmuni að ég eigi að vera tryggð í Svíþjóð sökum búsetu minnar þar. Eftir ótalmörg símtöl við starfsfólk sænskra og íslenskra tryggingayfirvalda fæ ég þá niðurstöðu að mál mitt sé líklega í „tryggingasjálfheldu.“ Hún lýsir sér í því að tryggingayfirvöld landanna geta ekki tekið afstöðu til þess hvar ég sé tryggð. Svíarnir geta ekki metið mál mitt vegna þess að þau vita ekki hver réttur minn á Íslandi er, og öfugt. Enginn virðist geta svarað því hvar ég er tryggð. Ég hef greitt skyldur og skatta af öllum launum og styrkjum eftir bestu samvisku og ráðleggingum yfirvalda, en virðist hvergi eiga rétt til fæðingarorlofs. Barnið mitt er nýlega orðið 4 mánaða. Ég hef engar fæðingarorlofsgreiðslur fengið. Hins vegar hef ég fengið „glaðning“ frá skattayfirvöldum beggja landa, þ.e. rukkun um aukagreiðslur. Fólk í þessari stöðu lendir nefnilega gjarnan í því að persónuafsláttur lendir líka milli kerfa, „skattasjálfheldu“? Nýjast í þessari sögu er tilkynning sænskra tryggingayfirvalda um að þau muni hætta að greiða mér barnabætur – í ljósi þess að þeim hafa borist upplýsingar um að ég sé að vinna á Íslandi. Niðurstaðan virðist vera sú að mér beri skattar og skyldur í tveimur Norðurlöndum en njóti þó engra félagslegra réttinda. Því spyr ég: Eru Norðurlöndin með „sameiginlegan vinnumarkað“ og eða er þetta marklaust hjal til að flagga í hátíðarræðum? Höfundur er nýdoktor á hugvísindasviði Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fæðingarorlof Svíþjóð Félagsmál Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Á heimasíðu Norrænu Ráðherranefndarinnar kemur eftirfarandi fram um norrænt samstarf varðandi vinnumál: Góður vinnumarkaður gegnir mikilvægu hlutverki í þróun norrænna velferðasamfélagsins, bæði fyrir atvinnulífið og einstaklingana. Sameiginlegur vinnumarkaður er hornsteinn í norrænu samstarfi. Af þessum orðum mætti draga þá ályktun að Norðurlöndin hafi gert með sér samninga eða búið til verkferla til að auðvelda fólki að vinna í tveimur löndum samtímis, eða búa í einu Norðurlandi en vinna í öðru. Því fer fjarri, eins og ég hef komist að raun um síðustu mánuði, sem hafa einkennst af einhverju sem mætti lýsa sem algjörri skriffinnskumartröð. Fjöldi fólks er í þeirri stöðu að tengjast tveimur Norðurlöndum vegna náms eða vinnu en lendir milli kerfa, missir félagsleg réttindi og endar í því sem kalla má „tryggingasjálfheldu“. Ég hef spurnir af fjölmörgum í sömu stöðu en sem ekki hafa haft orku eða vilja til að taka málið lengra. Ég ætla því að segja mína sögu sem á margan hátt er dæmigerð og óska eftir viðbrögðum. Ég hef verið búsett í Svíþjóð um átta ára skeið þar sem ég hef framfleytt mér og borgað skyldur og skatta. Í árslok 2018 kláraði ég doktorspróf frá sænskum háskóla og hef síðan unnið tímabundna verkefnavinnu í báðum löndum eins og þýðingar, fyrirlestra, greinaskrif og kennslu. Meðfram þessu hef ég aflað rannsóknarstyrkja og hlaut ég einn slíkan frá íslenskum sjóði árið 2019. Styrkurinn var vistaður hjá Háskóla Íslands og ég fékk tímabundna ráðningu í tæpt ár og styrkinn greiddan út sem laun en ég var skattlögð í Svíþjóð í krafti tvísköttunarsamnings. Um allt þetta hafði ég ráðfært mig við sænsk skattayfirvöld því ég átti von á barni og vildi tryggja félagsleg réttindi mín. Í apríl síðastliðnum, mánuði áður en barn mitt fæðist, fæ ég hins vegar þann úrskurð frá viðkomandi yfirvöldum í Svíþjóð að ég eigi ekki rétt á fæðingarorlofsgreiðslum vegna þess að ég hef verið að vinna á Íslandi og ég eigi að leita réttar míns þar. Hjá Fæðingarorlofssjóði Íslands fæ ég þau svör eftir mikla eftirgangsmuni að ég eigi að vera tryggð í Svíþjóð sökum búsetu minnar þar. Eftir ótalmörg símtöl við starfsfólk sænskra og íslenskra tryggingayfirvalda fæ ég þá niðurstöðu að mál mitt sé líklega í „tryggingasjálfheldu.“ Hún lýsir sér í því að tryggingayfirvöld landanna geta ekki tekið afstöðu til þess hvar ég sé tryggð. Svíarnir geta ekki metið mál mitt vegna þess að þau vita ekki hver réttur minn á Íslandi er, og öfugt. Enginn virðist geta svarað því hvar ég er tryggð. Ég hef greitt skyldur og skatta af öllum launum og styrkjum eftir bestu samvisku og ráðleggingum yfirvalda, en virðist hvergi eiga rétt til fæðingarorlofs. Barnið mitt er nýlega orðið 4 mánaða. Ég hef engar fæðingarorlofsgreiðslur fengið. Hins vegar hef ég fengið „glaðning“ frá skattayfirvöldum beggja landa, þ.e. rukkun um aukagreiðslur. Fólk í þessari stöðu lendir nefnilega gjarnan í því að persónuafsláttur lendir líka milli kerfa, „skattasjálfheldu“? Nýjast í þessari sögu er tilkynning sænskra tryggingayfirvalda um að þau muni hætta að greiða mér barnabætur – í ljósi þess að þeim hafa borist upplýsingar um að ég sé að vinna á Íslandi. Niðurstaðan virðist vera sú að mér beri skattar og skyldur í tveimur Norðurlöndum en njóti þó engra félagslegra réttinda. Því spyr ég: Eru Norðurlöndin með „sameiginlegan vinnumarkað“ og eða er þetta marklaust hjal til að flagga í hátíðarræðum? Höfundur er nýdoktor á hugvísindasviði Háskóla Íslands.
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun