Opið bréf til norrænna þingmanna um norrænt samstarf um vinnumarkað og velferð Valgerður Pálmadóttir skrifar 8. september 2020 14:00 Á heimasíðu Norrænu Ráðherranefndarinnar kemur eftirfarandi fram um norrænt samstarf varðandi vinnumál: Góður vinnumarkaður gegnir mikilvægu hlutverki í þróun norrænna velferðasamfélagsins, bæði fyrir atvinnulífið og einstaklingana. Sameiginlegur vinnumarkaður er hornsteinn í norrænu samstarfi. Af þessum orðum mætti draga þá ályktun að Norðurlöndin hafi gert með sér samninga eða búið til verkferla til að auðvelda fólki að vinna í tveimur löndum samtímis, eða búa í einu Norðurlandi en vinna í öðru. Því fer fjarri, eins og ég hef komist að raun um síðustu mánuði, sem hafa einkennst af einhverju sem mætti lýsa sem algjörri skriffinnskumartröð. Fjöldi fólks er í þeirri stöðu að tengjast tveimur Norðurlöndum vegna náms eða vinnu en lendir milli kerfa, missir félagsleg réttindi og endar í því sem kalla má „tryggingasjálfheldu“. Ég hef spurnir af fjölmörgum í sömu stöðu en sem ekki hafa haft orku eða vilja til að taka málið lengra. Ég ætla því að segja mína sögu sem á margan hátt er dæmigerð og óska eftir viðbrögðum. Ég hef verið búsett í Svíþjóð um átta ára skeið þar sem ég hef framfleytt mér og borgað skyldur og skatta. Í árslok 2018 kláraði ég doktorspróf frá sænskum háskóla og hef síðan unnið tímabundna verkefnavinnu í báðum löndum eins og þýðingar, fyrirlestra, greinaskrif og kennslu. Meðfram þessu hef ég aflað rannsóknarstyrkja og hlaut ég einn slíkan frá íslenskum sjóði árið 2019. Styrkurinn var vistaður hjá Háskóla Íslands og ég fékk tímabundna ráðningu í tæpt ár og styrkinn greiddan út sem laun en ég var skattlögð í Svíþjóð í krafti tvísköttunarsamnings. Um allt þetta hafði ég ráðfært mig við sænsk skattayfirvöld því ég átti von á barni og vildi tryggja félagsleg réttindi mín. Í apríl síðastliðnum, mánuði áður en barn mitt fæðist, fæ ég hins vegar þann úrskurð frá viðkomandi yfirvöldum í Svíþjóð að ég eigi ekki rétt á fæðingarorlofsgreiðslum vegna þess að ég hef verið að vinna á Íslandi og ég eigi að leita réttar míns þar. Hjá Fæðingarorlofssjóði Íslands fæ ég þau svör eftir mikla eftirgangsmuni að ég eigi að vera tryggð í Svíþjóð sökum búsetu minnar þar. Eftir ótalmörg símtöl við starfsfólk sænskra og íslenskra tryggingayfirvalda fæ ég þá niðurstöðu að mál mitt sé líklega í „tryggingasjálfheldu.“ Hún lýsir sér í því að tryggingayfirvöld landanna geta ekki tekið afstöðu til þess hvar ég sé tryggð. Svíarnir geta ekki metið mál mitt vegna þess að þau vita ekki hver réttur minn á Íslandi er, og öfugt. Enginn virðist geta svarað því hvar ég er tryggð. Ég hef greitt skyldur og skatta af öllum launum og styrkjum eftir bestu samvisku og ráðleggingum yfirvalda, en virðist hvergi eiga rétt til fæðingarorlofs. Barnið mitt er nýlega orðið 4 mánaða. Ég hef engar fæðingarorlofsgreiðslur fengið. Hins vegar hef ég fengið „glaðning“ frá skattayfirvöldum beggja landa, þ.e. rukkun um aukagreiðslur. Fólk í þessari stöðu lendir nefnilega gjarnan í því að persónuafsláttur lendir líka milli kerfa, „skattasjálfheldu“? Nýjast í þessari sögu er tilkynning sænskra tryggingayfirvalda um að þau muni hætta að greiða mér barnabætur – í ljósi þess að þeim hafa borist upplýsingar um að ég sé að vinna á Íslandi. Niðurstaðan virðist vera sú að mér beri skattar og skyldur í tveimur Norðurlöndum en njóti þó engra félagslegra réttinda. Því spyr ég: Eru Norðurlöndin með „sameiginlegan vinnumarkað“ og eða er þetta marklaust hjal til að flagga í hátíðarræðum? Höfundur er nýdoktor á hugvísindasviði Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fæðingarorlof Svíþjóð Félagsmál Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Sjá meira
Á heimasíðu Norrænu Ráðherranefndarinnar kemur eftirfarandi fram um norrænt samstarf varðandi vinnumál: Góður vinnumarkaður gegnir mikilvægu hlutverki í þróun norrænna velferðasamfélagsins, bæði fyrir atvinnulífið og einstaklingana. Sameiginlegur vinnumarkaður er hornsteinn í norrænu samstarfi. Af þessum orðum mætti draga þá ályktun að Norðurlöndin hafi gert með sér samninga eða búið til verkferla til að auðvelda fólki að vinna í tveimur löndum samtímis, eða búa í einu Norðurlandi en vinna í öðru. Því fer fjarri, eins og ég hef komist að raun um síðustu mánuði, sem hafa einkennst af einhverju sem mætti lýsa sem algjörri skriffinnskumartröð. Fjöldi fólks er í þeirri stöðu að tengjast tveimur Norðurlöndum vegna náms eða vinnu en lendir milli kerfa, missir félagsleg réttindi og endar í því sem kalla má „tryggingasjálfheldu“. Ég hef spurnir af fjölmörgum í sömu stöðu en sem ekki hafa haft orku eða vilja til að taka málið lengra. Ég ætla því að segja mína sögu sem á margan hátt er dæmigerð og óska eftir viðbrögðum. Ég hef verið búsett í Svíþjóð um átta ára skeið þar sem ég hef framfleytt mér og borgað skyldur og skatta. Í árslok 2018 kláraði ég doktorspróf frá sænskum háskóla og hef síðan unnið tímabundna verkefnavinnu í báðum löndum eins og þýðingar, fyrirlestra, greinaskrif og kennslu. Meðfram þessu hef ég aflað rannsóknarstyrkja og hlaut ég einn slíkan frá íslenskum sjóði árið 2019. Styrkurinn var vistaður hjá Háskóla Íslands og ég fékk tímabundna ráðningu í tæpt ár og styrkinn greiddan út sem laun en ég var skattlögð í Svíþjóð í krafti tvísköttunarsamnings. Um allt þetta hafði ég ráðfært mig við sænsk skattayfirvöld því ég átti von á barni og vildi tryggja félagsleg réttindi mín. Í apríl síðastliðnum, mánuði áður en barn mitt fæðist, fæ ég hins vegar þann úrskurð frá viðkomandi yfirvöldum í Svíþjóð að ég eigi ekki rétt á fæðingarorlofsgreiðslum vegna þess að ég hef verið að vinna á Íslandi og ég eigi að leita réttar míns þar. Hjá Fæðingarorlofssjóði Íslands fæ ég þau svör eftir mikla eftirgangsmuni að ég eigi að vera tryggð í Svíþjóð sökum búsetu minnar þar. Eftir ótalmörg símtöl við starfsfólk sænskra og íslenskra tryggingayfirvalda fæ ég þá niðurstöðu að mál mitt sé líklega í „tryggingasjálfheldu.“ Hún lýsir sér í því að tryggingayfirvöld landanna geta ekki tekið afstöðu til þess hvar ég sé tryggð. Svíarnir geta ekki metið mál mitt vegna þess að þau vita ekki hver réttur minn á Íslandi er, og öfugt. Enginn virðist geta svarað því hvar ég er tryggð. Ég hef greitt skyldur og skatta af öllum launum og styrkjum eftir bestu samvisku og ráðleggingum yfirvalda, en virðist hvergi eiga rétt til fæðingarorlofs. Barnið mitt er nýlega orðið 4 mánaða. Ég hef engar fæðingarorlofsgreiðslur fengið. Hins vegar hef ég fengið „glaðning“ frá skattayfirvöldum beggja landa, þ.e. rukkun um aukagreiðslur. Fólk í þessari stöðu lendir nefnilega gjarnan í því að persónuafsláttur lendir líka milli kerfa, „skattasjálfheldu“? Nýjast í þessari sögu er tilkynning sænskra tryggingayfirvalda um að þau muni hætta að greiða mér barnabætur – í ljósi þess að þeim hafa borist upplýsingar um að ég sé að vinna á Íslandi. Niðurstaðan virðist vera sú að mér beri skattar og skyldur í tveimur Norðurlöndum en njóti þó engra félagslegra réttinda. Því spyr ég: Eru Norðurlöndin með „sameiginlegan vinnumarkað“ og eða er þetta marklaust hjal til að flagga í hátíðarræðum? Höfundur er nýdoktor á hugvísindasviði Háskóla Íslands.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun