Lögreglan hefði þurft frekari styrkingu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. september 2020 12:02 Fangelsið á Akureyri er í sama húsi og lögreglustöðin vísir/vilhelm Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra, segir að ljóst sé að lögreglan hefði þurft á frekari styrkingu að halda en þeim fjórum stöðugildum sem bætast við eftir að ákvörðun var tekin um að loka fangelsinu á Akureyri. Hún segist þó ánægð með að tekið hafið verið tillit til röksemda embættisins varðandi lokun fangelsisins. Í gær tilkynnti dómsmálaráðherra að tekin hafi verið ákvörðun um að loka fangelsinu. Ákvörðunin var upphaflega tekin í sumar en frestað eftir miklar mótbárur, víða úr samfélaginu. Einn bætist við útkallsvaktina Á sama tíma og fangelsið lokar verður húsnæðið þar sem það hefur verið til húsa endurnýjað og breytt til að mæta vaxandi húsnæðisþörf lögreglunnar. Minnst tveir sérsveitarmenn verði með fasta búsetu á Akureyri, í stað eins, og að tryggt verði að lögreglan geti nýtt sér úrræði til gæsluvarðhaldsvistar þegar þörf verður á, auk þess sem að fjögur stöðugildi bætast við, líkt og fyrr segir. Páley Borgþórsdóttir er lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra. Í færslu á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra skrifar Páley örlítin pistil um breytingarnar og bendir þar á að boðuð aukning stöðugilda á svæðinu feli í sér að einum manni manni verði bætt við útkallsvakt lögreglu allan sólarhringinn, sem nemi 4 stöðugildum og kosti 62 milljónir króna. Um sé að ræða lágmarksstyringu samkvæmt áliti ríkislögreglustjóra. „Þegar ákvörðun var tekin í sumar var þessi styrking lögreglunnar ekki á borðinu og ekki hafði verið litið til þeirra áhrifa sem lokunin hefði á lögregluna á Norðurlandi eystra. Fjögur stöðugildi er það sem ríkislögreglustjóri taldi í áliti sínu vera lágmarks styrking. Áður hefur embættið bent á að til þess að sinna föngum þurfa tveir lögreglumenn að fara inn úr útkallsliði en skammtímavistanir hjá embættinu eru um 300 á ári og er sá fjöldi nokkuð stöðugur á milli ára. Lögreglan hefði því þurft frekari styrkingu,“ skrifar Páley. Sérsveitarmaðurinn þegar tekinn til starfa Þá sé það mikils virði fyrir rannsóknir embættisins að tryggja eigi fullnægjandi gæsluvarðhaldsúrræði á Akureyri sem fangelsismálastofnun mannar og lýsir embættið yfir ánægju sinni með það, að því er fram kemur í pistli Páleyjar. Þá bendir hún einnig á að embætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra hafi hvað fæsta lögreglumenn á bakvið hverja þúsund íbúa eða 1,7, á sama tíma og lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafi 3,9 þrátt fyrir að það sé landfræðilega minna og stutt sé í aðstoð frá öðrum lögregluliðum, líkt og Páley kemst að orði. Þá bendir hún að ákvörðun um að fjölga í sérsveitarliði á svæðinu um einn starfsmann hafi ekki verið tekin í tengslum við ákvörðun um lokun fangelsins, sá maður hafi þegar hafið störf. Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar og Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, hafa bæði farið fram á það við allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis að nefndin komi saman til þess að ræða ákvörðunina. Bendir Anna á að ótækt sé að ákvörðunin um að loka fangelsinu sé tekin án aðkomu Alþingis. Lögreglan Akureyri Fangelsismál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Sjá meira
Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra, segir að ljóst sé að lögreglan hefði þurft á frekari styrkingu að halda en þeim fjórum stöðugildum sem bætast við eftir að ákvörðun var tekin um að loka fangelsinu á Akureyri. Hún segist þó ánægð með að tekið hafið verið tillit til röksemda embættisins varðandi lokun fangelsisins. Í gær tilkynnti dómsmálaráðherra að tekin hafi verið ákvörðun um að loka fangelsinu. Ákvörðunin var upphaflega tekin í sumar en frestað eftir miklar mótbárur, víða úr samfélaginu. Einn bætist við útkallsvaktina Á sama tíma og fangelsið lokar verður húsnæðið þar sem það hefur verið til húsa endurnýjað og breytt til að mæta vaxandi húsnæðisþörf lögreglunnar. Minnst tveir sérsveitarmenn verði með fasta búsetu á Akureyri, í stað eins, og að tryggt verði að lögreglan geti nýtt sér úrræði til gæsluvarðhaldsvistar þegar þörf verður á, auk þess sem að fjögur stöðugildi bætast við, líkt og fyrr segir. Páley Borgþórsdóttir er lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra. Í færslu á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra skrifar Páley örlítin pistil um breytingarnar og bendir þar á að boðuð aukning stöðugilda á svæðinu feli í sér að einum manni manni verði bætt við útkallsvakt lögreglu allan sólarhringinn, sem nemi 4 stöðugildum og kosti 62 milljónir króna. Um sé að ræða lágmarksstyringu samkvæmt áliti ríkislögreglustjóra. „Þegar ákvörðun var tekin í sumar var þessi styrking lögreglunnar ekki á borðinu og ekki hafði verið litið til þeirra áhrifa sem lokunin hefði á lögregluna á Norðurlandi eystra. Fjögur stöðugildi er það sem ríkislögreglustjóri taldi í áliti sínu vera lágmarks styrking. Áður hefur embættið bent á að til þess að sinna föngum þurfa tveir lögreglumenn að fara inn úr útkallsliði en skammtímavistanir hjá embættinu eru um 300 á ári og er sá fjöldi nokkuð stöðugur á milli ára. Lögreglan hefði því þurft frekari styrkingu,“ skrifar Páley. Sérsveitarmaðurinn þegar tekinn til starfa Þá sé það mikils virði fyrir rannsóknir embættisins að tryggja eigi fullnægjandi gæsluvarðhaldsúrræði á Akureyri sem fangelsismálastofnun mannar og lýsir embættið yfir ánægju sinni með það, að því er fram kemur í pistli Páleyjar. Þá bendir hún einnig á að embætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra hafi hvað fæsta lögreglumenn á bakvið hverja þúsund íbúa eða 1,7, á sama tíma og lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafi 3,9 þrátt fyrir að það sé landfræðilega minna og stutt sé í aðstoð frá öðrum lögregluliðum, líkt og Páley kemst að orði. Þá bendir hún að ákvörðun um að fjölga í sérsveitarliði á svæðinu um einn starfsmann hafi ekki verið tekin í tengslum við ákvörðun um lokun fangelsins, sá maður hafi þegar hafið störf. Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar og Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, hafa bæði farið fram á það við allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis að nefndin komi saman til þess að ræða ákvörðunina. Bendir Anna á að ótækt sé að ákvörðunin um að loka fangelsinu sé tekin án aðkomu Alþingis.
Lögreglan Akureyri Fangelsismál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Sjá meira