Heilbrigðisþjónusta í heimsfaraldri Unnur Pétursdóttir skrifar 8. september 2020 11:30 Þann 8. september ár hvert fagna sjúkraþjálfarar um allan heim Alþjóðlegum degi sjúkraþjálfunar og vekja athygli á mikilvægi sjúkraþjálfunar í heilbrigðisþjónustunni. Í ár er fagnað í skugga heimsfaraldurs, sem hefur sett mark sitt á heilbrigðiskerfi allra landa, en einnig orðið til þess að fjölmargir átta sig á þeirri þekkingu sem sjúkraþjálfarar búa yfir þegar kemur að meðferð á meðan alvarlegum veikindum stendur og endurhæfingu eftir slík veikindi. Sjúkraþjálfarar eru ekki einungis hluti af því teymi sem bjargar mannslífum. Sjúkraþjálfarar eru einnig hluti af því teymi sem færir fólki lífsgæði þess til baka og leitast við að tryggja fólki heilbrigt og sjálfstætt líf eftir föngum. Í því samhengi er bent á leiðbeiningar sem hægt er að nálgast á heimasíðu Félags sjúkraþjálfara, www.physio.is. Við þær aðstæður sem upp koma í heilbrigðisþjónustu í heimsfaraldri er að mörgu að huga. Fyrst og fremst þarf að leitast við að varna því að fólk veikist og sinna þeim sem veikjast. En svo er öll önnur starfsemi heilbrigðiskerfisins sem þarf að huga að og halda gangandi. Í þeirri lokun sem varð sl. vor kom berlega í ljós hversu regluleg meðferð sjúkraþjálfara er mörgum mikilvæg. Fjölmargir skjólstæðingar sjúkraþjálfara, s.s. aldraðir og fatlaðir urðu fyrir færni- og lífgæðaskerðingu á meðan á lokun stóð og margir hverjir njóta enn skertrar þjónustu. Því er afar brýnt að allir taki höndum saman um sóttvarnir í samvinnu við almannavarnir, þannig að ekki þurfi að koma aftur til lokana af því tagi sem urðu í vor og að leitað verði allra leiða til að öll venjubundin þjónusta heilbrigðiskerfis virki sem skildi. Ljósi punkturinn er að heilbrigðisráðuneytið og Sjúkratryggingar opnuðu á möguleika til fjarsjúkraþjálfunar, sem rætt hefur verið um lengi. Sjúkraþjálfarar brugðust skjótt við og nýttu sér þennan nýja möguleika eins og hægt var, og er það vel. Þessa þjónustu þarf að þróa og efla til framtíðar, enda mikið framfaraspor ef vel tekst til. Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Unnur Pétursdóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Sjá meira
Þann 8. september ár hvert fagna sjúkraþjálfarar um allan heim Alþjóðlegum degi sjúkraþjálfunar og vekja athygli á mikilvægi sjúkraþjálfunar í heilbrigðisþjónustunni. Í ár er fagnað í skugga heimsfaraldurs, sem hefur sett mark sitt á heilbrigðiskerfi allra landa, en einnig orðið til þess að fjölmargir átta sig á þeirri þekkingu sem sjúkraþjálfarar búa yfir þegar kemur að meðferð á meðan alvarlegum veikindum stendur og endurhæfingu eftir slík veikindi. Sjúkraþjálfarar eru ekki einungis hluti af því teymi sem bjargar mannslífum. Sjúkraþjálfarar eru einnig hluti af því teymi sem færir fólki lífsgæði þess til baka og leitast við að tryggja fólki heilbrigt og sjálfstætt líf eftir föngum. Í því samhengi er bent á leiðbeiningar sem hægt er að nálgast á heimasíðu Félags sjúkraþjálfara, www.physio.is. Við þær aðstæður sem upp koma í heilbrigðisþjónustu í heimsfaraldri er að mörgu að huga. Fyrst og fremst þarf að leitast við að varna því að fólk veikist og sinna þeim sem veikjast. En svo er öll önnur starfsemi heilbrigðiskerfisins sem þarf að huga að og halda gangandi. Í þeirri lokun sem varð sl. vor kom berlega í ljós hversu regluleg meðferð sjúkraþjálfara er mörgum mikilvæg. Fjölmargir skjólstæðingar sjúkraþjálfara, s.s. aldraðir og fatlaðir urðu fyrir færni- og lífgæðaskerðingu á meðan á lokun stóð og margir hverjir njóta enn skertrar þjónustu. Því er afar brýnt að allir taki höndum saman um sóttvarnir í samvinnu við almannavarnir, þannig að ekki þurfi að koma aftur til lokana af því tagi sem urðu í vor og að leitað verði allra leiða til að öll venjubundin þjónusta heilbrigðiskerfis virki sem skildi. Ljósi punkturinn er að heilbrigðisráðuneytið og Sjúkratryggingar opnuðu á möguleika til fjarsjúkraþjálfunar, sem rætt hefur verið um lengi. Sjúkraþjálfarar brugðust skjótt við og nýttu sér þennan nýja möguleika eins og hægt var, og er það vel. Þessa þjónustu þarf að þróa og efla til framtíðar, enda mikið framfaraspor ef vel tekst til. Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun