Stöndum með íslenskri framleiðslu Stjórn samtaka íslenskra handverksbrugghúsa skrifar 8. september 2020 08:30 Áskorun á dómsmálaráðherra, alþingismenn og sveitarstjórnarfólk Samtök íslenskra handverksbrugghúsa skora á dómsmálaráðherra að leggja frumvarp um netverslun með áfengi fram á nýjan leik og tryggja íslenskum handverksbrugghúsum rétt til að selja gestum sínum vörur á staðnum. Íslensk handverksbrugghús eru nú á þriðja tug talsins. Þau tryggja um 200 manns störf í sinni heimabyggð og skila tugum milljóna í skatttekjur á ári. Brugghúsin framleiða vandaðar og eftirsóttar íslenskar vörur, draga til sín fjölda íslenskra og erlendra gesta og eru mikil lyftistöng fyrir lítil samfélög í nærumhverfi sínu, sem nokkur teljast til brothættra byggða. Breytingar fyrir umhverfið, neytendur og frumkvöðlafyrirtæki Rekstrarumhverfi handverksbrugghúsa á Íslandi er erfitt vegna fámennis, verulega hárra opinberra gjalda og íþyngjandi löggjafar. Íslensk handverksbrugghús mega samkvæmt gildandi lögum hvorki selja gestum sínum vörur til að taka út af framleiðslustað, né í öðrum verslunum en áfengisverslunum ríkisins. Starfsemi ÁTVR hentar þörfum lítilla brugghúsa um margt illa, enda gætu þau sjálf sinnt hluta sölunnar betur og komið vörunni ferskari á markað. Þannig fengist hún nær framleiðslu með minnkuðu fótspori og á hagkvæmari hátt, með tilheyrandi jákvæðum áhrifum fyrir neytendur, umhverfið og afkomu brugghúsanna. Erlendir aðilar mega nú selja íslenskum neytendum áfengi heim að dyrum í netverslun án takmarkana. Ef íslenskir framleiðendur vilja gera slíkt hið sama þurfa þeir að flytja vörur sínar til útlanda, til þess eins að þær verði fluttar heim aftur af erlendri netverslun með tilheyrandi kolefnisspori. Ljóst er að um óeðlilega mismunun er að ræða. Covid-19 faraldurinn hefur haft mikil áhrif á rekstur íslenskra brugghúsa og mun hafa enn meiri áhrif í haust, samhliða hruni í ferðaþjónustu. Lagalegt jafnræði á sviði netverslunar og auknir möguleikar handverksbrugghúsa til beinnar sölu gætu því beinlínis orðið til þess að bjarga fjölmörgum frumkvöðlafyrirtækjum og þar með tryggja fjölda starfa um land allt og framtíðarskatttekjur. Aukin áhersla á forvarnir Breytingar þessar fela ekki í sér aukið aðgengi fólks undir lögaldri að áfengi, enda yrði það einungis selt á stöðum þar sem fólk á löglegum áfengiskaupaaldri má koma saman. Þá styðja samtökin strangar kröfur um eftirlit með aldri kaupenda. Í síðasta frumvarpi ráðherra var gert ráð fyrir leyfissviptingu og refsiábyrgð vegna ófullnægjandi aldurseftirlits. Samtökin fagna slíkum kröfum en benda á að engin slík ákvæði gilda um erlendar netverslanir. Loks telja samtökin mikilvægt að halda áfram öflugu forvarnarstarfi, sem sinna má enn betur ef tekjur af sölu áfengis í netverslun renna í vasa íslenskra skattgreiðenda, frekar en erlendra fyrirtækja. Samtökin skora því á ráðherra, alþingismenn og sveitarstjórnfólk að standa með íslenskum handverksbrugghúsum og standa þannig vörð um störf um land allt, vandaða íslenska framleiðslu og íslenskar skatttekjur. Stjórn samtakanna skipa Sigurður Snorrason formaður, Berglind Snæland, Haraldur Þorkelsson, Laufey Sif Lárusdóttir og Jóhann Guðmundsson meðstjórnendur. Í samtökunum eru eftirfarandi rekstraraðilar: Austri brugghús – Egilsstöðum Álfur brugghús – Kópavogi Belgingur, Hið austfirzka bruggfjelag – Breiðdalsvík Bjórsetur Íslands, brugghús – Hólum í Hjaltadal The Brothers Brewery – Vestmannaeyjum Brugghús Steðja – Borgarbyggð Bruggsmiðjan Kaldi – Árskógsströnd Dokkan brugghús – Ísafirði Flóki , Eimverk – Garðabæ Gæðingur öl – Kópavogi Húsavík öl – Hú s a v ík Jón ríki – Höfn í Hornafirði Litla brugghúsið – Garði Malbygg – Reykjavík Og Natura - Hafnarfirði RVK Brewing Co. – Reykjavík Segull 67 – Siglufirði Smiðjan brugghús – Vík í Mýrdal Ægir brugghús – Reykjavík Ölverk – Hveragerði Ölvisholt – Flóahreppi Öldur – Mosfellsbæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Mest lesið Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Áskorun á dómsmálaráðherra, alþingismenn og sveitarstjórnarfólk Samtök íslenskra handverksbrugghúsa skora á dómsmálaráðherra að leggja frumvarp um netverslun með áfengi fram á nýjan leik og tryggja íslenskum handverksbrugghúsum rétt til að selja gestum sínum vörur á staðnum. Íslensk handverksbrugghús eru nú á þriðja tug talsins. Þau tryggja um 200 manns störf í sinni heimabyggð og skila tugum milljóna í skatttekjur á ári. Brugghúsin framleiða vandaðar og eftirsóttar íslenskar vörur, draga til sín fjölda íslenskra og erlendra gesta og eru mikil lyftistöng fyrir lítil samfélög í nærumhverfi sínu, sem nokkur teljast til brothættra byggða. Breytingar fyrir umhverfið, neytendur og frumkvöðlafyrirtæki Rekstrarumhverfi handverksbrugghúsa á Íslandi er erfitt vegna fámennis, verulega hárra opinberra gjalda og íþyngjandi löggjafar. Íslensk handverksbrugghús mega samkvæmt gildandi lögum hvorki selja gestum sínum vörur til að taka út af framleiðslustað, né í öðrum verslunum en áfengisverslunum ríkisins. Starfsemi ÁTVR hentar þörfum lítilla brugghúsa um margt illa, enda gætu þau sjálf sinnt hluta sölunnar betur og komið vörunni ferskari á markað. Þannig fengist hún nær framleiðslu með minnkuðu fótspori og á hagkvæmari hátt, með tilheyrandi jákvæðum áhrifum fyrir neytendur, umhverfið og afkomu brugghúsanna. Erlendir aðilar mega nú selja íslenskum neytendum áfengi heim að dyrum í netverslun án takmarkana. Ef íslenskir framleiðendur vilja gera slíkt hið sama þurfa þeir að flytja vörur sínar til útlanda, til þess eins að þær verði fluttar heim aftur af erlendri netverslun með tilheyrandi kolefnisspori. Ljóst er að um óeðlilega mismunun er að ræða. Covid-19 faraldurinn hefur haft mikil áhrif á rekstur íslenskra brugghúsa og mun hafa enn meiri áhrif í haust, samhliða hruni í ferðaþjónustu. Lagalegt jafnræði á sviði netverslunar og auknir möguleikar handverksbrugghúsa til beinnar sölu gætu því beinlínis orðið til þess að bjarga fjölmörgum frumkvöðlafyrirtækjum og þar með tryggja fjölda starfa um land allt og framtíðarskatttekjur. Aukin áhersla á forvarnir Breytingar þessar fela ekki í sér aukið aðgengi fólks undir lögaldri að áfengi, enda yrði það einungis selt á stöðum þar sem fólk á löglegum áfengiskaupaaldri má koma saman. Þá styðja samtökin strangar kröfur um eftirlit með aldri kaupenda. Í síðasta frumvarpi ráðherra var gert ráð fyrir leyfissviptingu og refsiábyrgð vegna ófullnægjandi aldurseftirlits. Samtökin fagna slíkum kröfum en benda á að engin slík ákvæði gilda um erlendar netverslanir. Loks telja samtökin mikilvægt að halda áfram öflugu forvarnarstarfi, sem sinna má enn betur ef tekjur af sölu áfengis í netverslun renna í vasa íslenskra skattgreiðenda, frekar en erlendra fyrirtækja. Samtökin skora því á ráðherra, alþingismenn og sveitarstjórnfólk að standa með íslenskum handverksbrugghúsum og standa þannig vörð um störf um land allt, vandaða íslenska framleiðslu og íslenskar skatttekjur. Stjórn samtakanna skipa Sigurður Snorrason formaður, Berglind Snæland, Haraldur Þorkelsson, Laufey Sif Lárusdóttir og Jóhann Guðmundsson meðstjórnendur. Í samtökunum eru eftirfarandi rekstraraðilar: Austri brugghús – Egilsstöðum Álfur brugghús – Kópavogi Belgingur, Hið austfirzka bruggfjelag – Breiðdalsvík Bjórsetur Íslands, brugghús – Hólum í Hjaltadal The Brothers Brewery – Vestmannaeyjum Brugghús Steðja – Borgarbyggð Bruggsmiðjan Kaldi – Árskógsströnd Dokkan brugghús – Ísafirði Flóki , Eimverk – Garðabæ Gæðingur öl – Kópavogi Húsavík öl – Hú s a v ík Jón ríki – Höfn í Hornafirði Litla brugghúsið – Garði Malbygg – Reykjavík Og Natura - Hafnarfirði RVK Brewing Co. – Reykjavík Segull 67 – Siglufirði Smiðjan brugghús – Vík í Mýrdal Ægir brugghús – Reykjavík Ölverk – Hveragerði Ölvisholt – Flóahreppi Öldur – Mosfellsbæ
Í samtökunum eru eftirfarandi rekstraraðilar: Austri brugghús – Egilsstöðum Álfur brugghús – Kópavogi Belgingur, Hið austfirzka bruggfjelag – Breiðdalsvík Bjórsetur Íslands, brugghús – Hólum í Hjaltadal The Brothers Brewery – Vestmannaeyjum Brugghús Steðja – Borgarbyggð Bruggsmiðjan Kaldi – Árskógsströnd Dokkan brugghús – Ísafirði Flóki , Eimverk – Garðabæ Gæðingur öl – Kópavogi Húsavík öl – Hú s a v ík Jón ríki – Höfn í Hornafirði Litla brugghúsið – Garði Malbygg – Reykjavík Og Natura - Hafnarfirði RVK Brewing Co. – Reykjavík Segull 67 – Siglufirði Smiðjan brugghús – Vík í Mýrdal Ægir brugghús – Reykjavík Ölverk – Hveragerði Ölvisholt – Flóahreppi Öldur – Mosfellsbæ
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar