Brutu ekki jafnréttislög með því að neita karlmanni um brasilískt vax Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. september 2020 07:45 Brasilíska vaxið var aðeins í boði fyrir konur. Vísir/getty Snyrtistofa sem neitaði karlmanni um að bóka tíma í svokallað brasilískt vax braut ekki jafnréttislög með synjuninni. Þetta er niðurstaða kærunefndar jafnréttismála. Nefndin féllst á þau rök snyrtistofunnar að það að veita körlum umbeðna þjónustu væri til þess fallið að særa blygðunarkennd starfsfólks, sem allt er kvenkyns. Maðurinn kærði ákvörðun snyrtistofunnar í júní. Maðurinn sagði í kærunni að honum hafi verið neitað um að bóka tíma í brasilískt vax, sem felur m.a. í sér að fjarlægja hár af kynfærum, hjá snyrtistofunni á þeirri forsendu að stofan veiti hvorki karlmönnum né transfólki þjónustu. Snyrtistofan segir í svari sínu við kærunni að aldrei hafi verið boðið upp á umrædda þjónustu fyrir karlmenn frá því að stofan var stofnuð fyrir um áratug. Þjónustan hafi alla tíð verið takmörkuð við konur. Ástæða þess sé einfaldlega sú að starfsmenn hafi hvorki reynslu né þekkingu á því hvernig eigi að framkvæma þjónustuna fyrir karlmenn. Auk þess hafi starfsmenn ekki haft vilja til þess að framkvæma þjónustuna fyrir karlmenn. Um sé að ræða mjög viðkvæma þjónustu sem feli það í sér að kynfæri viðskiptavina séu vöxuð. Starfsmennirnir séu auk þess allir kvenkyns og því gæti það farið gegn blygðunarsemi þeirra að veita karlmönnum umrædda þjónustu. Transfólki sé alltaf velkomið að fá þjónustu hjá snyrtistofunni. Þá tekur snyrtistofan fram að þó að kæran „eigi ekki við nein rök að styðjast“ hafi hún samt sem áður ákveðið að hætta alfarið að bjóða upp á brasilískt vax. Kærunefndin mat það svo að snyrtistofan hefði sýnt fram á það að réttlæta megi ólíka meðferð hennar á kvenkyns viðskiptavinum og karlkyns viðskiptavinum á „málefnalegan hátt með lögmætu markmiði“. Stofan hafi þannig ekki brotið gegn jafnréttislögum með því að synja manninum um brasilískt vax. Stjórnsýsla Jafnréttismál Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira
Snyrtistofa sem neitaði karlmanni um að bóka tíma í svokallað brasilískt vax braut ekki jafnréttislög með synjuninni. Þetta er niðurstaða kærunefndar jafnréttismála. Nefndin féllst á þau rök snyrtistofunnar að það að veita körlum umbeðna þjónustu væri til þess fallið að særa blygðunarkennd starfsfólks, sem allt er kvenkyns. Maðurinn kærði ákvörðun snyrtistofunnar í júní. Maðurinn sagði í kærunni að honum hafi verið neitað um að bóka tíma í brasilískt vax, sem felur m.a. í sér að fjarlægja hár af kynfærum, hjá snyrtistofunni á þeirri forsendu að stofan veiti hvorki karlmönnum né transfólki þjónustu. Snyrtistofan segir í svari sínu við kærunni að aldrei hafi verið boðið upp á umrædda þjónustu fyrir karlmenn frá því að stofan var stofnuð fyrir um áratug. Þjónustan hafi alla tíð verið takmörkuð við konur. Ástæða þess sé einfaldlega sú að starfsmenn hafi hvorki reynslu né þekkingu á því hvernig eigi að framkvæma þjónustuna fyrir karlmenn. Auk þess hafi starfsmenn ekki haft vilja til þess að framkvæma þjónustuna fyrir karlmenn. Um sé að ræða mjög viðkvæma þjónustu sem feli það í sér að kynfæri viðskiptavina séu vöxuð. Starfsmennirnir séu auk þess allir kvenkyns og því gæti það farið gegn blygðunarsemi þeirra að veita karlmönnum umrædda þjónustu. Transfólki sé alltaf velkomið að fá þjónustu hjá snyrtistofunni. Þá tekur snyrtistofan fram að þó að kæran „eigi ekki við nein rök að styðjast“ hafi hún samt sem áður ákveðið að hætta alfarið að bjóða upp á brasilískt vax. Kærunefndin mat það svo að snyrtistofan hefði sýnt fram á það að réttlæta megi ólíka meðferð hennar á kvenkyns viðskiptavinum og karlkyns viðskiptavinum á „málefnalegan hátt með lögmætu markmiði“. Stofan hafi þannig ekki brotið gegn jafnréttislögum með því að synja manninum um brasilískt vax.
Stjórnsýsla Jafnréttismál Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira