Framtíðin er norræn hringrás Bjarni Herrera, Hrund Gunnsteinsdóttir og Harpa Júlíusdóttir skrifa 8. september 2020 07:30 Nú í september 2020 voru sett á fót samnorræn samtök sem ætlað er að vera regnhlífarsamtök um hringrásarhagkerfið á Norðurlöndunum. Samtökin bera heitið ‘NordicCircularHotspot’ og hafa hlotið fjármögnun frá Nordic Innovation að fjárhæð 1,5m norskra króna. Stofnendur og stjórnendur þessara samtaka eru helstu sérfræðingar Norðurlandanna í hringrásarhagkerfinu og eru undirrituð hluti af þeim hóp. Festa - miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni mun þá gegna því hlutverki að vera miðja samtakanna hér á landi. Af hverju er þetta mikilvægt? Hringrásarhagkerfið (e. circular economy) er hagkerfi þar sem leitast er við að hanna burt úrgang, mengun og útblástur gróðurhúsalofttegunda, halda vörum og efnum lengur í notkun og endurnýja náttúruleg kerfi (að öllum úrgangi sé skilað aftur í hringrásina). Þannig má draga úr sóun, nýta betur auðlindir heimsins og ýta undir sjálfbærni. Með iðnbyltingunni fór manneskjan að búa til ótrúlegustu hluti, allt frá bensínvélum til fartölva og tískufatnaðar í massavís. Þessi hugmyndafræði byggði á því að auðlindir heimsins væru ótæmandi og vinnuafl til staðar. Okkar núverandi nálgun hefur náð endimörkum og virkar ekki lengur fyrir fólk, atvinnulíf og umfram allt, jörðina okkar og náttúruna. Nú er því ekki lengur um “rusl” að ræða heldur “úrgang” eða “virði” sem hægt er að nýta. Tækifæri tengd hringrásarhagkerfinu Talið er að viðskiptatækifæri hringrásarhagkerfisins nemi um 1,8 trilljónum evra, bara innan Evrópusambandsins, skv. Ellen MacArthur Foundation, leiðandi hugveitu um hringrásarhagkerfið á heimsvísu. Þá hefur Evrópusambandið heitið 100 milljörðum evra á árunum 2021-2027 í styrki vegna nýs græns sáttmála (e. EU Green Deal) um sjálfbæra framtíð þar sem ein af lykilstoðunum er hringrásarhagkerfið. Gríðarleg tækifæri eru fólgin í þessari þróun á Íslandi: nýsköpunartækifæri, atvinnusköpun og fjárfestingartækifæri sem gætu verið til þess fallin að skapa útflutningsverðmæti, bæta samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja og auka hagsæld á Íslandi. Þannig myndu hráefni nýtast betur og útblástur minnka sem styður við skuldbindingar Íslands við Parísarsáttmálann og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Betur má ef duga skal Noregur gerði nýlega heildstæða úttekt á því hvar þjóðin stendur þegar kemur að innleiðingu hringrásarhagkerfisins. Niðurstaðan er að einungis 2.4% af norsku hagkerfi er í anda hringrásarhagkerfisins. Finnar eru komnir einna lengst af Norðurlöndunum, en þarlend stjórnvöld hafa gert aðgerðaráætlun í víðtæku samráði ólíkra hagaðila og sett sér það markmið að verða hringrásarhagkerfi árið 2025. Í þessum mánuði samþykktu norrænu atvinnuvegaráðherrarnir áætlun þar sem fjármagn er lagt til í verkefni og nýsköpun sem styður við sjálfbærar lausnir og hringrásarhagkerfið. Samvinna fyrirtækja, atvinnugeira og þjóða er ein af þungamiðjum hringrásarhagkerfisins og í þeim anda stendur nú yfir stofnun Nordic Circular Hotspot, samnorræns vettvangs um norræna hringrás. Því betur má ef duga skal. Aðgengi Íslands að vettvangi Nordic Circular Hotspot opnar á fjölda tækifæra til þess að deila reynslu á milli Norðurlandanna, auka samstarf og flýta umbreytingu hagkerfis okkar úr línulegu yfir í hringrásarhagkerfi með tilheyrandi verðmætasköpun. Bjarni Herrera, framkvæmdarstjóri CIRCULAR Solutions Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdarstjóri Festu - miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni Harpa Júlíusdóttir, verkefnastjóri Festu - miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrund Gunnsteinsdóttir Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Nú í september 2020 voru sett á fót samnorræn samtök sem ætlað er að vera regnhlífarsamtök um hringrásarhagkerfið á Norðurlöndunum. Samtökin bera heitið ‘NordicCircularHotspot’ og hafa hlotið fjármögnun frá Nordic Innovation að fjárhæð 1,5m norskra króna. Stofnendur og stjórnendur þessara samtaka eru helstu sérfræðingar Norðurlandanna í hringrásarhagkerfinu og eru undirrituð hluti af þeim hóp. Festa - miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni mun þá gegna því hlutverki að vera miðja samtakanna hér á landi. Af hverju er þetta mikilvægt? Hringrásarhagkerfið (e. circular economy) er hagkerfi þar sem leitast er við að hanna burt úrgang, mengun og útblástur gróðurhúsalofttegunda, halda vörum og efnum lengur í notkun og endurnýja náttúruleg kerfi (að öllum úrgangi sé skilað aftur í hringrásina). Þannig má draga úr sóun, nýta betur auðlindir heimsins og ýta undir sjálfbærni. Með iðnbyltingunni fór manneskjan að búa til ótrúlegustu hluti, allt frá bensínvélum til fartölva og tískufatnaðar í massavís. Þessi hugmyndafræði byggði á því að auðlindir heimsins væru ótæmandi og vinnuafl til staðar. Okkar núverandi nálgun hefur náð endimörkum og virkar ekki lengur fyrir fólk, atvinnulíf og umfram allt, jörðina okkar og náttúruna. Nú er því ekki lengur um “rusl” að ræða heldur “úrgang” eða “virði” sem hægt er að nýta. Tækifæri tengd hringrásarhagkerfinu Talið er að viðskiptatækifæri hringrásarhagkerfisins nemi um 1,8 trilljónum evra, bara innan Evrópusambandsins, skv. Ellen MacArthur Foundation, leiðandi hugveitu um hringrásarhagkerfið á heimsvísu. Þá hefur Evrópusambandið heitið 100 milljörðum evra á árunum 2021-2027 í styrki vegna nýs græns sáttmála (e. EU Green Deal) um sjálfbæra framtíð þar sem ein af lykilstoðunum er hringrásarhagkerfið. Gríðarleg tækifæri eru fólgin í þessari þróun á Íslandi: nýsköpunartækifæri, atvinnusköpun og fjárfestingartækifæri sem gætu verið til þess fallin að skapa útflutningsverðmæti, bæta samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja og auka hagsæld á Íslandi. Þannig myndu hráefni nýtast betur og útblástur minnka sem styður við skuldbindingar Íslands við Parísarsáttmálann og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Betur má ef duga skal Noregur gerði nýlega heildstæða úttekt á því hvar þjóðin stendur þegar kemur að innleiðingu hringrásarhagkerfisins. Niðurstaðan er að einungis 2.4% af norsku hagkerfi er í anda hringrásarhagkerfisins. Finnar eru komnir einna lengst af Norðurlöndunum, en þarlend stjórnvöld hafa gert aðgerðaráætlun í víðtæku samráði ólíkra hagaðila og sett sér það markmið að verða hringrásarhagkerfi árið 2025. Í þessum mánuði samþykktu norrænu atvinnuvegaráðherrarnir áætlun þar sem fjármagn er lagt til í verkefni og nýsköpun sem styður við sjálfbærar lausnir og hringrásarhagkerfið. Samvinna fyrirtækja, atvinnugeira og þjóða er ein af þungamiðjum hringrásarhagkerfisins og í þeim anda stendur nú yfir stofnun Nordic Circular Hotspot, samnorræns vettvangs um norræna hringrás. Því betur má ef duga skal. Aðgengi Íslands að vettvangi Nordic Circular Hotspot opnar á fjölda tækifæra til þess að deila reynslu á milli Norðurlandanna, auka samstarf og flýta umbreytingu hagkerfis okkar úr línulegu yfir í hringrásarhagkerfi með tilheyrandi verðmætasköpun. Bjarni Herrera, framkvæmdarstjóri CIRCULAR Solutions Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdarstjóri Festu - miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni Harpa Júlíusdóttir, verkefnastjóri Festu - miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun