Spáin fyrir Olís-deild karla 2020-21: Leggja allt undir til að vinna þann stóra (1.-3. sæti) Ingvi Þór Sæmundsson og Óskar Ófeigur Jónsson skrifa 10. september 2020 12:00 Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla en keppni í deildinni hefst með þremur leikjum í dag, fimmtudaginn 10. september. Á mánudaginn skoðuðum við botnbaráttuna, í fyrradag liðin sem berjast um síðasta lausa sætið í úrslitakeppninni, í gær liðin sem freista þess að ná heimavallarrétti í úrslitakeppninni og nú er komið að liðunum sem berjast um deildarmeistaratitilinn. Að okkar mati eru Haukar, Valur og FH með bestu lið landsins og líklegust til afreka á tímabilinu sem hefst í dag. Litlar breytingar hafa orðið á þessum liðum frá síðasta tímabili og Haukar eru klárlega sterkari en í fyrra með komu þriggja leikmanna úr atvinnumennsku, m.a. Björgvins Páls Gústavssonar. Það vantar ekkert upp á metnaðinn hjá Haukum, Val og FH og krafan á þessum bæjum er að berjast um alla þá titla sem í boði. Og það er ekkert sem bendir til annars en sú verði raunin í vetur. Ein bestu kaup sem FH hefur gert er þegar liðið fékk línumanninn Ágúst Birgisson frá Aftureldingu.vísir/vilhelm FH í 3. sæti: Sama lið og sömu væntingar FH-ingar tefla fram nánast sama liði og á síðasta tímabili og kjarninn er sá sami undanfarin ár. Og meðan hann samanstendur af Ásbirni Friðrikssyni, Einari Rafni Eiðssyni, Ágústi Birgissyni og Arnari Frey Ársælssyni verður FH í og við toppinn. Sigursteinn Arndal er á sínu öðru tímabili sem þjálfari FH en hann tók við af Halldóri Sigfússyni sem stýrði liðinu í fimm ár. Í fyrra var FH í 2. sæti, tveimur stigum á eftir toppliði Vals, þegar keppni var hætt vegna kórónuveirufaraldursins. FH-ingar voru brokkgengir fyrir áramót en urðu betri eftir því sem leið á tímabilið. FH skoraði næstflest mörk í Olís-deildinni á síðasta tímabili og aðeins fjögur lið fengu á sig færri mörk. Þýski markvörðurinn Phil Döhler þurfti aðlögunartíma en varð betri með hverjum leiknum og aðeins Valur og Haukar voru með betri hlutfallsmarkvörslu á síðasta tímabili. Döhler ætti að verða enn betri á þessu tímabili en á því síðasta. FH-liðið er þétt og vel mannað og þarf engan tíma til að stilla saman strengi í ljósi lítilla breytinga á hópnum. Þeir hafa því enga afsökun fyrir því að byrja ekki af fullum krafti og senda skilaboð strax í upphafi móts. Hversu langt síðan að FH... ... varð Íslandsmeistari: 9 ár (2011) ... varð deildarmeistari: 3 ár (2017) ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 0 ár (2020) ... varð bikarmeistari: 1 ár (2019) ... komst í bikarúrslit: 1 ár (2019) ... komst ekki í úrslitakeppni: 10 ár (2010) ... komst í undanúrslit: 2 ár (2018) ... komst í lokaúrslit: 2 ár (2018) ... féll úr deildinni: 14 ár (2006) ... kom upp í deildina: 12 ár (2008) Gengi FH í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 2. sæti í deildinni 2018-19 4. sæti í deildinni 2017-18 3. sæti í deildinni 2016-17 Deildarmeistari 2015-16 6. sæti í deildinni 2014-15 4. sæti í deildinni 2013-14 4. sæti í deildinni 2012-13 2. sæti í deildinni 2011-12 2. sæti í deildinni Gengi FH í úrslitakeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 Úrslitakeppnin fór ekki fram 2018-19 Átta liða úrslit 2017-18 2. sæti 2016-17 2. sæti 2015-16 Átta liða úrslit 2014-15 Átta liða úrslit 2013-14 Undanúrslit 2012-13 Undanúrslit 2011-12 2. sæti View this post on Instagram Strákarnir okkar tóku sig til í vetur og gerðu búningsklefa sinn upp. Er útkoman einkar glæsileg. Kíkið inn! #ViðerumFH #olisdeildin #handbolti A post shared by FH Handbolti (@fh_handbolti) on Apr 29, 2020 at 11:13am PDT HBStatz tölurnar frá síðasta tímabili Sóknarleikur FH 2019/20 í tölum HBStatz Mörk skoruð í leik - 2. sæti (30,1) Skotnýting - 6. sæti (60,6%) Vítanýting - 9. sæti (72,7%) Hraðaupphlaupsmörk - 2. sæti (72) Stoðsendingar í leik - 3. sæti (12,3) Tapaðir boltar í leik - 1. sæti (7,6) Vörn og markvarsla FH 2019/20 í tölum HBStatz Mörk fengin á sig í leik - 5. sæti (26,8) Hlutfallsmarkvarsla - 3. sæti (33,8%) Varin víti - 2. sæti (15) Stolnir boltar - 2. sæti (93) Varin skot í vörn - 3. sæti (53) Lögleg stopp í leik - 3. sæti (21,1) Félagaskiptamarkaðurinn Komnir: Eiríkur Guðni Þórarinsson frá FH Farnir: Jóhann Birgir Ingvarsson til HK Sigurður Dan Óskarsson til Stjörnunnar Líklegt byrjunarlið Markvörður: Phil Döhler Vinstra horn: Arnar Freyr Ársælsson Vinstri skytta: Bjarni Ófeigur Valdimarsson Miðja: Ásbjörn Friðriksson Hægri skytta: Einar Rafn Eiðsson Hægra horn: Birgir Már Birgisson Lína: Ágúst Birgisson Ásbjörn Friðriksson er jafnan í hópi markahæstu leikmanna Olís-deildarinnar.vísir/daníel Verður að eiga gott tímabil Ef Ásbjörn Friðriksson er leiðtoginn í þínu liði ertu í góðum málum. Hann er með meirapróf í að stýra handboltaliði og hefur fullkominn skilning á því hvenær hann á koma öðrum inn í leikinn og hvenær hann á sjálfur að taka af skarið. Hefur verið einn besti leikmaður Olís-deildarinnar undanfarin ár og það er ólíklegt að einhver breyting verði þar á í vetur. Sérfræðingur Seinni bylgjunnar segir ... Rúnar Sigtryggsson fer yfir möguleika FH í Olís-deild karla í vetur. Klippa: FH 3. sæti Deildarmeistararnir mæta með sterkt lið til leiks líkt og síðustu ár.vísir/bára Valur í 2. sæti: Meiri samkeppni en möguleikarnir fyrir hendi Valsmenn voru á toppi Olís-deildarinnar þegar keppni var hætt á síðasta tímabili og voru krýndir deildarmeistarar. Þeir unnu þar með fyrsta titilinn sinn undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar. Síðasta tímabil byrjaði reyndar alls ekki vel og Valur tapaði fjórum af fyrstu sex deildarleikjum sínum, þar af þremur með einu marki. Þetta voru því aðeins smá byrjunarörðugleikar því Valsmenn unnu þrettán af síðustu fjórtán deildarleikjum sínum og gerðu eitt jafntefli, jafnvel þótt þeir hafi misst Ými Örn Gíslason til Rhein-Neckar Löwen eftir EM. Litlar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Vals. Daníel Freyr Andrésson er reyndar farinn úr markinu og í hans stað fengu Valsmenn Martin Nagy, 21 árs Ungverja. Þá er Tumi Steinn Rúnarsson kominn aftur heim í Val og liðið fékk Þorgeir Bjarka Davíðsson til að deila stöðu hægri hornamanns með Finni Inga Stefánssyni. Spurningarmerkin hjá Val eru aðallega tvö: markvarslan og línustaðan. Nagy er óskrifað blað og Einar Baldvin Baldvinsson, sem er kominn aftur frá Selfossi, var slakur í fyrra. Þorgils Jón Svölu Baldursson sló í gegn í vörn Vals í fyrra en það vantar sóknarslagkraft á línuna hjá Val. Þá myndi Snorri Steinn ekki slá hendinni á móti því að lykilmenn eins og Róbert Aron Hostert, Agnar Smári Jónsson og Magnús Óli Magnússon myndu haldast heilir. Valsmenn eru ógnarsterkir og með mestu breiddina í deildinni. Þeir vilja og verða í baráttu um alla titla sem í boði eru. Hversu langt síðan að Valur ... . .. varð Íslandsmeistari: 3 ár (2017) ... varð deildarmeistari: 0 ár (2020) ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 0 ár (2020) ... varð bikarmeistari: 3 ár (2017) ... komst í bikarúrslit: 1 ár (2019) ... komst ekki í úrslitakeppni: 7 ár (2013) ... komst í undanúrslit: 1 ár (2019) ... komst í lokaúrslit: 3 ár (2017) ... féll úr deildinni: 58 ár (1962) ... kom upp í deildina: 55 ár (1965) Gengi Vals í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 Deildarmeistari 2018-19 3. sæti í deildinni 2017-18 4. sæti í deildinni 2016-17 7. sæti í deildinni 2015-16 2. sæti í deildinni 2014-15 Deildarmeistari 2013-14 3. sæti í deildinni 2012-13 7. sæti í deildinni 2011-12 6. sæti í deildinni Gengi Vals í úrslitakeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 Úrslitakeppnin fór ekki fram 2018-19 Undanúrslit 2017-18 Átta liða úrslit 2016-17 Íslandsmeistari 2015-16 Undanúrslit 2014-15 Undanúrslit 2013-14 Undanúrslit 2012-13 Ekki í úrslitakeppni 2011-12 Ekki í úrslitakeppni View this post on Instagram Deildarmeistarar! Deildarmeistarar Vals fengu titilinn afhentan um helgina frá HSÍ og var það fyrirliðinn Alexander Örn Júlíusson sem veitti honum viðtöku. Meðfylgjandi eru myndir frá athöfninni. A post shared by Valurhandbolti (@valurhandbolti) on Jun 3, 2020 at 3:07am PDT HBStatz tölurnar frá síðasta tímabili Sóknarleikur Vals 2019/20 í tölum HBStatz Mörk skoruð í leik - 5. sæti (27,9) Skotnýting - 5. sæti (61,0%) Vítanýting - 4. sæti (82,6%) Hraðaupphlaupsmörk - 4. sæti (67) Stoðsendingar í leik - 8. sæti (10,5) Tapaðir boltar í leik - 4. sæti (8,6) Vörn og markvarsla Vals 2019/20 í tölum HBStatz Mörk fengin á sig í leik - 1. sæti (24,2) Hlutfallsmarkvarsla - 1. sæti (35,5%) Varin víti - 6. sæti (14) Stolnir boltar - 4. sæti (86) Varin skot í vörn - 8. sæti (45) Lögleg stopp í leik - 4. sæti (20,9) Félagaskiptamarkaðurinn Komnir: Martin Nagy frá Pick Szeged (Ungverjalandi) Einar Baldvin Baldvinsson frá Selfossi Tumi Steinn Rúnarsson frá Aftureldingu Þorgeir Bjarki Davíðsson frá HK Farnir: Daníel Freyr Andrésson til GUIF (Svíþjóð) Ásgeir Snær Vignisson til ÍBV Líklegt byrjunarlið Markvörður: Martin Nagy Vinstra horn: Vignir Stefánsson Vinstri skytta: Magnús Óli Magnússon Miðja: Anton Rúnarsson Hægri skytta: Agnar Smári Jónsson Hægra horn: Finnur Ingi Stefánsson Lína: Þorgils Jón Svölu Baldursson Valsmenn bíða enn eftir því að Róbert Aron Hostert sýni sínar bestu hliðar í rauða búningnum.vísir/vilhelm Verður að eiga gott tímabil Róbert Aron Hostert hefur bæði orðið Íslandsmeistari með Fram og ÍBV og Valsmenn vonast til að hann leiki sama leik á Hlíðarenda. Frá því hann kom til Vals hefur hann verið mikið frá vegna meiðsla og ekki náð sömu hæðum og í Safamýrinni og Eyjum. En enginn velkist í vafa um hæfileikana og getuna og vonandi fyrir Róbert og Valsmenn heldur skrokkurinn. Sérfræðingur Seinni bylgjunnar segir ... Theodór Ingi Pálmason fer yfir möguleika Vals í Olís-deild karla í vetur. Klippa: Valur 2. sæti Sem fyrr er Adam Haukur Baumruk í lykilhlutverki hjá Haukum.vísir/bára Haukar í 1. sæti: Kominn tími á titil Haukar hafa ekki orðið Íslandsmeistarar síðan 2016 sem þykir löng þurrkatíð á Ásvöllum. Miðað við félagaskipti sumarsins ætla Haukar að bæta úr því og árangurinn á undirbúningstímabilinu gefur góð fyrirheit. Haukar unnu bæði Ragnars- og Hafnarfjarðarmótið og litu mjög vel út. Á síðasta tímabili voru Haukar besta lið landsins fyrir áramót. Eftir EM-hléið gáfu þeir hins vegar eftir og voru í 4. sæti þegar tímabilið var blásið af. Í sumar steig Gunnar Magnússon frá borði og Aron Kristjánsson tók við Haukum í þriðja sinn. Auk Arons eru Haukar búnir að fá þrjá leikmenn úr atvinnumennsku: Þráin Orra Jónsson, Geir Guðmundsson og sjálfan Björgvin Pál Gústavsson. Markvarslan var mjög góð hjá Haukum í fyrra en verður væntanlega enn betri í ár. Geir leysir stöðu hægri skyttu sem hefur verið til vandræða hjá Haukum í mörg ár. Þráinn Orri fyllir svo skarð Vignis Svavarssonar sem er hættur líkt og Ásgeir Örn Hallgrímsson. Vörn og markvarsla voru í toppmálum hjá Haukum á síðasta tímabili en þeir geta bætt sig á sóknarhelmningnum, m.a. með því að nýta færin sín betur og fækka töpuðum boltum. Haukar eru þéttir og flottir og að okkar mati líklegastir til að verða deildarmeistarar. Úrslitakeppnin er svo önnur skepna. Hversu langt síðan að Haukaliðið ... ... varð Íslandsmeistari: 4 ár (2016) ... varð deildarmeistari: 1 ár (2019) ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 1 ár (2019) ... varð bikarmeistari: 6 ár (2014) ... komst í bikarúrslit: 6 ár (2014) ... komst ekki í úrslitakeppni: 9 ár (2011) ... komst í undanúrslit: 1 ár (2019) ... komst í lokaúrslit: 1 ár (2019) ... féll úr deildinni: 33 ár (1987) ... kom upp í deildina: 30 ár (1990) Gengi Haukar í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 4. sæti í deildinni 2018-19 Deildarmeistari 2017-18 5. sæti í deildinni 2016-17 3. sæti í deildinni 2015-16 Deildarmeistari 2014-15 5. sæti í deildinni 2013-14 Deildarmeistari 2012-13 Deildarmeistari 2011-12 Deildarmeistari Gengi Haukar í úrslitakeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 Úrslitakeppnin fór ekki fram 2018-19 2. sæti 2017-18 Undanúrslit 2016-17 Átta liða úrslit 2015-16 Íslandsmeistari 2014-15 Íslandsmeistari 2013-14 2. sæti 2012-13 2. sæti 2011-12 Undanúrslit View this post on Instagram Fréttatilkynning frá Handknattleiksdeild Hauka Aron Kristjánsson tekur við Haukaliðinu í vor Handknattleiksdeild Hauka hefur gert samning við Aron Kristjánsson um þjálfun karlaliðs Hauka að loknu yfirstandandi tímabili. Aron tekur við liðinu af Gunnari Magnússyni sem er að ljúka sínu 5 tímabili með Haukaliðið. Aron þjálfaði Hauka síðast fyrir 7 árum og hefur víða komið við síðan þá. Frá þeim tíma hefur hann þjálfað Íslenska landsliðið, KIF Kolding Kaupmannahöfn og Álaborg í Danmörku. Í dag þjálfar hann landslið Bahrain. Við Haukamenn eru gríðarlega ánægðir með að hafa náð samkomulagi við Aron um að þjálfa Haukaliðið og þar með tryggja okkur afar færan þjálfara til að halda okkur áfram í fremstu röð. Hann mun einnig stýra þeirri uppbyggingu sem við erum í á okkur efnilegu íþróttamönnum. Sagði Þorgeir Haraldsson, formaður hkd. Hauka við ráðningu Arons. Ég hlakka mikið til að takast á við komandi verkefni með Haukum. Það verður gaman að þjálfa liðið aftur og taka þátt í frekari uppbyggingu á handboltanum í Haukum og vinna með þeim efnivið sem er til staðar í félaginu. Sagði Aron Kristjánsson við undirritun samningsins í kvöld. ÁFRAM HAUKAR #haukarfélagiðmitt #handbolti #olisdeildin #seinnibylgjan A post shared by Haukar Topphandbolti (@haukar_handbolti) on Feb 9, 2020 at 10:56pm PST HBStatz tölurnar frá síðasta tímabili Sóknarleikur Hauka 2019/20 í tölum HBStatz Mörk skoruð í leik - 6. sæti (27,4) Skotnýting - 7. sæti (58,3%) Vítanýting - 10. sæti (72,4%) Hraðaupphlaupsmörk - 5. sæti (62) Stoðsendingar í leik - 2. sæti (12,5) Tapaðir boltar í leik - 8. sæti (10,9) Vörn og markvarsla Hauka 2019/20 í tölum HBStatz Mörk fengin á sig í leik - 3. sæti (26,2) Hlutfallsmarkvarsla - 2. sæti (35,1%) Varin víti - 2. sæti (15) Stolnir boltar - 12. sæti (52) Varin skot í vörn - 4. sæti (47) Lögleg stopp í leik - 10. sæti (16,6) Félagaskiptamarkaðurinn Komnir: Björgvin Páll Gústavsson frá Skjern (Danmörku) Þráinn Orri Jónsson frá Bjerringbro-Silkeborg (Danmörku) Geir Guðmundsson frá Cesson-Rennes (Frakklandi) Stefán Huldar Stefánsson frá HK Farnir: Ásgeir Örn Hallgrímsson hættur Vignir Svavarsson hættur Halldór Ingi Jónasson til Aftureldingar (lán) Stefán Huldar Stefánsson til Gróttu (lán) Grétar Ari Guðjónsson til Nice (Frakklandi) Gunnar Dal Hlynsson til Gróttu (lán) Hjörtur Ingi Halldórsson til HK Jason Guðnason hættur Einar Pétur Pétursson til HK Líklegt byrjunarlið Markvörður: Björgvin Páll Gústavsson Vinstra horn: Orri Freyr Þorkelsson Vinstri skytta: Adam Haukur Baumruk Miðja: Tjörvi Þorgeirsson Hægri skytta: Geir Guðmundsson Hægra horn: Brynjólfur Snær Brynjólfsson Lína: Heimir Óli Heimisson Gerir Björgvin Páll Gústavsson gæfumuninn fyrir Hauka?vísir/vilhelm Verður að eiga gott tímabil Eftir tvö ár hjá Skjern er Björgvin Páll Gústavsson kominn aftur, og væntanlega endanlega, heim. Hann var besti markvörður Olís-deildarinnar síðast þegar hann lék með Haukum (2017-18) og ef allt er eðlilegt verður hann það í vetur. Það var ekkert undan markvörslunni hjá Haukum að kvarta á síðasta tímabili en hún verður ennþá betri með tilkomu bakaradrengsins úr Kópavogi. Sérfræðingur Seinni bylgjunnar segir ... Rúnar Sigtryggsson fer yfir möguleika Hauka í Olís-deild karla í vetur. Klippa: Haukar 1. sæti Olís-deild karla FH Valur Haukar Tengdar fréttir Spáin fyrir Olís-deild karla 2020-21: Liðin sem langar og vilja vera í toppbaráttunni (4.-7. sæti) Vísir spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla og nú er komið að liðunum sem berjast um heimavallarrétt í úrslitakeppninni. 9. september 2020 12:00 Spáin fyrir Olís-deild karla 2020-21: Slagurinn um síðasta sætið í úrslitakeppninni (8.-9. sæti) Vísir spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla og nú er komið að liðunum sem berjast um síðasta sætið sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppninni. 8. september 2020 12:00 Spáin fyrir Olís-deild karla 2020-21: Hvaða lið fara á Grillið? (10.-12. sæti) Vísir spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla og byrjar á fallbaráttunni. 7. september 2020 13:00 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Sjá meira
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla en keppni í deildinni hefst með þremur leikjum í dag, fimmtudaginn 10. september. Á mánudaginn skoðuðum við botnbaráttuna, í fyrradag liðin sem berjast um síðasta lausa sætið í úrslitakeppninni, í gær liðin sem freista þess að ná heimavallarrétti í úrslitakeppninni og nú er komið að liðunum sem berjast um deildarmeistaratitilinn. Að okkar mati eru Haukar, Valur og FH með bestu lið landsins og líklegust til afreka á tímabilinu sem hefst í dag. Litlar breytingar hafa orðið á þessum liðum frá síðasta tímabili og Haukar eru klárlega sterkari en í fyrra með komu þriggja leikmanna úr atvinnumennsku, m.a. Björgvins Páls Gústavssonar. Það vantar ekkert upp á metnaðinn hjá Haukum, Val og FH og krafan á þessum bæjum er að berjast um alla þá titla sem í boði. Og það er ekkert sem bendir til annars en sú verði raunin í vetur. Ein bestu kaup sem FH hefur gert er þegar liðið fékk línumanninn Ágúst Birgisson frá Aftureldingu.vísir/vilhelm FH í 3. sæti: Sama lið og sömu væntingar FH-ingar tefla fram nánast sama liði og á síðasta tímabili og kjarninn er sá sami undanfarin ár. Og meðan hann samanstendur af Ásbirni Friðrikssyni, Einari Rafni Eiðssyni, Ágústi Birgissyni og Arnari Frey Ársælssyni verður FH í og við toppinn. Sigursteinn Arndal er á sínu öðru tímabili sem þjálfari FH en hann tók við af Halldóri Sigfússyni sem stýrði liðinu í fimm ár. Í fyrra var FH í 2. sæti, tveimur stigum á eftir toppliði Vals, þegar keppni var hætt vegna kórónuveirufaraldursins. FH-ingar voru brokkgengir fyrir áramót en urðu betri eftir því sem leið á tímabilið. FH skoraði næstflest mörk í Olís-deildinni á síðasta tímabili og aðeins fjögur lið fengu á sig færri mörk. Þýski markvörðurinn Phil Döhler þurfti aðlögunartíma en varð betri með hverjum leiknum og aðeins Valur og Haukar voru með betri hlutfallsmarkvörslu á síðasta tímabili. Döhler ætti að verða enn betri á þessu tímabili en á því síðasta. FH-liðið er þétt og vel mannað og þarf engan tíma til að stilla saman strengi í ljósi lítilla breytinga á hópnum. Þeir hafa því enga afsökun fyrir því að byrja ekki af fullum krafti og senda skilaboð strax í upphafi móts. Hversu langt síðan að FH... ... varð Íslandsmeistari: 9 ár (2011) ... varð deildarmeistari: 3 ár (2017) ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 0 ár (2020) ... varð bikarmeistari: 1 ár (2019) ... komst í bikarúrslit: 1 ár (2019) ... komst ekki í úrslitakeppni: 10 ár (2010) ... komst í undanúrslit: 2 ár (2018) ... komst í lokaúrslit: 2 ár (2018) ... féll úr deildinni: 14 ár (2006) ... kom upp í deildina: 12 ár (2008) Gengi FH í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 2. sæti í deildinni 2018-19 4. sæti í deildinni 2017-18 3. sæti í deildinni 2016-17 Deildarmeistari 2015-16 6. sæti í deildinni 2014-15 4. sæti í deildinni 2013-14 4. sæti í deildinni 2012-13 2. sæti í deildinni 2011-12 2. sæti í deildinni Gengi FH í úrslitakeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 Úrslitakeppnin fór ekki fram 2018-19 Átta liða úrslit 2017-18 2. sæti 2016-17 2. sæti 2015-16 Átta liða úrslit 2014-15 Átta liða úrslit 2013-14 Undanúrslit 2012-13 Undanúrslit 2011-12 2. sæti View this post on Instagram Strákarnir okkar tóku sig til í vetur og gerðu búningsklefa sinn upp. Er útkoman einkar glæsileg. Kíkið inn! #ViðerumFH #olisdeildin #handbolti A post shared by FH Handbolti (@fh_handbolti) on Apr 29, 2020 at 11:13am PDT HBStatz tölurnar frá síðasta tímabili Sóknarleikur FH 2019/20 í tölum HBStatz Mörk skoruð í leik - 2. sæti (30,1) Skotnýting - 6. sæti (60,6%) Vítanýting - 9. sæti (72,7%) Hraðaupphlaupsmörk - 2. sæti (72) Stoðsendingar í leik - 3. sæti (12,3) Tapaðir boltar í leik - 1. sæti (7,6) Vörn og markvarsla FH 2019/20 í tölum HBStatz Mörk fengin á sig í leik - 5. sæti (26,8) Hlutfallsmarkvarsla - 3. sæti (33,8%) Varin víti - 2. sæti (15) Stolnir boltar - 2. sæti (93) Varin skot í vörn - 3. sæti (53) Lögleg stopp í leik - 3. sæti (21,1) Félagaskiptamarkaðurinn Komnir: Eiríkur Guðni Þórarinsson frá FH Farnir: Jóhann Birgir Ingvarsson til HK Sigurður Dan Óskarsson til Stjörnunnar Líklegt byrjunarlið Markvörður: Phil Döhler Vinstra horn: Arnar Freyr Ársælsson Vinstri skytta: Bjarni Ófeigur Valdimarsson Miðja: Ásbjörn Friðriksson Hægri skytta: Einar Rafn Eiðsson Hægra horn: Birgir Már Birgisson Lína: Ágúst Birgisson Ásbjörn Friðriksson er jafnan í hópi markahæstu leikmanna Olís-deildarinnar.vísir/daníel Verður að eiga gott tímabil Ef Ásbjörn Friðriksson er leiðtoginn í þínu liði ertu í góðum málum. Hann er með meirapróf í að stýra handboltaliði og hefur fullkominn skilning á því hvenær hann á koma öðrum inn í leikinn og hvenær hann á sjálfur að taka af skarið. Hefur verið einn besti leikmaður Olís-deildarinnar undanfarin ár og það er ólíklegt að einhver breyting verði þar á í vetur. Sérfræðingur Seinni bylgjunnar segir ... Rúnar Sigtryggsson fer yfir möguleika FH í Olís-deild karla í vetur. Klippa: FH 3. sæti Deildarmeistararnir mæta með sterkt lið til leiks líkt og síðustu ár.vísir/bára Valur í 2. sæti: Meiri samkeppni en möguleikarnir fyrir hendi Valsmenn voru á toppi Olís-deildarinnar þegar keppni var hætt á síðasta tímabili og voru krýndir deildarmeistarar. Þeir unnu þar með fyrsta titilinn sinn undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar. Síðasta tímabil byrjaði reyndar alls ekki vel og Valur tapaði fjórum af fyrstu sex deildarleikjum sínum, þar af þremur með einu marki. Þetta voru því aðeins smá byrjunarörðugleikar því Valsmenn unnu þrettán af síðustu fjórtán deildarleikjum sínum og gerðu eitt jafntefli, jafnvel þótt þeir hafi misst Ými Örn Gíslason til Rhein-Neckar Löwen eftir EM. Litlar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Vals. Daníel Freyr Andrésson er reyndar farinn úr markinu og í hans stað fengu Valsmenn Martin Nagy, 21 árs Ungverja. Þá er Tumi Steinn Rúnarsson kominn aftur heim í Val og liðið fékk Þorgeir Bjarka Davíðsson til að deila stöðu hægri hornamanns með Finni Inga Stefánssyni. Spurningarmerkin hjá Val eru aðallega tvö: markvarslan og línustaðan. Nagy er óskrifað blað og Einar Baldvin Baldvinsson, sem er kominn aftur frá Selfossi, var slakur í fyrra. Þorgils Jón Svölu Baldursson sló í gegn í vörn Vals í fyrra en það vantar sóknarslagkraft á línuna hjá Val. Þá myndi Snorri Steinn ekki slá hendinni á móti því að lykilmenn eins og Róbert Aron Hostert, Agnar Smári Jónsson og Magnús Óli Magnússon myndu haldast heilir. Valsmenn eru ógnarsterkir og með mestu breiddina í deildinni. Þeir vilja og verða í baráttu um alla titla sem í boði eru. Hversu langt síðan að Valur ... . .. varð Íslandsmeistari: 3 ár (2017) ... varð deildarmeistari: 0 ár (2020) ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 0 ár (2020) ... varð bikarmeistari: 3 ár (2017) ... komst í bikarúrslit: 1 ár (2019) ... komst ekki í úrslitakeppni: 7 ár (2013) ... komst í undanúrslit: 1 ár (2019) ... komst í lokaúrslit: 3 ár (2017) ... féll úr deildinni: 58 ár (1962) ... kom upp í deildina: 55 ár (1965) Gengi Vals í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 Deildarmeistari 2018-19 3. sæti í deildinni 2017-18 4. sæti í deildinni 2016-17 7. sæti í deildinni 2015-16 2. sæti í deildinni 2014-15 Deildarmeistari 2013-14 3. sæti í deildinni 2012-13 7. sæti í deildinni 2011-12 6. sæti í deildinni Gengi Vals í úrslitakeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 Úrslitakeppnin fór ekki fram 2018-19 Undanúrslit 2017-18 Átta liða úrslit 2016-17 Íslandsmeistari 2015-16 Undanúrslit 2014-15 Undanúrslit 2013-14 Undanúrslit 2012-13 Ekki í úrslitakeppni 2011-12 Ekki í úrslitakeppni View this post on Instagram Deildarmeistarar! Deildarmeistarar Vals fengu titilinn afhentan um helgina frá HSÍ og var það fyrirliðinn Alexander Örn Júlíusson sem veitti honum viðtöku. Meðfylgjandi eru myndir frá athöfninni. A post shared by Valurhandbolti (@valurhandbolti) on Jun 3, 2020 at 3:07am PDT HBStatz tölurnar frá síðasta tímabili Sóknarleikur Vals 2019/20 í tölum HBStatz Mörk skoruð í leik - 5. sæti (27,9) Skotnýting - 5. sæti (61,0%) Vítanýting - 4. sæti (82,6%) Hraðaupphlaupsmörk - 4. sæti (67) Stoðsendingar í leik - 8. sæti (10,5) Tapaðir boltar í leik - 4. sæti (8,6) Vörn og markvarsla Vals 2019/20 í tölum HBStatz Mörk fengin á sig í leik - 1. sæti (24,2) Hlutfallsmarkvarsla - 1. sæti (35,5%) Varin víti - 6. sæti (14) Stolnir boltar - 4. sæti (86) Varin skot í vörn - 8. sæti (45) Lögleg stopp í leik - 4. sæti (20,9) Félagaskiptamarkaðurinn Komnir: Martin Nagy frá Pick Szeged (Ungverjalandi) Einar Baldvin Baldvinsson frá Selfossi Tumi Steinn Rúnarsson frá Aftureldingu Þorgeir Bjarki Davíðsson frá HK Farnir: Daníel Freyr Andrésson til GUIF (Svíþjóð) Ásgeir Snær Vignisson til ÍBV Líklegt byrjunarlið Markvörður: Martin Nagy Vinstra horn: Vignir Stefánsson Vinstri skytta: Magnús Óli Magnússon Miðja: Anton Rúnarsson Hægri skytta: Agnar Smári Jónsson Hægra horn: Finnur Ingi Stefánsson Lína: Þorgils Jón Svölu Baldursson Valsmenn bíða enn eftir því að Róbert Aron Hostert sýni sínar bestu hliðar í rauða búningnum.vísir/vilhelm Verður að eiga gott tímabil Róbert Aron Hostert hefur bæði orðið Íslandsmeistari með Fram og ÍBV og Valsmenn vonast til að hann leiki sama leik á Hlíðarenda. Frá því hann kom til Vals hefur hann verið mikið frá vegna meiðsla og ekki náð sömu hæðum og í Safamýrinni og Eyjum. En enginn velkist í vafa um hæfileikana og getuna og vonandi fyrir Róbert og Valsmenn heldur skrokkurinn. Sérfræðingur Seinni bylgjunnar segir ... Theodór Ingi Pálmason fer yfir möguleika Vals í Olís-deild karla í vetur. Klippa: Valur 2. sæti Sem fyrr er Adam Haukur Baumruk í lykilhlutverki hjá Haukum.vísir/bára Haukar í 1. sæti: Kominn tími á titil Haukar hafa ekki orðið Íslandsmeistarar síðan 2016 sem þykir löng þurrkatíð á Ásvöllum. Miðað við félagaskipti sumarsins ætla Haukar að bæta úr því og árangurinn á undirbúningstímabilinu gefur góð fyrirheit. Haukar unnu bæði Ragnars- og Hafnarfjarðarmótið og litu mjög vel út. Á síðasta tímabili voru Haukar besta lið landsins fyrir áramót. Eftir EM-hléið gáfu þeir hins vegar eftir og voru í 4. sæti þegar tímabilið var blásið af. Í sumar steig Gunnar Magnússon frá borði og Aron Kristjánsson tók við Haukum í þriðja sinn. Auk Arons eru Haukar búnir að fá þrjá leikmenn úr atvinnumennsku: Þráin Orra Jónsson, Geir Guðmundsson og sjálfan Björgvin Pál Gústavsson. Markvarslan var mjög góð hjá Haukum í fyrra en verður væntanlega enn betri í ár. Geir leysir stöðu hægri skyttu sem hefur verið til vandræða hjá Haukum í mörg ár. Þráinn Orri fyllir svo skarð Vignis Svavarssonar sem er hættur líkt og Ásgeir Örn Hallgrímsson. Vörn og markvarsla voru í toppmálum hjá Haukum á síðasta tímabili en þeir geta bætt sig á sóknarhelmningnum, m.a. með því að nýta færin sín betur og fækka töpuðum boltum. Haukar eru þéttir og flottir og að okkar mati líklegastir til að verða deildarmeistarar. Úrslitakeppnin er svo önnur skepna. Hversu langt síðan að Haukaliðið ... ... varð Íslandsmeistari: 4 ár (2016) ... varð deildarmeistari: 1 ár (2019) ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 1 ár (2019) ... varð bikarmeistari: 6 ár (2014) ... komst í bikarúrslit: 6 ár (2014) ... komst ekki í úrslitakeppni: 9 ár (2011) ... komst í undanúrslit: 1 ár (2019) ... komst í lokaúrslit: 1 ár (2019) ... féll úr deildinni: 33 ár (1987) ... kom upp í deildina: 30 ár (1990) Gengi Haukar í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 4. sæti í deildinni 2018-19 Deildarmeistari 2017-18 5. sæti í deildinni 2016-17 3. sæti í deildinni 2015-16 Deildarmeistari 2014-15 5. sæti í deildinni 2013-14 Deildarmeistari 2012-13 Deildarmeistari 2011-12 Deildarmeistari Gengi Haukar í úrslitakeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 Úrslitakeppnin fór ekki fram 2018-19 2. sæti 2017-18 Undanúrslit 2016-17 Átta liða úrslit 2015-16 Íslandsmeistari 2014-15 Íslandsmeistari 2013-14 2. sæti 2012-13 2. sæti 2011-12 Undanúrslit View this post on Instagram Fréttatilkynning frá Handknattleiksdeild Hauka Aron Kristjánsson tekur við Haukaliðinu í vor Handknattleiksdeild Hauka hefur gert samning við Aron Kristjánsson um þjálfun karlaliðs Hauka að loknu yfirstandandi tímabili. Aron tekur við liðinu af Gunnari Magnússyni sem er að ljúka sínu 5 tímabili með Haukaliðið. Aron þjálfaði Hauka síðast fyrir 7 árum og hefur víða komið við síðan þá. Frá þeim tíma hefur hann þjálfað Íslenska landsliðið, KIF Kolding Kaupmannahöfn og Álaborg í Danmörku. Í dag þjálfar hann landslið Bahrain. Við Haukamenn eru gríðarlega ánægðir með að hafa náð samkomulagi við Aron um að þjálfa Haukaliðið og þar með tryggja okkur afar færan þjálfara til að halda okkur áfram í fremstu röð. Hann mun einnig stýra þeirri uppbyggingu sem við erum í á okkur efnilegu íþróttamönnum. Sagði Þorgeir Haraldsson, formaður hkd. Hauka við ráðningu Arons. Ég hlakka mikið til að takast á við komandi verkefni með Haukum. Það verður gaman að þjálfa liðið aftur og taka þátt í frekari uppbyggingu á handboltanum í Haukum og vinna með þeim efnivið sem er til staðar í félaginu. Sagði Aron Kristjánsson við undirritun samningsins í kvöld. ÁFRAM HAUKAR #haukarfélagiðmitt #handbolti #olisdeildin #seinnibylgjan A post shared by Haukar Topphandbolti (@haukar_handbolti) on Feb 9, 2020 at 10:56pm PST HBStatz tölurnar frá síðasta tímabili Sóknarleikur Hauka 2019/20 í tölum HBStatz Mörk skoruð í leik - 6. sæti (27,4) Skotnýting - 7. sæti (58,3%) Vítanýting - 10. sæti (72,4%) Hraðaupphlaupsmörk - 5. sæti (62) Stoðsendingar í leik - 2. sæti (12,5) Tapaðir boltar í leik - 8. sæti (10,9) Vörn og markvarsla Hauka 2019/20 í tölum HBStatz Mörk fengin á sig í leik - 3. sæti (26,2) Hlutfallsmarkvarsla - 2. sæti (35,1%) Varin víti - 2. sæti (15) Stolnir boltar - 12. sæti (52) Varin skot í vörn - 4. sæti (47) Lögleg stopp í leik - 10. sæti (16,6) Félagaskiptamarkaðurinn Komnir: Björgvin Páll Gústavsson frá Skjern (Danmörku) Þráinn Orri Jónsson frá Bjerringbro-Silkeborg (Danmörku) Geir Guðmundsson frá Cesson-Rennes (Frakklandi) Stefán Huldar Stefánsson frá HK Farnir: Ásgeir Örn Hallgrímsson hættur Vignir Svavarsson hættur Halldór Ingi Jónasson til Aftureldingar (lán) Stefán Huldar Stefánsson til Gróttu (lán) Grétar Ari Guðjónsson til Nice (Frakklandi) Gunnar Dal Hlynsson til Gróttu (lán) Hjörtur Ingi Halldórsson til HK Jason Guðnason hættur Einar Pétur Pétursson til HK Líklegt byrjunarlið Markvörður: Björgvin Páll Gústavsson Vinstra horn: Orri Freyr Þorkelsson Vinstri skytta: Adam Haukur Baumruk Miðja: Tjörvi Þorgeirsson Hægri skytta: Geir Guðmundsson Hægra horn: Brynjólfur Snær Brynjólfsson Lína: Heimir Óli Heimisson Gerir Björgvin Páll Gústavsson gæfumuninn fyrir Hauka?vísir/vilhelm Verður að eiga gott tímabil Eftir tvö ár hjá Skjern er Björgvin Páll Gústavsson kominn aftur, og væntanlega endanlega, heim. Hann var besti markvörður Olís-deildarinnar síðast þegar hann lék með Haukum (2017-18) og ef allt er eðlilegt verður hann það í vetur. Það var ekkert undan markvörslunni hjá Haukum að kvarta á síðasta tímabili en hún verður ennþá betri með tilkomu bakaradrengsins úr Kópavogi. Sérfræðingur Seinni bylgjunnar segir ... Rúnar Sigtryggsson fer yfir möguleika Hauka í Olís-deild karla í vetur. Klippa: Haukar 1. sæti
Hversu langt síðan að FH... ... varð Íslandsmeistari: 9 ár (2011) ... varð deildarmeistari: 3 ár (2017) ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 0 ár (2020) ... varð bikarmeistari: 1 ár (2019) ... komst í bikarúrslit: 1 ár (2019) ... komst ekki í úrslitakeppni: 10 ár (2010) ... komst í undanúrslit: 2 ár (2018) ... komst í lokaúrslit: 2 ár (2018) ... féll úr deildinni: 14 ár (2006) ... kom upp í deildina: 12 ár (2008) Gengi FH í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 2. sæti í deildinni 2018-19 4. sæti í deildinni 2017-18 3. sæti í deildinni 2016-17 Deildarmeistari 2015-16 6. sæti í deildinni 2014-15 4. sæti í deildinni 2013-14 4. sæti í deildinni 2012-13 2. sæti í deildinni 2011-12 2. sæti í deildinni Gengi FH í úrslitakeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 Úrslitakeppnin fór ekki fram 2018-19 Átta liða úrslit 2017-18 2. sæti 2016-17 2. sæti 2015-16 Átta liða úrslit 2014-15 Átta liða úrslit 2013-14 Undanúrslit 2012-13 Undanúrslit 2011-12 2. sæti
HBStatz tölurnar frá síðasta tímabili Sóknarleikur FH 2019/20 í tölum HBStatz Mörk skoruð í leik - 2. sæti (30,1) Skotnýting - 6. sæti (60,6%) Vítanýting - 9. sæti (72,7%) Hraðaupphlaupsmörk - 2. sæti (72) Stoðsendingar í leik - 3. sæti (12,3) Tapaðir boltar í leik - 1. sæti (7,6) Vörn og markvarsla FH 2019/20 í tölum HBStatz Mörk fengin á sig í leik - 5. sæti (26,8) Hlutfallsmarkvarsla - 3. sæti (33,8%) Varin víti - 2. sæti (15) Stolnir boltar - 2. sæti (93) Varin skot í vörn - 3. sæti (53) Lögleg stopp í leik - 3. sæti (21,1)
Komnir: Eiríkur Guðni Þórarinsson frá FH Farnir: Jóhann Birgir Ingvarsson til HK Sigurður Dan Óskarsson til Stjörnunnar
Markvörður: Phil Döhler Vinstra horn: Arnar Freyr Ársælsson Vinstri skytta: Bjarni Ófeigur Valdimarsson Miðja: Ásbjörn Friðriksson Hægri skytta: Einar Rafn Eiðsson Hægra horn: Birgir Már Birgisson Lína: Ágúst Birgisson
Hversu langt síðan að Valur ... . .. varð Íslandsmeistari: 3 ár (2017) ... varð deildarmeistari: 0 ár (2020) ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 0 ár (2020) ... varð bikarmeistari: 3 ár (2017) ... komst í bikarúrslit: 1 ár (2019) ... komst ekki í úrslitakeppni: 7 ár (2013) ... komst í undanúrslit: 1 ár (2019) ... komst í lokaúrslit: 3 ár (2017) ... féll úr deildinni: 58 ár (1962) ... kom upp í deildina: 55 ár (1965) Gengi Vals í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 Deildarmeistari 2018-19 3. sæti í deildinni 2017-18 4. sæti í deildinni 2016-17 7. sæti í deildinni 2015-16 2. sæti í deildinni 2014-15 Deildarmeistari 2013-14 3. sæti í deildinni 2012-13 7. sæti í deildinni 2011-12 6. sæti í deildinni Gengi Vals í úrslitakeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 Úrslitakeppnin fór ekki fram 2018-19 Undanúrslit 2017-18 Átta liða úrslit 2016-17 Íslandsmeistari 2015-16 Undanúrslit 2014-15 Undanúrslit 2013-14 Undanúrslit 2012-13 Ekki í úrslitakeppni 2011-12 Ekki í úrslitakeppni
HBStatz tölurnar frá síðasta tímabili Sóknarleikur Vals 2019/20 í tölum HBStatz Mörk skoruð í leik - 5. sæti (27,9) Skotnýting - 5. sæti (61,0%) Vítanýting - 4. sæti (82,6%) Hraðaupphlaupsmörk - 4. sæti (67) Stoðsendingar í leik - 8. sæti (10,5) Tapaðir boltar í leik - 4. sæti (8,6) Vörn og markvarsla Vals 2019/20 í tölum HBStatz Mörk fengin á sig í leik - 1. sæti (24,2) Hlutfallsmarkvarsla - 1. sæti (35,5%) Varin víti - 6. sæti (14) Stolnir boltar - 4. sæti (86) Varin skot í vörn - 8. sæti (45) Lögleg stopp í leik - 4. sæti (20,9)
Komnir: Martin Nagy frá Pick Szeged (Ungverjalandi) Einar Baldvin Baldvinsson frá Selfossi Tumi Steinn Rúnarsson frá Aftureldingu Þorgeir Bjarki Davíðsson frá HK Farnir: Daníel Freyr Andrésson til GUIF (Svíþjóð) Ásgeir Snær Vignisson til ÍBV
Markvörður: Martin Nagy Vinstra horn: Vignir Stefánsson Vinstri skytta: Magnús Óli Magnússon Miðja: Anton Rúnarsson Hægri skytta: Agnar Smári Jónsson Hægra horn: Finnur Ingi Stefánsson Lína: Þorgils Jón Svölu Baldursson
Hversu langt síðan að Haukaliðið ... ... varð Íslandsmeistari: 4 ár (2016) ... varð deildarmeistari: 1 ár (2019) ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 1 ár (2019) ... varð bikarmeistari: 6 ár (2014) ... komst í bikarúrslit: 6 ár (2014) ... komst ekki í úrslitakeppni: 9 ár (2011) ... komst í undanúrslit: 1 ár (2019) ... komst í lokaúrslit: 1 ár (2019) ... féll úr deildinni: 33 ár (1987) ... kom upp í deildina: 30 ár (1990) Gengi Haukar í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 4. sæti í deildinni 2018-19 Deildarmeistari 2017-18 5. sæti í deildinni 2016-17 3. sæti í deildinni 2015-16 Deildarmeistari 2014-15 5. sæti í deildinni 2013-14 Deildarmeistari 2012-13 Deildarmeistari 2011-12 Deildarmeistari Gengi Haukar í úrslitakeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 Úrslitakeppnin fór ekki fram 2018-19 2. sæti 2017-18 Undanúrslit 2016-17 Átta liða úrslit 2015-16 Íslandsmeistari 2014-15 Íslandsmeistari 2013-14 2. sæti 2012-13 2. sæti 2011-12 Undanúrslit
HBStatz tölurnar frá síðasta tímabili Sóknarleikur Hauka 2019/20 í tölum HBStatz Mörk skoruð í leik - 6. sæti (27,4) Skotnýting - 7. sæti (58,3%) Vítanýting - 10. sæti (72,4%) Hraðaupphlaupsmörk - 5. sæti (62) Stoðsendingar í leik - 2. sæti (12,5) Tapaðir boltar í leik - 8. sæti (10,9) Vörn og markvarsla Hauka 2019/20 í tölum HBStatz Mörk fengin á sig í leik - 3. sæti (26,2) Hlutfallsmarkvarsla - 2. sæti (35,1%) Varin víti - 2. sæti (15) Stolnir boltar - 12. sæti (52) Varin skot í vörn - 4. sæti (47) Lögleg stopp í leik - 10. sæti (16,6)
Komnir: Björgvin Páll Gústavsson frá Skjern (Danmörku) Þráinn Orri Jónsson frá Bjerringbro-Silkeborg (Danmörku) Geir Guðmundsson frá Cesson-Rennes (Frakklandi) Stefán Huldar Stefánsson frá HK Farnir: Ásgeir Örn Hallgrímsson hættur Vignir Svavarsson hættur Halldór Ingi Jónasson til Aftureldingar (lán) Stefán Huldar Stefánsson til Gróttu (lán) Grétar Ari Guðjónsson til Nice (Frakklandi) Gunnar Dal Hlynsson til Gróttu (lán) Hjörtur Ingi Halldórsson til HK Jason Guðnason hættur Einar Pétur Pétursson til HK
Markvörður: Björgvin Páll Gústavsson Vinstra horn: Orri Freyr Þorkelsson Vinstri skytta: Adam Haukur Baumruk Miðja: Tjörvi Þorgeirsson Hægri skytta: Geir Guðmundsson Hægra horn: Brynjólfur Snær Brynjólfsson Lína: Heimir Óli Heimisson
Olís-deild karla FH Valur Haukar Tengdar fréttir Spáin fyrir Olís-deild karla 2020-21: Liðin sem langar og vilja vera í toppbaráttunni (4.-7. sæti) Vísir spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla og nú er komið að liðunum sem berjast um heimavallarrétt í úrslitakeppninni. 9. september 2020 12:00 Spáin fyrir Olís-deild karla 2020-21: Slagurinn um síðasta sætið í úrslitakeppninni (8.-9. sæti) Vísir spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla og nú er komið að liðunum sem berjast um síðasta sætið sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppninni. 8. september 2020 12:00 Spáin fyrir Olís-deild karla 2020-21: Hvaða lið fara á Grillið? (10.-12. sæti) Vísir spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla og byrjar á fallbaráttunni. 7. september 2020 13:00 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Sjá meira
Spáin fyrir Olís-deild karla 2020-21: Liðin sem langar og vilja vera í toppbaráttunni (4.-7. sæti) Vísir spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla og nú er komið að liðunum sem berjast um heimavallarrétt í úrslitakeppninni. 9. september 2020 12:00
Spáin fyrir Olís-deild karla 2020-21: Slagurinn um síðasta sætið í úrslitakeppninni (8.-9. sæti) Vísir spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla og nú er komið að liðunum sem berjast um síðasta sætið sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppninni. 8. september 2020 12:00
Spáin fyrir Olís-deild karla 2020-21: Hvaða lið fara á Grillið? (10.-12. sæti) Vísir spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla og byrjar á fallbaráttunni. 7. september 2020 13:00