Búist er við fjölgun í hópi þeirra sem glíma við síþreytu eftir kórónuveirusmit Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. september 2020 15:00 Guðrún Sæmundsdóttir, formaður ME félagsins. BALDUR HRAFNKELL Búist er við fjölgun í hópi þeirra sem glíma við síþreytu eftir kórónuveirusmit að sögn formmans ME félagsins. Þrír greindust með veiruna innanlands í gær. Í kvöldfréttum Stöðvar2 í gær sögðum við frá því að dæmi eru um að fólk sé óvinnufært vegna þreytu eftir kórónuveirusmit og að vísbendingar séu um að veirusýkingin geti valdið ólæknandi sjúkdómnum ME sem oft er kallaður síþreyta. Guðrún Sæmundsdóttir, formaður ME félagsins segir að dæmi séu um að fólk sem smitaðist af kórónuveirunni hafi haft samband við félagið vegna síþreytu í kjölfar smits. „ME getur verið að koma í kjölfarið á slæmum veirusýkingum og Covid-19 er það“ sagði Guðrún Sæmundsdóttir, formaður ME félagsins. Hún hefur áhyggjur af greiningaferlinu sem innan tíðar mun heyra undir heilsugæsluna. „Heilsugæslan greinir ekki eða hefur ekki greint ME. Við erum með nöfn á átta læknum sem hafa tekið að sér að greina ME sjúklinga. Greiningin og meðferðin á að fara fram innan heilsugæslunnar en hún býður ekki upp á þá meðferð núna en það er stefna stjórnvalda að greining og öll meðferð fari þar fram,“ sagði Guðrún. Því óttast hún læknar þar hafi ekki þekkingu til að greina sjúkdóminn og af þeim sökum verði hætta á rangri greiningu og vísun í rangar meðferðir. Greiningaferli flókið Greiningaferli ME sjúkdómsins getur ekki hafist fyrr en sex mánuðum eftir veikindi. „Fólk verður að hafa verið með örmögnun í að minnsta kosti hálft ár eftir veikindi. Það er ekki hægt að greina ME áður“ sagði Guðrún. Um hálft ár er frá því að fyrsta kórónuveirusmitið greindist hér á landi. Í ljósi þess segist hún eiga von á að fleiri hafi samband við félagið vegna síþreytu. „Ég á von á því já. Ég vil endilega koma því á framfæri að fólk hafi samband við okkur í félaginu. Við erum ekki læknar en við getum hjálpað til við að leiðbeina af okkar reynslu um það hvernig hægt er að halda einkennunum niðri og öðlast betri lífsgæði.“ sagði Guðrún. Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands síðasta sólarhringinn og voru þeir allir í sóttkví. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira
Búist er við fjölgun í hópi þeirra sem glíma við síþreytu eftir kórónuveirusmit að sögn formmans ME félagsins. Þrír greindust með veiruna innanlands í gær. Í kvöldfréttum Stöðvar2 í gær sögðum við frá því að dæmi eru um að fólk sé óvinnufært vegna þreytu eftir kórónuveirusmit og að vísbendingar séu um að veirusýkingin geti valdið ólæknandi sjúkdómnum ME sem oft er kallaður síþreyta. Guðrún Sæmundsdóttir, formaður ME félagsins segir að dæmi séu um að fólk sem smitaðist af kórónuveirunni hafi haft samband við félagið vegna síþreytu í kjölfar smits. „ME getur verið að koma í kjölfarið á slæmum veirusýkingum og Covid-19 er það“ sagði Guðrún Sæmundsdóttir, formaður ME félagsins. Hún hefur áhyggjur af greiningaferlinu sem innan tíðar mun heyra undir heilsugæsluna. „Heilsugæslan greinir ekki eða hefur ekki greint ME. Við erum með nöfn á átta læknum sem hafa tekið að sér að greina ME sjúklinga. Greiningin og meðferðin á að fara fram innan heilsugæslunnar en hún býður ekki upp á þá meðferð núna en það er stefna stjórnvalda að greining og öll meðferð fari þar fram,“ sagði Guðrún. Því óttast hún læknar þar hafi ekki þekkingu til að greina sjúkdóminn og af þeim sökum verði hætta á rangri greiningu og vísun í rangar meðferðir. Greiningaferli flókið Greiningaferli ME sjúkdómsins getur ekki hafist fyrr en sex mánuðum eftir veikindi. „Fólk verður að hafa verið með örmögnun í að minnsta kosti hálft ár eftir veikindi. Það er ekki hægt að greina ME áður“ sagði Guðrún. Um hálft ár er frá því að fyrsta kórónuveirusmitið greindist hér á landi. Í ljósi þess segist hún eiga von á að fleiri hafi samband við félagið vegna síþreytu. „Ég á von á því já. Ég vil endilega koma því á framfæri að fólk hafi samband við okkur í félaginu. Við erum ekki læknar en við getum hjálpað til við að leiðbeina af okkar reynslu um það hvernig hægt er að halda einkennunum niðri og öðlast betri lífsgæði.“ sagði Guðrún. Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands síðasta sólarhringinn og voru þeir allir í sóttkví.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira