Var vakandi alla nóttina fyrir slysið við Tjarnarvelli Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. september 2020 18:28 Frá vettvangi slyssins. Rannsóknarnefnd Samgönguslysa Ökumaður bíls sem lenti í hörðum árekstri á Reykjanesbraut í október 2018 hafði verið vakandi alla nóttina áður en slysið varð og sennilegt er að hann hafi sofnað við aksturinn. Farþegi bílsins sem lést í slysinu var ekki spenntur í öryggisbelti og telur Rannsóknarnefnd samgönguslysa að hann hefði líklega lifað slysið af, hefði hann verið spenntur í belti. Skýrsla Rannsóknarnefndar um slysið, sem varð undir morgun þann 28. október 2018, var birt undir lok vikunnar. Ökumaðurinn ók bifreiðinni, sem var af gerðinni Peugeot, yfir á rangan vegarhelming við Tjarnarvelli þar sem hún lenti í hörðum árekstri við Kia-bifreið úr gagnstæðri átt. Enginn farþegi var í Kia-bifreiðinni en ökumaður hennar hlaut talsverða áverka. Farþeginn í Peugeot-bílnum var ekki í öryggisbelti og kastaðist fram á mælaborðið við áreksturinn. Við það hlaut hann banvæna höfuðáverka. Ökumaður bílsins var spenntur í belti og hlaut áverka á hné og brjóstkassa. Hann kvaðst ekki muna eftir að hafa ekið yfir á rangan vegarhelming og telur nefndin líklegt að hann hafi sofnað undir stýri. Hann sagðist hafa vakað alla nóttina áður. Rannsóknarnefndin telur mikilvægt að brýna fyrir ökumönnum og farþegum að nota ávallt öryggisbelti. Þá sé brýnt að ökumenn forðist að aka þreyttir. „Eins ættu allir að vera á verði og gera athugasemdir við ferðaáætlanir vina og ættingja ef sýnt er að þær geri ekki ráð fyrir nægjanlegri hvíld ökumanns,“ segir í skýrslu nefndarinnar. Samgönguslys Hafnarfjörður Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fleiri fréttir „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Sjá meira
Ökumaður bíls sem lenti í hörðum árekstri á Reykjanesbraut í október 2018 hafði verið vakandi alla nóttina áður en slysið varð og sennilegt er að hann hafi sofnað við aksturinn. Farþegi bílsins sem lést í slysinu var ekki spenntur í öryggisbelti og telur Rannsóknarnefnd samgönguslysa að hann hefði líklega lifað slysið af, hefði hann verið spenntur í belti. Skýrsla Rannsóknarnefndar um slysið, sem varð undir morgun þann 28. október 2018, var birt undir lok vikunnar. Ökumaðurinn ók bifreiðinni, sem var af gerðinni Peugeot, yfir á rangan vegarhelming við Tjarnarvelli þar sem hún lenti í hörðum árekstri við Kia-bifreið úr gagnstæðri átt. Enginn farþegi var í Kia-bifreiðinni en ökumaður hennar hlaut talsverða áverka. Farþeginn í Peugeot-bílnum var ekki í öryggisbelti og kastaðist fram á mælaborðið við áreksturinn. Við það hlaut hann banvæna höfuðáverka. Ökumaður bílsins var spenntur í belti og hlaut áverka á hné og brjóstkassa. Hann kvaðst ekki muna eftir að hafa ekið yfir á rangan vegarhelming og telur nefndin líklegt að hann hafi sofnað undir stýri. Hann sagðist hafa vakað alla nóttina áður. Rannsóknarnefndin telur mikilvægt að brýna fyrir ökumönnum og farþegum að nota ávallt öryggisbelti. Þá sé brýnt að ökumenn forðist að aka þreyttir. „Eins ættu allir að vera á verði og gera athugasemdir við ferðaáætlanir vina og ættingja ef sýnt er að þær geri ekki ráð fyrir nægjanlegri hvíld ökumanns,“ segir í skýrslu nefndarinnar.
Samgönguslys Hafnarfjörður Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fleiri fréttir „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Sjá meira