Ríkisábyrgð á lánum til Icelandair verður að lögum í kvöld Heimir Már Pétursson skrifar 4. september 2020 19:20 Frumvarp fjármálaráðherra um ríkisábyrgð á lánalínum til Icelandair verður væntanlega að lögum síðar í kvöld. Ábyrgðin nær eingöngu til flugrekstrar félagsins í millilandaflugi. Píratar hafa einir þingflokka lýst yfir að þeir muni greiða atkvæði gegn frumvarpinu. Önnur umræða um frumvarp til fjáraukalaga sem felur í sér allt að 15 milljarða ríkisábyrgð á lánalínum til Icelandair hófst síðdegis og reiknað er með að frumvarpið verði að lögum í kvöld. Fjárlaganefnd gerði þá breytingu á frumvarpi fjármálaráðherra að ábyrgðin nær eingöngu til lána sem nýtist í flugstarfsemi Icelandair í millilandaflugi til og frá landinu en megi ekki nýta til annarrar starfsemi félagsins. Steinunn Þóra Árnadóttir þingmaður Vinstri grænna segir aðstoð ríkisins við Icelandair felast í að vera síðast inn með fjármuni og fyrst út.Vísir/Vilhelm Steinunn Þóra Árnadóttir framsögumaður meirihluta fjárlaganefndar segir ríkar ástæður þurfa að liggja fyrir því að ríkisaðstoð sé veitt til einkafyrirtækis á markaði. „Enda sé aðstoð almennings við einkafyrirtæki aldrei sjálfsögð og ríkir almannahagsmunir verði að vera að veði og við teljum að svo sé,“ sagði Steinunn Þóra. Aðgerð stjórnvalda miði við að Icelandair endurreisi eigin rekstur og því sé ríkisábyrgðin þrautavaraleið. „En hugmyndafræðin er sú að ríkið sé síðast inn með peninga og fyrst út. Þannig náist markmið ríkisins að veita ákveðna vörn fyrir ófyrirséðum aðstæðum verði rekstraraðstæður erfiðari á næstu misserum en áætlanir félagsins gera ráð fyrir. En líka að lágmarka áhættu almennings,“ sagði Steinunn Þóra þegar hún mælti fyrir frumvarpinu í dag. Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar segir veðin sem ríkið fái fyrir ríkisábyrgðina á lánum til Icelandair ekki vera nógu góð.Vísir/Vilhelm Ágúst Ólafur Ágústsson fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd sagði fáa efast um mikilvægi Icelandair fyrir samgöngur til og frá landinu og atvinnulíf. En Ríkisendurskoðun hafi meðal annars bent á að veð fyrir láni til Icelandair væru ekki næg. Fimmtán milljarðar væru há upphæð. „Til að setja þessa tölu í samhengi þá er þetta hærri upphæð en allar barnabætur landsmanna. Þetta er einnig hærri upphæð heldur en það sem þessi ríkisstjórn setur í húsnæðisstuðning til allra landsmanna,“ sagði Ágúst Ólafur. Píratar lýstu því yfir fyrir atkvæðagreiðsluna um frumvarpið að þingmenn flokksins myndu greiða atkvæði gegn frumvarpinu.Vísir/Vilhelm Þingmenn Pírata ætla að greiða atkvæði gegn frumvarpinu og sendu frá sér yfirlýsingu þar að lútandi í dag. Megin ástæða þeirra er einföld einis og fram kom í ræðu Björns Leví Gunnarssonar fulltrúa flokksins í fjárlaganefnd nú síðdegis. „Icelandair þarf ekki ríkisábyrgð. Það eru kröfuhafarnir sem vilja ríkisábyrgð,“ sagði Björn Leví. Icelandair Fjárlagafrumvarp 2020 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samgöngur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Píratar segja afdráttarlaust nei við milljörðum til Icelandair Píratar vonast til að geta talað ríkisstjórnina af ríkisábyrgð fyrir Icelandair. Flokkurinn segir ríkisstjórnina virðast ætla að leggja allt sitt undir til að tóra fram yfir kosningar. 4. september 2020 15:57 Þess vegna erum við á móti ríkisábyrgð fyrir Icelandair Þingflokkur Pírata greiðir í dag atkvæði gegn því að veita Icelandair Group ríkisábyrgð upp á 15 milljarða króna. Upplýst ákvarðanataka er leiðarstef í grunnstefnu Pírata og þetta er ekki léttvæg ákvörðun, enda er Icelandair félag með langa sögu, hefur verið stór vinnuveitandi og mikilvægur hlekkur í samgöngum þjóðarinnar. 4. september 2020 14:57 Nær öllum flugferðum Icelandair aflýst í dag Átján flugferðum Icelandair til og frá landinu í dag hefur verið aflýst. 4. september 2020 10:35 Flugfreyjur í skert starfshlutfall Flugfreyjur og flugþjónar Icelandair verða í 75% starfshlutfalli næstu átta mánuði. 2. september 2020 17:07 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Frumvarp fjármálaráðherra um ríkisábyrgð á lánalínum til Icelandair verður væntanlega að lögum síðar í kvöld. Ábyrgðin nær eingöngu til flugrekstrar félagsins í millilandaflugi. Píratar hafa einir þingflokka lýst yfir að þeir muni greiða atkvæði gegn frumvarpinu. Önnur umræða um frumvarp til fjáraukalaga sem felur í sér allt að 15 milljarða ríkisábyrgð á lánalínum til Icelandair hófst síðdegis og reiknað er með að frumvarpið verði að lögum í kvöld. Fjárlaganefnd gerði þá breytingu á frumvarpi fjármálaráðherra að ábyrgðin nær eingöngu til lána sem nýtist í flugstarfsemi Icelandair í millilandaflugi til og frá landinu en megi ekki nýta til annarrar starfsemi félagsins. Steinunn Þóra Árnadóttir þingmaður Vinstri grænna segir aðstoð ríkisins við Icelandair felast í að vera síðast inn með fjármuni og fyrst út.Vísir/Vilhelm Steinunn Þóra Árnadóttir framsögumaður meirihluta fjárlaganefndar segir ríkar ástæður þurfa að liggja fyrir því að ríkisaðstoð sé veitt til einkafyrirtækis á markaði. „Enda sé aðstoð almennings við einkafyrirtæki aldrei sjálfsögð og ríkir almannahagsmunir verði að vera að veði og við teljum að svo sé,“ sagði Steinunn Þóra. Aðgerð stjórnvalda miði við að Icelandair endurreisi eigin rekstur og því sé ríkisábyrgðin þrautavaraleið. „En hugmyndafræðin er sú að ríkið sé síðast inn með peninga og fyrst út. Þannig náist markmið ríkisins að veita ákveðna vörn fyrir ófyrirséðum aðstæðum verði rekstraraðstæður erfiðari á næstu misserum en áætlanir félagsins gera ráð fyrir. En líka að lágmarka áhættu almennings,“ sagði Steinunn Þóra þegar hún mælti fyrir frumvarpinu í dag. Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar segir veðin sem ríkið fái fyrir ríkisábyrgðina á lánum til Icelandair ekki vera nógu góð.Vísir/Vilhelm Ágúst Ólafur Ágústsson fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd sagði fáa efast um mikilvægi Icelandair fyrir samgöngur til og frá landinu og atvinnulíf. En Ríkisendurskoðun hafi meðal annars bent á að veð fyrir láni til Icelandair væru ekki næg. Fimmtán milljarðar væru há upphæð. „Til að setja þessa tölu í samhengi þá er þetta hærri upphæð en allar barnabætur landsmanna. Þetta er einnig hærri upphæð heldur en það sem þessi ríkisstjórn setur í húsnæðisstuðning til allra landsmanna,“ sagði Ágúst Ólafur. Píratar lýstu því yfir fyrir atkvæðagreiðsluna um frumvarpið að þingmenn flokksins myndu greiða atkvæði gegn frumvarpinu.Vísir/Vilhelm Þingmenn Pírata ætla að greiða atkvæði gegn frumvarpinu og sendu frá sér yfirlýsingu þar að lútandi í dag. Megin ástæða þeirra er einföld einis og fram kom í ræðu Björns Leví Gunnarssonar fulltrúa flokksins í fjárlaganefnd nú síðdegis. „Icelandair þarf ekki ríkisábyrgð. Það eru kröfuhafarnir sem vilja ríkisábyrgð,“ sagði Björn Leví.
Icelandair Fjárlagafrumvarp 2020 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samgöngur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Píratar segja afdráttarlaust nei við milljörðum til Icelandair Píratar vonast til að geta talað ríkisstjórnina af ríkisábyrgð fyrir Icelandair. Flokkurinn segir ríkisstjórnina virðast ætla að leggja allt sitt undir til að tóra fram yfir kosningar. 4. september 2020 15:57 Þess vegna erum við á móti ríkisábyrgð fyrir Icelandair Þingflokkur Pírata greiðir í dag atkvæði gegn því að veita Icelandair Group ríkisábyrgð upp á 15 milljarða króna. Upplýst ákvarðanataka er leiðarstef í grunnstefnu Pírata og þetta er ekki léttvæg ákvörðun, enda er Icelandair félag með langa sögu, hefur verið stór vinnuveitandi og mikilvægur hlekkur í samgöngum þjóðarinnar. 4. september 2020 14:57 Nær öllum flugferðum Icelandair aflýst í dag Átján flugferðum Icelandair til og frá landinu í dag hefur verið aflýst. 4. september 2020 10:35 Flugfreyjur í skert starfshlutfall Flugfreyjur og flugþjónar Icelandair verða í 75% starfshlutfalli næstu átta mánuði. 2. september 2020 17:07 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Píratar segja afdráttarlaust nei við milljörðum til Icelandair Píratar vonast til að geta talað ríkisstjórnina af ríkisábyrgð fyrir Icelandair. Flokkurinn segir ríkisstjórnina virðast ætla að leggja allt sitt undir til að tóra fram yfir kosningar. 4. september 2020 15:57
Þess vegna erum við á móti ríkisábyrgð fyrir Icelandair Þingflokkur Pírata greiðir í dag atkvæði gegn því að veita Icelandair Group ríkisábyrgð upp á 15 milljarða króna. Upplýst ákvarðanataka er leiðarstef í grunnstefnu Pírata og þetta er ekki léttvæg ákvörðun, enda er Icelandair félag með langa sögu, hefur verið stór vinnuveitandi og mikilvægur hlekkur í samgöngum þjóðarinnar. 4. september 2020 14:57
Nær öllum flugferðum Icelandair aflýst í dag Átján flugferðum Icelandair til og frá landinu í dag hefur verið aflýst. 4. september 2020 10:35
Flugfreyjur í skert starfshlutfall Flugfreyjur og flugþjónar Icelandair verða í 75% starfshlutfalli næstu átta mánuði. 2. september 2020 17:07