Hlutdeildarlánin samþykkt á Alþingi Sylvía Hall skrifar 3. september 2020 22:51 Ásmundur Einar segist fagna því að frumvarpið hafi verið samþykkt, enda hafi þetta verið eitt af hans helstu áherslumálum innan ríkisstjórnarinnar. Vísir/Vilhelm Frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, um hlutdeildarlán við fyrstu kaup var samþykkt í kvöld. Láninu er ætlað að auðvelda tekju- og eignalitlum einstaklingum að eignast sína fyrstu íbúð. Hlutdeildarlánin voru kynnt fyrr í sumar en þau eru að skoskri fyrirmynd. Með tilkomu hlutdeildarlánanna þarf kaupandi að leggja til að lágmarki 5 prósent eigið fé og taka 75 prósenta fasteignalán hjá lánastofnun, en hlutdeildarlánin geta numið allt að 20 prósentum af kaupverði. Þá fylgja hvorki vextir né afborganir hlutdeildarlánunum á lánstímanum. Endurgreiða þarf lánið þegar íbúðin er seld og nemur endurgreiðslufjárhæðin sama hlutfalli af söluverðinu við endurgreiðslu og upphafleg lánveiting nam af kaupverði. Dæmi: Kaupverð fasteignar er 40 milljónir og hlutdeildarlán hljóðar upp á 20% af kaupverðinu eða sem samsvarar 8 milljónum króna. Tíu árum síðar er eignin seld fyrir 50 milljónir króna. Þá eru tuttugu prósentin endurgreidd, nema hlutfallið reiknast nú af nýja fasteignaverðinu og nemur endurgreiðslan því 10 milljónum kr. Þannig nýtur ríkið sem lánveitandi einnig góðs af hækkun fasteignaverðs, ólíkt öðrum lánveitendum á húsnæðismarkaði. Í tilkynningu um samþykkt frumvarpsins segist Ásmundur Einar fagna því að hlutdeildarlánin verði að veruleika. Með þeim sé verið að taka mikilvægt skref í áttina að því að lækka þröskuld ungs fólks og tekjulágra inn á fasteignamarkaðinn. „Lægstu tekjutíundir hafa verið fastar á leigumarkaði og við vitum að mikill meirihluti þeirra vill komast í eigið húsnæði. Nú er ríkið að stíga myndarlegt skref til þess að aðstoða þetta fólk og við sem samfélag erum að segja að við sættum okkur ekki við að einungis þeir sem eru með sterkt bakland eigi að geta eignast eigið húsnæði,“ segir Ásmundur Einar. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Félagsmál Húsnæðismál Tengdar fréttir Auðvelda fyrstu kaup með hlutdeildarlánum Félags- og barnamálaráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um hlutdeildarlán. Markmið frumvarpsins er að auðvelda tekju- og eignalitlum einstaklingum að eignast sína fyrstu íbúð 11. júní 2020 12:25 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Sjá meira
Frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, um hlutdeildarlán við fyrstu kaup var samþykkt í kvöld. Láninu er ætlað að auðvelda tekju- og eignalitlum einstaklingum að eignast sína fyrstu íbúð. Hlutdeildarlánin voru kynnt fyrr í sumar en þau eru að skoskri fyrirmynd. Með tilkomu hlutdeildarlánanna þarf kaupandi að leggja til að lágmarki 5 prósent eigið fé og taka 75 prósenta fasteignalán hjá lánastofnun, en hlutdeildarlánin geta numið allt að 20 prósentum af kaupverði. Þá fylgja hvorki vextir né afborganir hlutdeildarlánunum á lánstímanum. Endurgreiða þarf lánið þegar íbúðin er seld og nemur endurgreiðslufjárhæðin sama hlutfalli af söluverðinu við endurgreiðslu og upphafleg lánveiting nam af kaupverði. Dæmi: Kaupverð fasteignar er 40 milljónir og hlutdeildarlán hljóðar upp á 20% af kaupverðinu eða sem samsvarar 8 milljónum króna. Tíu árum síðar er eignin seld fyrir 50 milljónir króna. Þá eru tuttugu prósentin endurgreidd, nema hlutfallið reiknast nú af nýja fasteignaverðinu og nemur endurgreiðslan því 10 milljónum kr. Þannig nýtur ríkið sem lánveitandi einnig góðs af hækkun fasteignaverðs, ólíkt öðrum lánveitendum á húsnæðismarkaði. Í tilkynningu um samþykkt frumvarpsins segist Ásmundur Einar fagna því að hlutdeildarlánin verði að veruleika. Með þeim sé verið að taka mikilvægt skref í áttina að því að lækka þröskuld ungs fólks og tekjulágra inn á fasteignamarkaðinn. „Lægstu tekjutíundir hafa verið fastar á leigumarkaði og við vitum að mikill meirihluti þeirra vill komast í eigið húsnæði. Nú er ríkið að stíga myndarlegt skref til þess að aðstoða þetta fólk og við sem samfélag erum að segja að við sættum okkur ekki við að einungis þeir sem eru með sterkt bakland eigi að geta eignast eigið húsnæði,“ segir Ásmundur Einar.
Dæmi: Kaupverð fasteignar er 40 milljónir og hlutdeildarlán hljóðar upp á 20% af kaupverðinu eða sem samsvarar 8 milljónum króna. Tíu árum síðar er eignin seld fyrir 50 milljónir króna. Þá eru tuttugu prósentin endurgreidd, nema hlutfallið reiknast nú af nýja fasteignaverðinu og nemur endurgreiðslan því 10 milljónum kr. Þannig nýtur ríkið sem lánveitandi einnig góðs af hækkun fasteignaverðs, ólíkt öðrum lánveitendum á húsnæðismarkaði.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Félagsmál Húsnæðismál Tengdar fréttir Auðvelda fyrstu kaup með hlutdeildarlánum Félags- og barnamálaráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um hlutdeildarlán. Markmið frumvarpsins er að auðvelda tekju- og eignalitlum einstaklingum að eignast sína fyrstu íbúð 11. júní 2020 12:25 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Sjá meira
Auðvelda fyrstu kaup með hlutdeildarlánum Félags- og barnamálaráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um hlutdeildarlán. Markmið frumvarpsins er að auðvelda tekju- og eignalitlum einstaklingum að eignast sína fyrstu íbúð 11. júní 2020 12:25