„Hræðileg tilfinning að vera fastur úti í vatni“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. september 2020 17:31 Skotveiðimaðurinn sem var hætt kominn eftir að hafa fest sig í leðju í Sandvatni á Haukadalsheiði í nótt segir það hafa verið hræðilegt að verða jafn bjargarlaus og raun bar vitni. Hann segir að þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hafi honum ekki með nokkru móti náð að losa sig og þakkar björgunarsveitum fyrir að hafa komið sér til bjargar. „Atvik sem þetta minnir mann á að hætturnar leynast víða sama hversu vel undirbúinn maður er. Sem betur fer var ég ekki einn á ferð og vorum við tveir með fullhlaðna síma, en það var heppni að símasamband var á staðnum,“ segir maðurinn, sem vill ekki láta nafn síns getið. Skórnir sem maðurinn var í. „Þetta var eitthvað annað“ „Það er hræðileg tilfinning að vera fastur úti í vatni og vera algjörlega bjargarlaus. Þeir sem þekkja til vita að botninn í Sandvatni er leðjukenndur en þetta var eitthvað annað,“ bætir hann við, en hátt í þrjátíu björgunarsveitarmenn auk Landhelgisgæslunnar tóku þátt í að losa manninn úr leðjunni. Aðgerðirnar tóku hátt í þrjár klukkustundir. „Ég steig í holu fulla af leir sem að varð við það eins og steypuklumpur utanum vöðluskóinn. Ég var fastur, gat ekki farið úr vöðlunum og var mikið vatn komið inná mig þar sem ég reyndi að teygja mig niður og klóra mig útúr aðstæðum. Það hafði lítið uppá sig og því ekkert annað í stöðunni en að kalla eftir aðstoð. Það verður að teljast þvílík gæfa og forréttindi að eiga jafn öflugar björgunarsveitir og viðbragðsaðila, sem stóðu sig öll eins og hetjur.“ Manninn sakaði ekki en hann var þó orðinn kaldur og þreyttur. Hann ítrekar þakkir sínar í garð björgunarfólks, sem hafi sýnt mikla fagmennsku í erfiðum aðstæðum. Með vatnsyfirborðið upp á höku klukkutímunum saman Guðmundur R. Magnússon, stýrimaður og sigmaður hjá Landhelgisgæslunni, var einn þeirra sem tók þátt í aðgerðunum. Hann segir að um hafi verið að ræða krefjandi, og raunar afar hættulegar aðstæður. „Við vorum kölluð út vegna strandaglóps – en það kom í ljós að maðurinn var ekki bara strandaglópur heldur fastur í leðju. Þegar við komum á staðinn voru björgunarsveitarmenn með slöngubáta og mannskap og byrjaðir að reyna að grafa hann upp. Hann var í rauninni bara fastur fyrir neðan ökkla og í jökulleir sem var búinn að setjast fast að fætinum og bara eins og steypa,“ segir Guðmundur. „Þetta var svolítið krefjandi. Maður þurfti að vera á hnjánum með vatnsyfirborðið upp á höku, að róta frá bæði með skóflum og fingrunum og menn voru búnir að vinna sig í gegnum nokkra vettlinga til að róta í sandinum.“ Aðspurður segir Guðmundur að björgunarfólki líði ágætlega í svona aðstæðum, enda þrautþjálfað og vant erfiðum aðstæðum. „Við erum þjálfuð til þess að gera það sem maður þarf að gera þannig að í sjálfu sér líður manni bara vel. Maður er kannski pínu stressaður yfir velferð skjólstæðingsins. Það var greinilegt að honum leið illa, enda búinn að vera fastur lengi.“ Guðmundur Ragnar Magnússon, stýrimaður og sigmaður hjá Landhelgisgæslunni, tók þátt í aðgerðunum í dag.Vísir/Stöð 2 Landhelgisgæslan Bláskógabyggð Tengdar fréttir Björguðu manni sem hafði sokkið djúpt með annan fótinn í sand Lögreglan á Suðurlandi var kölluð út um klukkan tíu í gærkvöldi vegna skotveiðimanns sem hafði sokkið í sandinn í Sandvatni á Haukadalsheiði, sunnan Langjökuls. 3. september 2020 08:57 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Skotveiðimaðurinn sem var hætt kominn eftir að hafa fest sig í leðju í Sandvatni á Haukadalsheiði í nótt segir það hafa verið hræðilegt að verða jafn bjargarlaus og raun bar vitni. Hann segir að þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hafi honum ekki með nokkru móti náð að losa sig og þakkar björgunarsveitum fyrir að hafa komið sér til bjargar. „Atvik sem þetta minnir mann á að hætturnar leynast víða sama hversu vel undirbúinn maður er. Sem betur fer var ég ekki einn á ferð og vorum við tveir með fullhlaðna síma, en það var heppni að símasamband var á staðnum,“ segir maðurinn, sem vill ekki láta nafn síns getið. Skórnir sem maðurinn var í. „Þetta var eitthvað annað“ „Það er hræðileg tilfinning að vera fastur úti í vatni og vera algjörlega bjargarlaus. Þeir sem þekkja til vita að botninn í Sandvatni er leðjukenndur en þetta var eitthvað annað,“ bætir hann við, en hátt í þrjátíu björgunarsveitarmenn auk Landhelgisgæslunnar tóku þátt í að losa manninn úr leðjunni. Aðgerðirnar tóku hátt í þrjár klukkustundir. „Ég steig í holu fulla af leir sem að varð við það eins og steypuklumpur utanum vöðluskóinn. Ég var fastur, gat ekki farið úr vöðlunum og var mikið vatn komið inná mig þar sem ég reyndi að teygja mig niður og klóra mig útúr aðstæðum. Það hafði lítið uppá sig og því ekkert annað í stöðunni en að kalla eftir aðstoð. Það verður að teljast þvílík gæfa og forréttindi að eiga jafn öflugar björgunarsveitir og viðbragðsaðila, sem stóðu sig öll eins og hetjur.“ Manninn sakaði ekki en hann var þó orðinn kaldur og þreyttur. Hann ítrekar þakkir sínar í garð björgunarfólks, sem hafi sýnt mikla fagmennsku í erfiðum aðstæðum. Með vatnsyfirborðið upp á höku klukkutímunum saman Guðmundur R. Magnússon, stýrimaður og sigmaður hjá Landhelgisgæslunni, var einn þeirra sem tók þátt í aðgerðunum. Hann segir að um hafi verið að ræða krefjandi, og raunar afar hættulegar aðstæður. „Við vorum kölluð út vegna strandaglóps – en það kom í ljós að maðurinn var ekki bara strandaglópur heldur fastur í leðju. Þegar við komum á staðinn voru björgunarsveitarmenn með slöngubáta og mannskap og byrjaðir að reyna að grafa hann upp. Hann var í rauninni bara fastur fyrir neðan ökkla og í jökulleir sem var búinn að setjast fast að fætinum og bara eins og steypa,“ segir Guðmundur. „Þetta var svolítið krefjandi. Maður þurfti að vera á hnjánum með vatnsyfirborðið upp á höku, að róta frá bæði með skóflum og fingrunum og menn voru búnir að vinna sig í gegnum nokkra vettlinga til að róta í sandinum.“ Aðspurður segir Guðmundur að björgunarfólki líði ágætlega í svona aðstæðum, enda þrautþjálfað og vant erfiðum aðstæðum. „Við erum þjálfuð til þess að gera það sem maður þarf að gera þannig að í sjálfu sér líður manni bara vel. Maður er kannski pínu stressaður yfir velferð skjólstæðingsins. Það var greinilegt að honum leið illa, enda búinn að vera fastur lengi.“ Guðmundur Ragnar Magnússon, stýrimaður og sigmaður hjá Landhelgisgæslunni, tók þátt í aðgerðunum í dag.Vísir/Stöð 2
Landhelgisgæslan Bláskógabyggð Tengdar fréttir Björguðu manni sem hafði sokkið djúpt með annan fótinn í sand Lögreglan á Suðurlandi var kölluð út um klukkan tíu í gærkvöldi vegna skotveiðimanns sem hafði sokkið í sandinn í Sandvatni á Haukadalsheiði, sunnan Langjökuls. 3. september 2020 08:57 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Björguðu manni sem hafði sokkið djúpt með annan fótinn í sand Lögreglan á Suðurlandi var kölluð út um klukkan tíu í gærkvöldi vegna skotveiðimanns sem hafði sokkið í sandinn í Sandvatni á Haukadalsheiði, sunnan Langjökuls. 3. september 2020 08:57