Lögregla sneri aftur að heimili Hagen-hjónanna Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. september 2020 16:56 Frá heimili Hagen-hjónanna skömmu eftir að hann var handtekinn í lok apríl. Lögregla hefur haft mikla viðveru í húsinu síðan þá. Vísir/EPA Lögregla í Noregi hélt áfram rannsókn á heimili hjónanna Tom og Anne-Elisabeth Hagen í Lørenskog í morgun. Lögregla hefur ekki viljað tjá sig um það hvað verið að rannsaka á heimilinu nú en um mánuður er síðan lögreglumenn voru síðast í húsinu. Lögregla telur að hús hjónanna við Sloraveien sé vettvangur morðsins á Anne-Elisabeth en ekkert hefur spurst til hennar síðan 31. október 2018. Tom Hagen er grunaður um að hafa banað henni eða átt aðild að andláti hennar. Hann hefur verið laus úr haldi síðan í maí og neitar sök. Lögregla hefur haft mikla viðveru á heimilinu síðan Anne-Elisabeth hvarf, einkum strax eftir að Tom var handtekinn í lok apríl. Lögregla óskaði síðast eftir því í ágúst að fá að hafa húsið til umráða í þrjá mánuði. Dómari úrskurðaði hins vegar að lögregla mætti aðeins hafa húsið í mánuð, eða fram til 21. september næstkomandi. Ekki hefur sést til lögreglu við húsið eftir að beiðnin var lögð fram fyrr en nú. Rannsóknarlögreglumenn voru mættir að húsinu snemma í morgun en yfirgáfu svæðið um klukkan hálf tvö síðdegis að norskum tíma. Ekkert hefur fengist gefið upp um ástæður rannsóknarinnar nú og vísar lögregla til rannsóknarhagsmuna í samtali við norska ríkissjónvarpið, NRK. Anne-Elisabeth var heima hjá sér að Sloraveien þegar hún var numin á brott eða myrt, ef marka má þau gögn sem fram hafa komið í málinu. Þannig var hún í húsinu þegar hún ræddi við son sinn í síma að morgni 31. október 2018. Enginn hefur séð eða heyrt Anne-Elisabeth á lífi síðan. Húsið hefur verið skráð alfarið á nafn Toms Hagen síðan á tíunda áratug síðustu aldar. Tom lýsti því í yfirheyrslu hjá lögreglu að hann hefði orðið hræddur um að honum yrði úthýst af heimilinu á sínum tíma og því fengið kaupmála þeirra hjóna breytt á umræddan hátt. Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Leita nýs vitnis í Hagen-málinu Lögregla í Noregi vill nú ná tali af manni sem sást á upptökum öryggismyndavéla í Lørenskógi þann 31. október 2018, daginn sem Anne-Elisabeth Hagen hvarf. 1. júlí 2020 23:57 Síðasta símtalið var við soninn Anne-Elisabeth Hagen hringdi í son sinn að morgni 31. október 2018. 30. júní 2020 23:27 Varð hræddur og skráði húsið á sig Norski auðkýfingurinn Tom Hagen kveðst hafa orðið hræddur um að honum yrði úthýst af heimili sínu og eiginkonu sinnar, Anne-Elisabeth Hagen, á tíunda áratug síðustu aldar. 24. júní 2020 10:44 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Sjá meira
Lögregla í Noregi hélt áfram rannsókn á heimili hjónanna Tom og Anne-Elisabeth Hagen í Lørenskog í morgun. Lögregla hefur ekki viljað tjá sig um það hvað verið að rannsaka á heimilinu nú en um mánuður er síðan lögreglumenn voru síðast í húsinu. Lögregla telur að hús hjónanna við Sloraveien sé vettvangur morðsins á Anne-Elisabeth en ekkert hefur spurst til hennar síðan 31. október 2018. Tom Hagen er grunaður um að hafa banað henni eða átt aðild að andláti hennar. Hann hefur verið laus úr haldi síðan í maí og neitar sök. Lögregla hefur haft mikla viðveru á heimilinu síðan Anne-Elisabeth hvarf, einkum strax eftir að Tom var handtekinn í lok apríl. Lögregla óskaði síðast eftir því í ágúst að fá að hafa húsið til umráða í þrjá mánuði. Dómari úrskurðaði hins vegar að lögregla mætti aðeins hafa húsið í mánuð, eða fram til 21. september næstkomandi. Ekki hefur sést til lögreglu við húsið eftir að beiðnin var lögð fram fyrr en nú. Rannsóknarlögreglumenn voru mættir að húsinu snemma í morgun en yfirgáfu svæðið um klukkan hálf tvö síðdegis að norskum tíma. Ekkert hefur fengist gefið upp um ástæður rannsóknarinnar nú og vísar lögregla til rannsóknarhagsmuna í samtali við norska ríkissjónvarpið, NRK. Anne-Elisabeth var heima hjá sér að Sloraveien þegar hún var numin á brott eða myrt, ef marka má þau gögn sem fram hafa komið í málinu. Þannig var hún í húsinu þegar hún ræddi við son sinn í síma að morgni 31. október 2018. Enginn hefur séð eða heyrt Anne-Elisabeth á lífi síðan. Húsið hefur verið skráð alfarið á nafn Toms Hagen síðan á tíunda áratug síðustu aldar. Tom lýsti því í yfirheyrslu hjá lögreglu að hann hefði orðið hræddur um að honum yrði úthýst af heimilinu á sínum tíma og því fengið kaupmála þeirra hjóna breytt á umræddan hátt.
Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Leita nýs vitnis í Hagen-málinu Lögregla í Noregi vill nú ná tali af manni sem sást á upptökum öryggismyndavéla í Lørenskógi þann 31. október 2018, daginn sem Anne-Elisabeth Hagen hvarf. 1. júlí 2020 23:57 Síðasta símtalið var við soninn Anne-Elisabeth Hagen hringdi í son sinn að morgni 31. október 2018. 30. júní 2020 23:27 Varð hræddur og skráði húsið á sig Norski auðkýfingurinn Tom Hagen kveðst hafa orðið hræddur um að honum yrði úthýst af heimili sínu og eiginkonu sinnar, Anne-Elisabeth Hagen, á tíunda áratug síðustu aldar. 24. júní 2020 10:44 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Sjá meira
Leita nýs vitnis í Hagen-málinu Lögregla í Noregi vill nú ná tali af manni sem sást á upptökum öryggismyndavéla í Lørenskógi þann 31. október 2018, daginn sem Anne-Elisabeth Hagen hvarf. 1. júlí 2020 23:57
Síðasta símtalið var við soninn Anne-Elisabeth Hagen hringdi í son sinn að morgni 31. október 2018. 30. júní 2020 23:27
Varð hræddur og skráði húsið á sig Norski auðkýfingurinn Tom Hagen kveðst hafa orðið hræddur um að honum yrði úthýst af heimili sínu og eiginkonu sinnar, Anne-Elisabeth Hagen, á tíunda áratug síðustu aldar. 24. júní 2020 10:44