Lögregla sneri aftur að heimili Hagen-hjónanna Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. september 2020 16:56 Frá heimili Hagen-hjónanna skömmu eftir að hann var handtekinn í lok apríl. Lögregla hefur haft mikla viðveru í húsinu síðan þá. Vísir/EPA Lögregla í Noregi hélt áfram rannsókn á heimili hjónanna Tom og Anne-Elisabeth Hagen í Lørenskog í morgun. Lögregla hefur ekki viljað tjá sig um það hvað verið að rannsaka á heimilinu nú en um mánuður er síðan lögreglumenn voru síðast í húsinu. Lögregla telur að hús hjónanna við Sloraveien sé vettvangur morðsins á Anne-Elisabeth en ekkert hefur spurst til hennar síðan 31. október 2018. Tom Hagen er grunaður um að hafa banað henni eða átt aðild að andláti hennar. Hann hefur verið laus úr haldi síðan í maí og neitar sök. Lögregla hefur haft mikla viðveru á heimilinu síðan Anne-Elisabeth hvarf, einkum strax eftir að Tom var handtekinn í lok apríl. Lögregla óskaði síðast eftir því í ágúst að fá að hafa húsið til umráða í þrjá mánuði. Dómari úrskurðaði hins vegar að lögregla mætti aðeins hafa húsið í mánuð, eða fram til 21. september næstkomandi. Ekki hefur sést til lögreglu við húsið eftir að beiðnin var lögð fram fyrr en nú. Rannsóknarlögreglumenn voru mættir að húsinu snemma í morgun en yfirgáfu svæðið um klukkan hálf tvö síðdegis að norskum tíma. Ekkert hefur fengist gefið upp um ástæður rannsóknarinnar nú og vísar lögregla til rannsóknarhagsmuna í samtali við norska ríkissjónvarpið, NRK. Anne-Elisabeth var heima hjá sér að Sloraveien þegar hún var numin á brott eða myrt, ef marka má þau gögn sem fram hafa komið í málinu. Þannig var hún í húsinu þegar hún ræddi við son sinn í síma að morgni 31. október 2018. Enginn hefur séð eða heyrt Anne-Elisabeth á lífi síðan. Húsið hefur verið skráð alfarið á nafn Toms Hagen síðan á tíunda áratug síðustu aldar. Tom lýsti því í yfirheyrslu hjá lögreglu að hann hefði orðið hræddur um að honum yrði úthýst af heimilinu á sínum tíma og því fengið kaupmála þeirra hjóna breytt á umræddan hátt. Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Leita nýs vitnis í Hagen-málinu Lögregla í Noregi vill nú ná tali af manni sem sást á upptökum öryggismyndavéla í Lørenskógi þann 31. október 2018, daginn sem Anne-Elisabeth Hagen hvarf. 1. júlí 2020 23:57 Síðasta símtalið var við soninn Anne-Elisabeth Hagen hringdi í son sinn að morgni 31. október 2018. 30. júní 2020 23:27 Varð hræddur og skráði húsið á sig Norski auðkýfingurinn Tom Hagen kveðst hafa orðið hræddur um að honum yrði úthýst af heimili sínu og eiginkonu sinnar, Anne-Elisabeth Hagen, á tíunda áratug síðustu aldar. 24. júní 2020 10:44 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Sjá meira
Lögregla í Noregi hélt áfram rannsókn á heimili hjónanna Tom og Anne-Elisabeth Hagen í Lørenskog í morgun. Lögregla hefur ekki viljað tjá sig um það hvað verið að rannsaka á heimilinu nú en um mánuður er síðan lögreglumenn voru síðast í húsinu. Lögregla telur að hús hjónanna við Sloraveien sé vettvangur morðsins á Anne-Elisabeth en ekkert hefur spurst til hennar síðan 31. október 2018. Tom Hagen er grunaður um að hafa banað henni eða átt aðild að andláti hennar. Hann hefur verið laus úr haldi síðan í maí og neitar sök. Lögregla hefur haft mikla viðveru á heimilinu síðan Anne-Elisabeth hvarf, einkum strax eftir að Tom var handtekinn í lok apríl. Lögregla óskaði síðast eftir því í ágúst að fá að hafa húsið til umráða í þrjá mánuði. Dómari úrskurðaði hins vegar að lögregla mætti aðeins hafa húsið í mánuð, eða fram til 21. september næstkomandi. Ekki hefur sést til lögreglu við húsið eftir að beiðnin var lögð fram fyrr en nú. Rannsóknarlögreglumenn voru mættir að húsinu snemma í morgun en yfirgáfu svæðið um klukkan hálf tvö síðdegis að norskum tíma. Ekkert hefur fengist gefið upp um ástæður rannsóknarinnar nú og vísar lögregla til rannsóknarhagsmuna í samtali við norska ríkissjónvarpið, NRK. Anne-Elisabeth var heima hjá sér að Sloraveien þegar hún var numin á brott eða myrt, ef marka má þau gögn sem fram hafa komið í málinu. Þannig var hún í húsinu þegar hún ræddi við son sinn í síma að morgni 31. október 2018. Enginn hefur séð eða heyrt Anne-Elisabeth á lífi síðan. Húsið hefur verið skráð alfarið á nafn Toms Hagen síðan á tíunda áratug síðustu aldar. Tom lýsti því í yfirheyrslu hjá lögreglu að hann hefði orðið hræddur um að honum yrði úthýst af heimilinu á sínum tíma og því fengið kaupmála þeirra hjóna breytt á umræddan hátt.
Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Leita nýs vitnis í Hagen-málinu Lögregla í Noregi vill nú ná tali af manni sem sást á upptökum öryggismyndavéla í Lørenskógi þann 31. október 2018, daginn sem Anne-Elisabeth Hagen hvarf. 1. júlí 2020 23:57 Síðasta símtalið var við soninn Anne-Elisabeth Hagen hringdi í son sinn að morgni 31. október 2018. 30. júní 2020 23:27 Varð hræddur og skráði húsið á sig Norski auðkýfingurinn Tom Hagen kveðst hafa orðið hræddur um að honum yrði úthýst af heimili sínu og eiginkonu sinnar, Anne-Elisabeth Hagen, á tíunda áratug síðustu aldar. 24. júní 2020 10:44 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Sjá meira
Leita nýs vitnis í Hagen-málinu Lögregla í Noregi vill nú ná tali af manni sem sást á upptökum öryggismyndavéla í Lørenskógi þann 31. október 2018, daginn sem Anne-Elisabeth Hagen hvarf. 1. júlí 2020 23:57
Síðasta símtalið var við soninn Anne-Elisabeth Hagen hringdi í son sinn að morgni 31. október 2018. 30. júní 2020 23:27
Varð hræddur og skráði húsið á sig Norski auðkýfingurinn Tom Hagen kveðst hafa orðið hræddur um að honum yrði úthýst af heimili sínu og eiginkonu sinnar, Anne-Elisabeth Hagen, á tíunda áratug síðustu aldar. 24. júní 2020 10:44