Telur njósnamálið í Danmörku snerta Íslendinga beint Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. september 2020 12:38 Smári McCarthy, þingmaður Pírata. Vísir/vilhelm Smári McCarthy, þingmaður Pírata, segir að njósnamál sem kom upp nýverið í Danmörku tengist Íslendingum beint. Utanríkisráðherra telur að stjórnvöld hér á landi hafi ekki verið nógu vakandi í netöryggismálum. Smári hefur óskað eftir því að utanríkismálanefnd þingsins taki njósnamálið danska fyrir og að nefndin krefjist skýringa frá dönskum yfirvöldum. Á þingi í dag vakti Smári athygli á njósnahneyksli sem skekið hefur danska stjórnkerfið að undanförnu eftir að upp komst að leyniþjónusta danska hersins veitti Þjóðaröryggistofnun Bandaríkjanna (NSA) aðgang að ljósleiðurum, sem gerði NSA meðal annars kleift að fylgjast með símtölum, sms skilaboðum og tölvupósti sem fóru um ljósleiðarann, nær öllum rafrænum sendingum dönsku þjóðarinnar. „Þetta eru óþægilegar fréttir fyrir margra hluta sakir, ekki síst vegna þess að þetta snertir Íslendinga með beinum hætti. Öll fjarskipti Íslendinga fara í gegnum þrjá sæstrengi sem allir liggja í gegnum danskt yfirráðasvæði. Allir tölvupóstarnir, öll skjölin, allir fjarfundirnir, öll okkar fjarskipti fara í gegnum þessa sæstrengi,“ sagði Smári McCarthy í óundirburnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.vísir/vilhelm Þar beindi hann þeirri spurningu að Guðlaugi Þór Þórðarssyni, hvort að hann hefði rætt málið við norræna kollega sína, hvort að bandarísk yfirvöld hafi farið fram á það með beinum hætti að njósna hér á landi og hvort ráðherra hafi leitast eftir upplýsingum um málið. Vill að utanríkismálanefnd taki málið fyrir Í svari ráðherra kom fram að hann teldi málið alvarlegt og til stæði að ræða það sérstaklega á fundi norrænna ráðherra sem fram færi á næstunni. Telur hann yfirvöld hér á landi þurfi að beina sjónum sínum að netöryggismálum. „Ég ligg ekkert á þeirri skoðun minni að mér finnst við ekki vera nógu vakandi þegar kemur að þeim málaflokki,“ sagði Guðlaugur Þór sem var sammála Smára að um þjóðaröryggismál væri að ræða. Enginn hafi hins vegar komið til hans frá Bandaríkjunum eða öðrum ríkjum til að fá leyfi ráðherra til að njósna um Íslendinga. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur Smári óskað eftir því að málið verði tekið fyrir á vettvangi utanríkismálanefndar þingsins, óskað verði eftir upplýsingum um málið frá utanríkisráðuneytinu, auk þess að krafist verði skýringa frá dönskum stjórnvöldum, mögulega bandarískum. Alþingi Bandaríkin Danmörk Tölvuárásir Utanríkismál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Smári McCarthy, þingmaður Pírata, segir að njósnamál sem kom upp nýverið í Danmörku tengist Íslendingum beint. Utanríkisráðherra telur að stjórnvöld hér á landi hafi ekki verið nógu vakandi í netöryggismálum. Smári hefur óskað eftir því að utanríkismálanefnd þingsins taki njósnamálið danska fyrir og að nefndin krefjist skýringa frá dönskum yfirvöldum. Á þingi í dag vakti Smári athygli á njósnahneyksli sem skekið hefur danska stjórnkerfið að undanförnu eftir að upp komst að leyniþjónusta danska hersins veitti Þjóðaröryggistofnun Bandaríkjanna (NSA) aðgang að ljósleiðurum, sem gerði NSA meðal annars kleift að fylgjast með símtölum, sms skilaboðum og tölvupósti sem fóru um ljósleiðarann, nær öllum rafrænum sendingum dönsku þjóðarinnar. „Þetta eru óþægilegar fréttir fyrir margra hluta sakir, ekki síst vegna þess að þetta snertir Íslendinga með beinum hætti. Öll fjarskipti Íslendinga fara í gegnum þrjá sæstrengi sem allir liggja í gegnum danskt yfirráðasvæði. Allir tölvupóstarnir, öll skjölin, allir fjarfundirnir, öll okkar fjarskipti fara í gegnum þessa sæstrengi,“ sagði Smári McCarthy í óundirburnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.vísir/vilhelm Þar beindi hann þeirri spurningu að Guðlaugi Þór Þórðarssyni, hvort að hann hefði rætt málið við norræna kollega sína, hvort að bandarísk yfirvöld hafi farið fram á það með beinum hætti að njósna hér á landi og hvort ráðherra hafi leitast eftir upplýsingum um málið. Vill að utanríkismálanefnd taki málið fyrir Í svari ráðherra kom fram að hann teldi málið alvarlegt og til stæði að ræða það sérstaklega á fundi norrænna ráðherra sem fram færi á næstunni. Telur hann yfirvöld hér á landi þurfi að beina sjónum sínum að netöryggismálum. „Ég ligg ekkert á þeirri skoðun minni að mér finnst við ekki vera nógu vakandi þegar kemur að þeim málaflokki,“ sagði Guðlaugur Þór sem var sammála Smára að um þjóðaröryggismál væri að ræða. Enginn hafi hins vegar komið til hans frá Bandaríkjunum eða öðrum ríkjum til að fá leyfi ráðherra til að njósna um Íslendinga. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur Smári óskað eftir því að málið verði tekið fyrir á vettvangi utanríkismálanefndar þingsins, óskað verði eftir upplýsingum um málið frá utanríkisráðuneytinu, auk þess að krafist verði skýringa frá dönskum stjórnvöldum, mögulega bandarískum.
Alþingi Bandaríkin Danmörk Tölvuárásir Utanríkismál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira