Gylfi Þór orðaður við lið í Bandaríkjunum | Rodriguez að skrifa undir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. september 2020 21:30 Gylfi Þór Sigurðsson er orðaður við lið í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. vísir/getty Svo virðist sem landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson gæti verið á förum frá enska úrvalsdeildarfélaginu Everton en hann er orðaður við bandaríska félagið DC United. Talið er að James Rodriguez skrifi undir hjá Everton á næstu dögum. Þá ku Gonzalo Higuain einnig vera á óskalista DC United. Gylfi Þór Sigurðsson gæti verið á leið í MLS-deildina í Bandaríkjunum ef marka má heimildir vefmiðilsins The Athletic. Þær herma að félagið hafi þegar sett sig í samband við þá sem sjá um mál Gylfa og stefni að því að fá hann í sínar raðir. Það er þó tekið fram að Gylfi gæti verið hjá Everton þangað til samningur hans rennur út árið 2022. Þá er sagt að ekkert lið í MLS-deildinni geti borgað honum sömu laun og hann er með hjá Everton, rúmlega 100 þúsund pund á viku. Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Gylfa Þórs undanfarna mánuði en hann segir að svo lengi sem Carlo Ancelotti - þjálfari liðsins - sé sáttur þá sé honum alveg sama hvað er sagt í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Argentíski framherjinn Gonzalo Higuaín einnig á óskalista DC United sem og annarra liða í deildinni en hann er án félags eftir að hafa verið látinn fara frá Ítalíumeisturum Juventus á dögunum. Það virðist aðeins vera tímaspursmál hvenær Everton staðfestir kaup sín á James Rodriguez, kólumbíska miðjumanni Real Madrid. Hvaða áhrif það hefur á stöðu Gylfa hjá félaginu verður að koma í ljós en Rodrigues líður iðulega best í stöðunni á bakvið fremsta mann. Everton have agreed to a three-year deal for Real Madrid s James Rodriguez, according to @JBurtTelegraph Soon pic.twitter.com/4RKYzmGR27— B/R Football (@brfootball) September 1, 2020 Wayne Rooney spilaði með DC United frá 2018 til 2020. Skoraði hann 23 mörk í 48 leikjum fyrir félagið. Fótbolti Enski boltinn MLS Mest lesið Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Fleiri fréttir Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Sjá meira
Svo virðist sem landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson gæti verið á förum frá enska úrvalsdeildarfélaginu Everton en hann er orðaður við bandaríska félagið DC United. Talið er að James Rodriguez skrifi undir hjá Everton á næstu dögum. Þá ku Gonzalo Higuain einnig vera á óskalista DC United. Gylfi Þór Sigurðsson gæti verið á leið í MLS-deildina í Bandaríkjunum ef marka má heimildir vefmiðilsins The Athletic. Þær herma að félagið hafi þegar sett sig í samband við þá sem sjá um mál Gylfa og stefni að því að fá hann í sínar raðir. Það er þó tekið fram að Gylfi gæti verið hjá Everton þangað til samningur hans rennur út árið 2022. Þá er sagt að ekkert lið í MLS-deildinni geti borgað honum sömu laun og hann er með hjá Everton, rúmlega 100 þúsund pund á viku. Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Gylfa Þórs undanfarna mánuði en hann segir að svo lengi sem Carlo Ancelotti - þjálfari liðsins - sé sáttur þá sé honum alveg sama hvað er sagt í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Argentíski framherjinn Gonzalo Higuaín einnig á óskalista DC United sem og annarra liða í deildinni en hann er án félags eftir að hafa verið látinn fara frá Ítalíumeisturum Juventus á dögunum. Það virðist aðeins vera tímaspursmál hvenær Everton staðfestir kaup sín á James Rodriguez, kólumbíska miðjumanni Real Madrid. Hvaða áhrif það hefur á stöðu Gylfa hjá félaginu verður að koma í ljós en Rodrigues líður iðulega best í stöðunni á bakvið fremsta mann. Everton have agreed to a three-year deal for Real Madrid s James Rodriguez, according to @JBurtTelegraph Soon pic.twitter.com/4RKYzmGR27— B/R Football (@brfootball) September 1, 2020 Wayne Rooney spilaði með DC United frá 2018 til 2020. Skoraði hann 23 mörk í 48 leikjum fyrir félagið.
Fótbolti Enski boltinn MLS Mest lesið Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Fleiri fréttir Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Sjá meira