Meta hvort heilbrigðiskerfið uppfylli ólíkar þarfir kynjanna Kjartan Kjartansson skrifar 1. september 2020 17:35 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, ákvað að láta kortleggja heilsufar landsmanna út frá kynja- og jafnréttissjónarmiðum. Vísir/Vilhelm Lagt verður mat á hvort heilbrigðisþjónustan taki mið af ólíkum þörfum kynjanna í rannsókn sem heilbrigðisráðuneytið hefur samið við félagsvísindasvið Háskóla Íslands um að gera. Vísbendingar eru um að konur búi að nokkru leyti við lakari heilsu en karlar. Markmiðið rannsóknarinnar er að greina kynbundin mun á heilsufari og í hverju hann felst og hvort þjónusta heilbrigðiskerfisins mæti ólíkum þörfum kynjanna sem skyldi. Við greininguna verður jafnframt horft til þess að fleiri þættir en kyn skilgreina stöðu fólks og geta haft áhrif á heilsufar þeirra. Gagnaöflun vegna rannsóknarinnar er þegar hafin og er búist við að niðurstöður verði kynntar í skýrslu fyrir lok ársins. Finnborg S. Steinþórsdóttir, nýdoktor í kynjafræði, annast rannsóknina, að því er kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Við rannsóknina verður byggt á gögnum úr heilbrigðiskerfinu og almannatryggingakerfinu auk niðurstaðna ýmissa kannana sem tengjast lífsháttum og lýðheilsu. Í greiningunni verða upplýsingar um fjölskyldugerð, efnahag, menntun, neysluvenjur, lyfjanotkun, slys, sjúkdóma, örorku, bólusetningar og margt fleira skoðað. Fyrirmynd verkefnisins eru niðurstöður nefndar heilbrigðisráðherra um heilsufar kvenna frá árinu 2000. Þær voru að konur búi að nokkru leyti við lakara heilsufar en karlar, að þær nýti heilbrigðisþjónustuna meira en þeir, séu sendar í fleiri rannsóknir, fái oftar sjúkdómsgreiningu og meðferð og sé ávísað lyfjum í meira mæli en körlum. Heilbrigðismál Jafnréttismál Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Lagt verður mat á hvort heilbrigðisþjónustan taki mið af ólíkum þörfum kynjanna í rannsókn sem heilbrigðisráðuneytið hefur samið við félagsvísindasvið Háskóla Íslands um að gera. Vísbendingar eru um að konur búi að nokkru leyti við lakari heilsu en karlar. Markmiðið rannsóknarinnar er að greina kynbundin mun á heilsufari og í hverju hann felst og hvort þjónusta heilbrigðiskerfisins mæti ólíkum þörfum kynjanna sem skyldi. Við greininguna verður jafnframt horft til þess að fleiri þættir en kyn skilgreina stöðu fólks og geta haft áhrif á heilsufar þeirra. Gagnaöflun vegna rannsóknarinnar er þegar hafin og er búist við að niðurstöður verði kynntar í skýrslu fyrir lok ársins. Finnborg S. Steinþórsdóttir, nýdoktor í kynjafræði, annast rannsóknina, að því er kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Við rannsóknina verður byggt á gögnum úr heilbrigðiskerfinu og almannatryggingakerfinu auk niðurstaðna ýmissa kannana sem tengjast lífsháttum og lýðheilsu. Í greiningunni verða upplýsingar um fjölskyldugerð, efnahag, menntun, neysluvenjur, lyfjanotkun, slys, sjúkdóma, örorku, bólusetningar og margt fleira skoðað. Fyrirmynd verkefnisins eru niðurstöður nefndar heilbrigðisráðherra um heilsufar kvenna frá árinu 2000. Þær voru að konur búi að nokkru leyti við lakara heilsufar en karlar, að þær nýti heilbrigðisþjónustuna meira en þeir, séu sendar í fleiri rannsóknir, fái oftar sjúkdómsgreiningu og meðferð og sé ávísað lyfjum í meira mæli en körlum.
Heilbrigðismál Jafnréttismál Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira