Óljóst hve mikið launin hækka Kolbeinn Tumi Daðason og Birgir Olgeirsson skrifa 1. september 2020 16:27 Guðbjörg Pálsdóttir er formaður Félags hjúkrunarfræðinga. Vísir/Arnar Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, segist rétt vera farin að lesa nýbirtan niðurstöðu gerðardóms í deilu hjúkrunarfræðinga við Ríkið. Hún sér strax ljósa punkta en dregur ekki miklar ályktanir að svo stöddu. Í dómnum kemur fram að ríkið skal leggja Landspítalanum til alls 900 milljónir króna á ári frá deginum í dag til loka gildistíma kjarasamnings deiluaðila. Fjármagninu skal varið til að bæta kjör hjúkrunarfræðinga. Ríkið skuli á sama hátt leggja öðrum heilbrigðisstofnunum til 200 milljónir á ári á sama tímabili. Gerðardómurinn var skipaður í júlí vegna kjaradeilunnar og úrskurðurinn birtur á vef Ríkissáttasemjara í dag. „Það er gott að það er verið að bæta í vissa hluti, eins og sértæk verkefni. En hver hin eiginlega niðurstaða verður fyrir hinn eiginlega félagsmann get ég ekkert sagt um,“ segir Guðbjörg. „Sú vinna sem bíður er að taka upp stofnanasamninga við allar heilbrigðisstofnanir hjá ríkinu og endurskoða í samvinnu við hverja einustu stofnun. Það þarf að gerast hratt og vel af því því á að vera lokið fyrir áramótum. Við einhendum okkur í það að sjálfsögðu og væntum góðs samstarfs frá öllum stofnunum.“ Guðbjörg hefur ekki heyrt hljóðið í félagsmönnum. „Það hefur verið mikil spenna í loftinu undanfarna daga og vikur. Ég er viss um að það verða einhverjir fyrir vonbrigðum að sjá engar ákveðnar tölur eða prósentuhækkanir í gerðardómnum í dag eða hvað þetta þýðir fyrir hvern og einn. En það þarf bara að koma fram í útfærslunni á stofnanasamningnum.“ Framundan er fundur með forsvarsmönnum Landspítalans í vikunni og nú verði bara að leggjast yfir útreikningana. Ýmislegt jákvætt megi sjá í gerðardóminum. „Það koma fram vísbendingar um að hjúkrunafræðingar séu lægra launasettir miðað við þá ábyrgð sem þeir hafa í starfi,“ nefnir Guðbjörg sem dæmi. Viðtalið í heild má sjá að neðan. Kjaramál Landspítalinn Tengdar fréttir Ríkið reiði fram rúman milljarð til að bæta kjör hjúkrunarfræðinga Ríkið skal leggja Landspítalanum til alls 900 milljónir króna á ári frá deginum í dag til loka gildistíma kjarasamnings deiluaðila. 1. september 2020 14:59 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, segist rétt vera farin að lesa nýbirtan niðurstöðu gerðardóms í deilu hjúkrunarfræðinga við Ríkið. Hún sér strax ljósa punkta en dregur ekki miklar ályktanir að svo stöddu. Í dómnum kemur fram að ríkið skal leggja Landspítalanum til alls 900 milljónir króna á ári frá deginum í dag til loka gildistíma kjarasamnings deiluaðila. Fjármagninu skal varið til að bæta kjör hjúkrunarfræðinga. Ríkið skuli á sama hátt leggja öðrum heilbrigðisstofnunum til 200 milljónir á ári á sama tímabili. Gerðardómurinn var skipaður í júlí vegna kjaradeilunnar og úrskurðurinn birtur á vef Ríkissáttasemjara í dag. „Það er gott að það er verið að bæta í vissa hluti, eins og sértæk verkefni. En hver hin eiginlega niðurstaða verður fyrir hinn eiginlega félagsmann get ég ekkert sagt um,“ segir Guðbjörg. „Sú vinna sem bíður er að taka upp stofnanasamninga við allar heilbrigðisstofnanir hjá ríkinu og endurskoða í samvinnu við hverja einustu stofnun. Það þarf að gerast hratt og vel af því því á að vera lokið fyrir áramótum. Við einhendum okkur í það að sjálfsögðu og væntum góðs samstarfs frá öllum stofnunum.“ Guðbjörg hefur ekki heyrt hljóðið í félagsmönnum. „Það hefur verið mikil spenna í loftinu undanfarna daga og vikur. Ég er viss um að það verða einhverjir fyrir vonbrigðum að sjá engar ákveðnar tölur eða prósentuhækkanir í gerðardómnum í dag eða hvað þetta þýðir fyrir hvern og einn. En það þarf bara að koma fram í útfærslunni á stofnanasamningnum.“ Framundan er fundur með forsvarsmönnum Landspítalans í vikunni og nú verði bara að leggjast yfir útreikningana. Ýmislegt jákvætt megi sjá í gerðardóminum. „Það koma fram vísbendingar um að hjúkrunafræðingar séu lægra launasettir miðað við þá ábyrgð sem þeir hafa í starfi,“ nefnir Guðbjörg sem dæmi. Viðtalið í heild má sjá að neðan.
Kjaramál Landspítalinn Tengdar fréttir Ríkið reiði fram rúman milljarð til að bæta kjör hjúkrunarfræðinga Ríkið skal leggja Landspítalanum til alls 900 milljónir króna á ári frá deginum í dag til loka gildistíma kjarasamnings deiluaðila. 1. september 2020 14:59 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Ríkið reiði fram rúman milljarð til að bæta kjör hjúkrunarfræðinga Ríkið skal leggja Landspítalanum til alls 900 milljónir króna á ári frá deginum í dag til loka gildistíma kjarasamnings deiluaðila. 1. september 2020 14:59