Þrengslavegur (39) verður lokaður stærstan hluta morgundagsins vegna malbikunarframkvæmda.
Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir allri umferð verði beint um hjáleið um Hellisheiði.
Er áætlað að framkvæmdirnar standi frá klukkan átta í fyrramálið og til klukkan 21 annað kvöld.