Brothættar byggðir – full neikvætt heiti á verkefni Hjalti Þórðarson skrifar 1. september 2020 11:30 Landsbyggðarmál og landsbyggðin almennt eru stundum til umræðu. Því miður virðist það þó vera svo að lítill áhugi sé á alvöru uppbyggilegri stefnu sem heldur milli kosninga óháð pólítískum átakalínum og getur þar með verið við líði árum og áratugum saman. Hvernig vill þjóðin að landið okkar sé? Hvernig viljum við að byggðin þróist og hvar sé uppbygging til lengri tíma? Viljum við að allur fiskveiðikvótinn sé á hendi örfárra aðila sem geta svo flutt aflann hvert sem er og flutt störf fólks til eins og þeim sýnist? Fylgir því engin ábyrgð að fá aðgang að auðlindum þjóðarinnar t.d. varðandi löndunarstaði og vinnslu? Viljum við aðeins hafa byggð á örlitlum hluta landsins? Eins má spyrja hvort við viljum hafa öflugan landbúnað í landinu eða flytja allt inn? Viljum við hreinlega að allt þróist eftir lögmálum hins sígráðuga, eigingjarna og mannskemmandi markaðsbúskap? Þegar málefnin komast á dagskrá virðast þau, amk eins og það lítur út fyrir hinn almenna borgara, vera rædd og framkvæmd með háværum upphrópunum og oft á tíðum tilgangslitlum séraðgerðum. Lengi hefur verið rekin einhverskonar plástrastefna sem því miður er alltof oft bara til að kasta peningum út um gluggann. Í gangi er nú eitthvað sem heitir því skelfilega og niðurdrepandi nafni „Brothættar byggðir“ þar sem fáeinir bæir og byggðalög er sett í svona „næstum því óbyggilegt“ flokk sem þarf á einhverjum séraðgerðum að halda. Þvílíkt dæmalaust hugmyndaflug. Þeir sem fundu upp þetta heiti eru sennilega með spegil eða brothættan hlut fyrir ofan svefnrúmið hjá sér. Með þessu er verið að segja fólki, bæði sem býr á staðnum og við aðra, að þessi staður sé nánast óbyggilegur og svo viðkvæmur að hann þurfi á sérstakri aðstoð að halda til að lifa af. Nú getur vinahópurinn farið í sumarleyfisferðir og keyrt í gegnum þessa staði og svæði og virt þá fyrir sé og íbúa þess „Góðu félagar, hérna býr fólk sem ríkið styrkir, þetta er fallegur staður en þið skuluð alls ekki setjast hér að í framtíðinni. Staðurinn er svo brothættur.“ Ég tala eflaust fyrir munn margra en af hverju ætti ég að setjast að á Brothættum stað eða ég tala nú ekki um að fjárfesta þar t.d. í húsnæði. Býst jafnvel við að ef mitt byggðarlag lenti í þessum flokki þá myndi ég hugsa mér til hreyfings. Orðið Brothætt er neikvætt, flokkunin er neikvæð og þeir sem hafa grunnskilning á huga fólks vita að neikvæð orð virka alltaf neikvætt. Miklu nær hefði verið að kalla þetta Blómlegar byggðir eða eitthvað annað jákvætt. Hægt er svo að velta því fyrir sér hvort eftirsóknarverðara sé að búa í Brothættri- eða Blómlegri byggð. Hvort er líklegra að fólk taki duglega til hendinni og byggi eitthvað upp til framtíðar í Brothættri- eða Blómlegri byggð. Það sem er brothætt getur brotnað, það sem er blómlegt getur blómstrað. Ég er tilbúinn að búa og byggja eitthvað upp í Blómlegri byggð. Fólk er nefnilega ekki tölur eða hlutir heldur almennt lifandi hugsandi verur. Nei vitleysan er ekki öll eins og heitið Brothættar byggðir sennilega einhver daprasta nafngift á verkefni sem komið hefur fram. Höfundur er íbúi í Skagafirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggðamál Mest lesið Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Landsbyggðarmál og landsbyggðin almennt eru stundum til umræðu. Því miður virðist það þó vera svo að lítill áhugi sé á alvöru uppbyggilegri stefnu sem heldur milli kosninga óháð pólítískum átakalínum og getur þar með verið við líði árum og áratugum saman. Hvernig vill þjóðin að landið okkar sé? Hvernig viljum við að byggðin þróist og hvar sé uppbygging til lengri tíma? Viljum við að allur fiskveiðikvótinn sé á hendi örfárra aðila sem geta svo flutt aflann hvert sem er og flutt störf fólks til eins og þeim sýnist? Fylgir því engin ábyrgð að fá aðgang að auðlindum þjóðarinnar t.d. varðandi löndunarstaði og vinnslu? Viljum við aðeins hafa byggð á örlitlum hluta landsins? Eins má spyrja hvort við viljum hafa öflugan landbúnað í landinu eða flytja allt inn? Viljum við hreinlega að allt þróist eftir lögmálum hins sígráðuga, eigingjarna og mannskemmandi markaðsbúskap? Þegar málefnin komast á dagskrá virðast þau, amk eins og það lítur út fyrir hinn almenna borgara, vera rædd og framkvæmd með háværum upphrópunum og oft á tíðum tilgangslitlum séraðgerðum. Lengi hefur verið rekin einhverskonar plástrastefna sem því miður er alltof oft bara til að kasta peningum út um gluggann. Í gangi er nú eitthvað sem heitir því skelfilega og niðurdrepandi nafni „Brothættar byggðir“ þar sem fáeinir bæir og byggðalög er sett í svona „næstum því óbyggilegt“ flokk sem þarf á einhverjum séraðgerðum að halda. Þvílíkt dæmalaust hugmyndaflug. Þeir sem fundu upp þetta heiti eru sennilega með spegil eða brothættan hlut fyrir ofan svefnrúmið hjá sér. Með þessu er verið að segja fólki, bæði sem býr á staðnum og við aðra, að þessi staður sé nánast óbyggilegur og svo viðkvæmur að hann þurfi á sérstakri aðstoð að halda til að lifa af. Nú getur vinahópurinn farið í sumarleyfisferðir og keyrt í gegnum þessa staði og svæði og virt þá fyrir sé og íbúa þess „Góðu félagar, hérna býr fólk sem ríkið styrkir, þetta er fallegur staður en þið skuluð alls ekki setjast hér að í framtíðinni. Staðurinn er svo brothættur.“ Ég tala eflaust fyrir munn margra en af hverju ætti ég að setjast að á Brothættum stað eða ég tala nú ekki um að fjárfesta þar t.d. í húsnæði. Býst jafnvel við að ef mitt byggðarlag lenti í þessum flokki þá myndi ég hugsa mér til hreyfings. Orðið Brothætt er neikvætt, flokkunin er neikvæð og þeir sem hafa grunnskilning á huga fólks vita að neikvæð orð virka alltaf neikvætt. Miklu nær hefði verið að kalla þetta Blómlegar byggðir eða eitthvað annað jákvætt. Hægt er svo að velta því fyrir sér hvort eftirsóknarverðara sé að búa í Brothættri- eða Blómlegri byggð. Hvort er líklegra að fólk taki duglega til hendinni og byggi eitthvað upp til framtíðar í Brothættri- eða Blómlegri byggð. Það sem er brothætt getur brotnað, það sem er blómlegt getur blómstrað. Ég er tilbúinn að búa og byggja eitthvað upp í Blómlegri byggð. Fólk er nefnilega ekki tölur eða hlutir heldur almennt lifandi hugsandi verur. Nei vitleysan er ekki öll eins og heitið Brothættar byggðir sennilega einhver daprasta nafngift á verkefni sem komið hefur fram. Höfundur er íbúi í Skagafirði.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun