Vélsleðamanni á fertugsaldri sem slasaðist í slysi í Keflavíkurdal í Eyjafirði í kvöld var komið undir læknishendur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á níunda tímanum í kvöld. Talið er að maðurinn hafi farið úr axlarlið.
Lögreglan á Norðurlandi eystra óskaði eftir aðstoð þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar og björgunarsveita vegna slyssins, að því er segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar var óskað eftir aðstoðina þar sem slysið átti sér stað í miklu fjallendi þar sem erfitt var að komast að.
TF-GRO var komin á vettvang klukkan 20:20 og kom manninum undir læknishendur á Akureyri skömmu síðar en þyrlan lenti á þyrlupallinum við sjúkrahúsið stundarfjórðungi fyrir níu.
Að sögn lögreglu er talið að maðurinn hafi farið úr axlarlið og misst stjórn á vélsleða sínum.
