Orsakir og mikilvægi geðheilsu á tímum covid-19 Héðinn Unnsteinsson skrifar 31. ágúst 2020 08:00 Nýverið ferðuðumst við framkvæmdastjóri Geðhjálpar, Grímur Atlason, um nær helming landsins og kynntum okkur heilbrigðis- og félagslegs úrræði, bæði á vegum hins opinbera og frumkvöðla þriðja geirans. Þegar ég tók við formennsku í landssamtökunum vildi ég að félagið starfaði í anda tveggja „slagorða“. Annars vegar gamals slagorðs finnska fyrirtækisins Nokia frá tíunda áratug síðustu aldar, að tengja fólk (e. „connecting people“) og hins vegar tilvitnun sem höfð er eftir Harry S. Truman forseta Bandaríkjanna: „Það er með ólíkindunum hverju þú færð áorkað í lífi þínu, svo framarlega sem þér stendur á sama um hver fær heiðurinn“. Í nýrri stefnu félagsins er hlutverk þess skýrt: Að rækta geðheilsu íslendinga. Framtíðarsýnin er sú að félagið hafi eftir þrjú ár stuðlað að heilsujafnrétti, eflt fræðslu og veitt vandaða ráðgjöf þar sem þörfum allra hópa er mætt af virðingu. Við viljum ástunda framsækni í málaflokknum og þróa snjallar aðferðir sem styðja við þjónustu, fræðslu og hagsmunagæslu í samráði við notendur og aðstandendur. Við viljum ástunda öfluga geðrækt og standa að gerð geðræktarefnis fyrir alla aldurshópa. Síðast en ekki síst viljum við standa vörð um mannréttindi fólks með geðraskanir og aðstandenda þeirra. Eftir ferð okkar Gríms er ég hugsi um það hvernig við öll, sem er umhugað um geðheilsu landsmanna, getum best hugað að henni, ræktað hana og eflt á tímum sem eru krefjandi. Um leið og við í samtökunum Geðhjálp stöndum vörð um gæði þeirrar geðheilbrigðisþjónustu sem er veitt, viljum við nú á næstu misserum einnig beina sjónum okkar að hinum endanum eða orsakaþáttum geðheilsu. Þáttum sem skipa alla máli og við eigum öll sameiginlega. Grunnþáttum eins og svefni, næringu, hreyfingu, bætiefnum, samskiptum, streitu o.s.frv. Það er ástæða fyrir því að eitt af fjórum fagsviðum Landlæknisembættið er lýðheilsa (áður áhrifaþættir heilbrigðis) og tólf af sjötíu starfsmönnum embættisins sinna orsakaþáttum heilsu. Í Morgunblaðinu í síðustu viku (28.08.20) var sérblað um heilsu. Þar var m.a. viðtal við Elísabetu Reynisdóttur næringafræðing sem lærði fagið til að ná tökum á eigin heilsu. Elísabet ræðir m.a. um áhrif áfalla á lífsleiðinni og tekur þar með að mínu mati undir þá áherslubreytingu sem er að verða í geðheilbrigðismálum, þ.e. að litið sé í auknu mæli til orsaka og orsakamynstra er kemur að því að bregðast við röskunum en ekki einungis reynt að sefa afleiðingar. Elísabet talar einnig um hið fornkveðna, mikilvægi þess að nálgast líkama og geð sem eina heild. Reyndar talar Elísabet um andlega heilsu en ekki geðheilsu. Hvort forskeytið eigum við að nota? Við Grímur heimsóttum fólk og úrræði í þremur stórum sveitarfélögum á landsbyggðinni. Heilt yfir var staðan svipuð. Fjárhagsáætlanir sveitarfélaga eru í smíðum og töluverður niðurskurður er framundan á meðan starfsfólki þykir einsýnt að álag muni aukast. Sömu sögu er að segja af stofnunum og úrræðum ríkisins á sömu stöðum. Búist er við auknu álagi samhliða niðurskurði. Aðilar þriðja geirans eru með margar góðar hugmyndir en þær kalla á samvinnu og stuðning hins opinbera til þess að komast í framkvæmd. Samvinnu. Eftir þessa 1500 km. ferð þótti mér þrennt standa upp úr. Í fyrsta lagi eru skipulagheildirnar of margar í okkar fámenna samfélagi. Í öðru lagi skortir þau sem vinna að geðheilsu, frá orsökum að afleiðingum, frá geðheilsu í samfélagi að geðröskunum í geðheilsuteymum, félagsþjónustu sveitarfélaga og að starfsendurhæfingu, aukna fjármuni, mannafla og umfram allt samhæfingu á milli kerfa. Í þriðja lagi þurfum við sem þjóð á öllum okkar styrk að halda, þ.e. umburðarlyndi, skilning og aðlögunarhæfni, til þess að standa hvert með öðru, sýna skilning, hlusta og vera til staðar bæði fyrir okkur sjálf og aðra. Við þurfum að standa vörð um sameiginlega geðheilsu. E.t.v. þarf sameiginlegan eða einstakan samfélagssáttmála þegar geta almannaþjónustunnar dregst svo mikið saman um leið og þörfin eykst. Í huglægum málaflokki þar sem greiningar eru byggðar á hugsun, einhverju sem við höfum aldrei geta skilgreint og oft ekki skilið, þá liggur í hlutarins eðlis að það eru fáir mælikvarðar til á geðheilsu. Einn mælikvarði er þó til og hefur verið til umfjöllunnar undanfarna daga, þ.e. hlutfall þeirra sem falla fyrir eigin hendi af 100.000 íbúum. Við höfum í gegnum árin veigrað okkur við að ræða þennan mælikvarða opinberlega. Ræða þann geðheilsubrest sem býr að baki sjálfsvígi og þann skyndilega missi, sársauka og sorg sem situr eftir hjá aðstandendum. Nú þegar þróun félagslegra- og efnahagslegra orsakaþátta heilbrigðis bendir til þess að það verði áskorun að viðhalda góðri geðheilsu er mikilvægt að huga bæði að sókn og vörn. Sókn í þeirri merkingu að vinna með orsakaþætti og vörn í þeirri merkingu að bæta viðbragðskerfi okkar. Þetta verður áskorun því á sama tíma er mikil aðlögun nauðsynleg, aðlögun sem kallar á breyttar væntingar á tímum þar sem einstaklingsrétturinn hefur aldrei verið ríkari. Höfundur er formaður Geðhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Nýverið ferðuðumst við framkvæmdastjóri Geðhjálpar, Grímur Atlason, um nær helming landsins og kynntum okkur heilbrigðis- og félagslegs úrræði, bæði á vegum hins opinbera og frumkvöðla þriðja geirans. Þegar ég tók við formennsku í landssamtökunum vildi ég að félagið starfaði í anda tveggja „slagorða“. Annars vegar gamals slagorðs finnska fyrirtækisins Nokia frá tíunda áratug síðustu aldar, að tengja fólk (e. „connecting people“) og hins vegar tilvitnun sem höfð er eftir Harry S. Truman forseta Bandaríkjanna: „Það er með ólíkindunum hverju þú færð áorkað í lífi þínu, svo framarlega sem þér stendur á sama um hver fær heiðurinn“. Í nýrri stefnu félagsins er hlutverk þess skýrt: Að rækta geðheilsu íslendinga. Framtíðarsýnin er sú að félagið hafi eftir þrjú ár stuðlað að heilsujafnrétti, eflt fræðslu og veitt vandaða ráðgjöf þar sem þörfum allra hópa er mætt af virðingu. Við viljum ástunda framsækni í málaflokknum og þróa snjallar aðferðir sem styðja við þjónustu, fræðslu og hagsmunagæslu í samráði við notendur og aðstandendur. Við viljum ástunda öfluga geðrækt og standa að gerð geðræktarefnis fyrir alla aldurshópa. Síðast en ekki síst viljum við standa vörð um mannréttindi fólks með geðraskanir og aðstandenda þeirra. Eftir ferð okkar Gríms er ég hugsi um það hvernig við öll, sem er umhugað um geðheilsu landsmanna, getum best hugað að henni, ræktað hana og eflt á tímum sem eru krefjandi. Um leið og við í samtökunum Geðhjálp stöndum vörð um gæði þeirrar geðheilbrigðisþjónustu sem er veitt, viljum við nú á næstu misserum einnig beina sjónum okkar að hinum endanum eða orsakaþáttum geðheilsu. Þáttum sem skipa alla máli og við eigum öll sameiginlega. Grunnþáttum eins og svefni, næringu, hreyfingu, bætiefnum, samskiptum, streitu o.s.frv. Það er ástæða fyrir því að eitt af fjórum fagsviðum Landlæknisembættið er lýðheilsa (áður áhrifaþættir heilbrigðis) og tólf af sjötíu starfsmönnum embættisins sinna orsakaþáttum heilsu. Í Morgunblaðinu í síðustu viku (28.08.20) var sérblað um heilsu. Þar var m.a. viðtal við Elísabetu Reynisdóttur næringafræðing sem lærði fagið til að ná tökum á eigin heilsu. Elísabet ræðir m.a. um áhrif áfalla á lífsleiðinni og tekur þar með að mínu mati undir þá áherslubreytingu sem er að verða í geðheilbrigðismálum, þ.e. að litið sé í auknu mæli til orsaka og orsakamynstra er kemur að því að bregðast við röskunum en ekki einungis reynt að sefa afleiðingar. Elísabet talar einnig um hið fornkveðna, mikilvægi þess að nálgast líkama og geð sem eina heild. Reyndar talar Elísabet um andlega heilsu en ekki geðheilsu. Hvort forskeytið eigum við að nota? Við Grímur heimsóttum fólk og úrræði í þremur stórum sveitarfélögum á landsbyggðinni. Heilt yfir var staðan svipuð. Fjárhagsáætlanir sveitarfélaga eru í smíðum og töluverður niðurskurður er framundan á meðan starfsfólki þykir einsýnt að álag muni aukast. Sömu sögu er að segja af stofnunum og úrræðum ríkisins á sömu stöðum. Búist er við auknu álagi samhliða niðurskurði. Aðilar þriðja geirans eru með margar góðar hugmyndir en þær kalla á samvinnu og stuðning hins opinbera til þess að komast í framkvæmd. Samvinnu. Eftir þessa 1500 km. ferð þótti mér þrennt standa upp úr. Í fyrsta lagi eru skipulagheildirnar of margar í okkar fámenna samfélagi. Í öðru lagi skortir þau sem vinna að geðheilsu, frá orsökum að afleiðingum, frá geðheilsu í samfélagi að geðröskunum í geðheilsuteymum, félagsþjónustu sveitarfélaga og að starfsendurhæfingu, aukna fjármuni, mannafla og umfram allt samhæfingu á milli kerfa. Í þriðja lagi þurfum við sem þjóð á öllum okkar styrk að halda, þ.e. umburðarlyndi, skilning og aðlögunarhæfni, til þess að standa hvert með öðru, sýna skilning, hlusta og vera til staðar bæði fyrir okkur sjálf og aðra. Við þurfum að standa vörð um sameiginlega geðheilsu. E.t.v. þarf sameiginlegan eða einstakan samfélagssáttmála þegar geta almannaþjónustunnar dregst svo mikið saman um leið og þörfin eykst. Í huglægum málaflokki þar sem greiningar eru byggðar á hugsun, einhverju sem við höfum aldrei geta skilgreint og oft ekki skilið, þá liggur í hlutarins eðlis að það eru fáir mælikvarðar til á geðheilsu. Einn mælikvarði er þó til og hefur verið til umfjöllunnar undanfarna daga, þ.e. hlutfall þeirra sem falla fyrir eigin hendi af 100.000 íbúum. Við höfum í gegnum árin veigrað okkur við að ræða þennan mælikvarða opinberlega. Ræða þann geðheilsubrest sem býr að baki sjálfsvígi og þann skyndilega missi, sársauka og sorg sem situr eftir hjá aðstandendum. Nú þegar þróun félagslegra- og efnahagslegra orsakaþátta heilbrigðis bendir til þess að það verði áskorun að viðhalda góðri geðheilsu er mikilvægt að huga bæði að sókn og vörn. Sókn í þeirri merkingu að vinna með orsakaþætti og vörn í þeirri merkingu að bæta viðbragðskerfi okkar. Þetta verður áskorun því á sama tíma er mikil aðlögun nauðsynleg, aðlögun sem kallar á breyttar væntingar á tímum þar sem einstaklingsrétturinn hefur aldrei verið ríkari. Höfundur er formaður Geðhjálpar.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar