Um fimmtungur án atvinnu í Reykjanesbæ Birgir Olgeirsson skrifar 30. ágúst 2020 19:00 Um fimmtungur íbúa Reykjanesbæjar er nú án atvinnu. Samgönguráðherra horfir til uppbyggingar hafnarmannvirkja sem gæti skapað hundruð starfa. Bæjaryfirvöld ætla að bregðast við aukinni þörf eftir fjárhagsaðstoð. Atvinnulíf Suðurnesja hefur orðið fyrir miklu áfalli vegna kórónuveirufaraldursins. Ástandið var slæmt fyrir vegna falls WOW air. Í ágúst er áætlað að 17,3 prósent hafi verið án atvinnu á Suðurnesjum. Í Reykjanesbæ einum voru 19,4 prósent atvinnulaus í ágúst. 133 var sagt upp hjá Isavia á föstudag. Áður hafði 100 verið sagt upp í vor. „Og ég veit ekki hvort að öll kurl séu komin til grafar. Við erum alveg viðbúin því að staðan verði ennþá verri en þetta,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Velferðarsjóður Suðurnesja beinir nú fólki frá sem óskar eftir aðstoð vegna skólamáltíðar barna. Var ásóknin of mikil. Kjartan segir bæinn ætla að veita þeim fjárhagsaðstoð sem þurfa. „Við erum viðbúin því að þeim fjölgi verulega sem þurfa á henni að halda,“ segir Kjartan. Í vor veitti ríkisstjórnin 250 milljónum króna í 17 aðgerðir á Suðurnesjum vegna ástandsins á Suðurnesjum. Ráðherra segir meira þurfa til. „Það sem er auðvitað lykilatriði á Suðurnesjum eins og á Íslandi er að skapa ný störf,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra. Þar nefnir Sigurður Ingi hugmyndir um byggingu skipaþjónustuklasa í Njarðvík sem gæti skapað 250 til 350 störf á næstu þremur árum. Er ætlunin þar að taka á móti og þjónusta stærstu fiskiskip landsins. Reykjaneshöfn, Reykjanesbær og Skipasmíðastöð Njarðvíkur undirrituðu viljayfirlýsingu þess efnis í vikunni. „Þetta eru áhugaverðar hugmyndir sem er verið að skoða því þarna verða til ný störf og störf til framtíðar,“ segir Sigurður Ingi. Þó hertar aðgerðir á landamærunum bitni harkalega á Suðurnesjunum segir Sigurður Ingi það hafa verið óhjákvæmilegt til að ná tökum á veirunni innanlands. „Það eru allir á sama báti í þeim verkefnum og um leið og við höfum náð tökum á því verðum við að vera tilbúin að fara í hina áttina eins og við gerðum svo vel í sumar,“ segir Sigurður Ingi og vísar þar til þess að þegar flugsamgöngur komast aftur í eðlilegt horf þá muni atvinnuhorfur batna hratt á Suðurnesjum. Reykjanesbær Vinnumarkaður Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira
Um fimmtungur íbúa Reykjanesbæjar er nú án atvinnu. Samgönguráðherra horfir til uppbyggingar hafnarmannvirkja sem gæti skapað hundruð starfa. Bæjaryfirvöld ætla að bregðast við aukinni þörf eftir fjárhagsaðstoð. Atvinnulíf Suðurnesja hefur orðið fyrir miklu áfalli vegna kórónuveirufaraldursins. Ástandið var slæmt fyrir vegna falls WOW air. Í ágúst er áætlað að 17,3 prósent hafi verið án atvinnu á Suðurnesjum. Í Reykjanesbæ einum voru 19,4 prósent atvinnulaus í ágúst. 133 var sagt upp hjá Isavia á föstudag. Áður hafði 100 verið sagt upp í vor. „Og ég veit ekki hvort að öll kurl séu komin til grafar. Við erum alveg viðbúin því að staðan verði ennþá verri en þetta,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Velferðarsjóður Suðurnesja beinir nú fólki frá sem óskar eftir aðstoð vegna skólamáltíðar barna. Var ásóknin of mikil. Kjartan segir bæinn ætla að veita þeim fjárhagsaðstoð sem þurfa. „Við erum viðbúin því að þeim fjölgi verulega sem þurfa á henni að halda,“ segir Kjartan. Í vor veitti ríkisstjórnin 250 milljónum króna í 17 aðgerðir á Suðurnesjum vegna ástandsins á Suðurnesjum. Ráðherra segir meira þurfa til. „Það sem er auðvitað lykilatriði á Suðurnesjum eins og á Íslandi er að skapa ný störf,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra. Þar nefnir Sigurður Ingi hugmyndir um byggingu skipaþjónustuklasa í Njarðvík sem gæti skapað 250 til 350 störf á næstu þremur árum. Er ætlunin þar að taka á móti og þjónusta stærstu fiskiskip landsins. Reykjaneshöfn, Reykjanesbær og Skipasmíðastöð Njarðvíkur undirrituðu viljayfirlýsingu þess efnis í vikunni. „Þetta eru áhugaverðar hugmyndir sem er verið að skoða því þarna verða til ný störf og störf til framtíðar,“ segir Sigurður Ingi. Þó hertar aðgerðir á landamærunum bitni harkalega á Suðurnesjunum segir Sigurður Ingi það hafa verið óhjákvæmilegt til að ná tökum á veirunni innanlands. „Það eru allir á sama báti í þeim verkefnum og um leið og við höfum náð tökum á því verðum við að vera tilbúin að fara í hina áttina eins og við gerðum svo vel í sumar,“ segir Sigurður Ingi og vísar þar til þess að þegar flugsamgöngur komast aftur í eðlilegt horf þá muni atvinnuhorfur batna hratt á Suðurnesjum.
Reykjanesbær Vinnumarkaður Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira