Um fimmtungur án atvinnu í Reykjanesbæ Birgir Olgeirsson skrifar 30. ágúst 2020 19:00 Um fimmtungur íbúa Reykjanesbæjar er nú án atvinnu. Samgönguráðherra horfir til uppbyggingar hafnarmannvirkja sem gæti skapað hundruð starfa. Bæjaryfirvöld ætla að bregðast við aukinni þörf eftir fjárhagsaðstoð. Atvinnulíf Suðurnesja hefur orðið fyrir miklu áfalli vegna kórónuveirufaraldursins. Ástandið var slæmt fyrir vegna falls WOW air. Í ágúst er áætlað að 17,3 prósent hafi verið án atvinnu á Suðurnesjum. Í Reykjanesbæ einum voru 19,4 prósent atvinnulaus í ágúst. 133 var sagt upp hjá Isavia á föstudag. Áður hafði 100 verið sagt upp í vor. „Og ég veit ekki hvort að öll kurl séu komin til grafar. Við erum alveg viðbúin því að staðan verði ennþá verri en þetta,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Velferðarsjóður Suðurnesja beinir nú fólki frá sem óskar eftir aðstoð vegna skólamáltíðar barna. Var ásóknin of mikil. Kjartan segir bæinn ætla að veita þeim fjárhagsaðstoð sem þurfa. „Við erum viðbúin því að þeim fjölgi verulega sem þurfa á henni að halda,“ segir Kjartan. Í vor veitti ríkisstjórnin 250 milljónum króna í 17 aðgerðir á Suðurnesjum vegna ástandsins á Suðurnesjum. Ráðherra segir meira þurfa til. „Það sem er auðvitað lykilatriði á Suðurnesjum eins og á Íslandi er að skapa ný störf,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra. Þar nefnir Sigurður Ingi hugmyndir um byggingu skipaþjónustuklasa í Njarðvík sem gæti skapað 250 til 350 störf á næstu þremur árum. Er ætlunin þar að taka á móti og þjónusta stærstu fiskiskip landsins. Reykjaneshöfn, Reykjanesbær og Skipasmíðastöð Njarðvíkur undirrituðu viljayfirlýsingu þess efnis í vikunni. „Þetta eru áhugaverðar hugmyndir sem er verið að skoða því þarna verða til ný störf og störf til framtíðar,“ segir Sigurður Ingi. Þó hertar aðgerðir á landamærunum bitni harkalega á Suðurnesjunum segir Sigurður Ingi það hafa verið óhjákvæmilegt til að ná tökum á veirunni innanlands. „Það eru allir á sama báti í þeim verkefnum og um leið og við höfum náð tökum á því verðum við að vera tilbúin að fara í hina áttina eins og við gerðum svo vel í sumar,“ segir Sigurður Ingi og vísar þar til þess að þegar flugsamgöngur komast aftur í eðlilegt horf þá muni atvinnuhorfur batna hratt á Suðurnesjum. Reykjanesbær Vinnumarkaður Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Um fimmtungur íbúa Reykjanesbæjar er nú án atvinnu. Samgönguráðherra horfir til uppbyggingar hafnarmannvirkja sem gæti skapað hundruð starfa. Bæjaryfirvöld ætla að bregðast við aukinni þörf eftir fjárhagsaðstoð. Atvinnulíf Suðurnesja hefur orðið fyrir miklu áfalli vegna kórónuveirufaraldursins. Ástandið var slæmt fyrir vegna falls WOW air. Í ágúst er áætlað að 17,3 prósent hafi verið án atvinnu á Suðurnesjum. Í Reykjanesbæ einum voru 19,4 prósent atvinnulaus í ágúst. 133 var sagt upp hjá Isavia á föstudag. Áður hafði 100 verið sagt upp í vor. „Og ég veit ekki hvort að öll kurl séu komin til grafar. Við erum alveg viðbúin því að staðan verði ennþá verri en þetta,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Velferðarsjóður Suðurnesja beinir nú fólki frá sem óskar eftir aðstoð vegna skólamáltíðar barna. Var ásóknin of mikil. Kjartan segir bæinn ætla að veita þeim fjárhagsaðstoð sem þurfa. „Við erum viðbúin því að þeim fjölgi verulega sem þurfa á henni að halda,“ segir Kjartan. Í vor veitti ríkisstjórnin 250 milljónum króna í 17 aðgerðir á Suðurnesjum vegna ástandsins á Suðurnesjum. Ráðherra segir meira þurfa til. „Það sem er auðvitað lykilatriði á Suðurnesjum eins og á Íslandi er að skapa ný störf,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra. Þar nefnir Sigurður Ingi hugmyndir um byggingu skipaþjónustuklasa í Njarðvík sem gæti skapað 250 til 350 störf á næstu þremur árum. Er ætlunin þar að taka á móti og þjónusta stærstu fiskiskip landsins. Reykjaneshöfn, Reykjanesbær og Skipasmíðastöð Njarðvíkur undirrituðu viljayfirlýsingu þess efnis í vikunni. „Þetta eru áhugaverðar hugmyndir sem er verið að skoða því þarna verða til ný störf og störf til framtíðar,“ segir Sigurður Ingi. Þó hertar aðgerðir á landamærunum bitni harkalega á Suðurnesjunum segir Sigurður Ingi það hafa verið óhjákvæmilegt til að ná tökum á veirunni innanlands. „Það eru allir á sama báti í þeim verkefnum og um leið og við höfum náð tökum á því verðum við að vera tilbúin að fara í hina áttina eins og við gerðum svo vel í sumar,“ segir Sigurður Ingi og vísar þar til þess að þegar flugsamgöngur komast aftur í eðlilegt horf þá muni atvinnuhorfur batna hratt á Suðurnesjum.
Reykjanesbær Vinnumarkaður Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira