Hótel og gistiheimili keppast um að bjóða nemendum gistingu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 28. ágúst 2020 21:31 Þorsteinn Steingrímsson, hostelrekandi B47. Vísir/Arnar Hótel og gistiheimili virðast farin að keppast um að bjóða háskólastúdentum upp á að leigja hjá sér herbergi í haust. Hótel Saga, Kex Hostel og B47 eru á meðal þeirra sem leita á náðir nemenda í þeim tilgangi að reyna að tryggja framtíðarrekstur sinn. Fyrirtæki sem hingað til hafa reitt sig á ferðamenn róa nú lífróður. Mörg hver hafa þurft að skella í lás á meðan önnur láta reyna á aðrar lausnir sérsniðnar Íslendingum. Þannig er hið vinsæla Kex Hostel við Skúlagötu í Reykjavík að vinna að því að opna dyr sínar fyrir háskólastúdentum, þar sem sanngjörn leiga verður ákvörðuð í samráði við Landssamband stúdenta. Hótel Saga býður nemendum og kennurum sömuleiðis að leigja herbergi fyrir um 150 þúsund krónur á mánuði. Hostelið B47, sem er staðsett í gamla húsnæði landlæknis við Barónsstíg, hefur fetað sömu slóðir en þar stendur til að skapa heimavistarstemningu að erlendri fyrirmynd. „Hérna hef ég hug á að búa til svona kommúnu stúdenta og annars staðar í húsinu er síðan það sem ég kalla Barónsakademíuna. Þar leigi ég út gistiheimili til alls konar fræðimanna og slíkra sem geta þá aðstoðað stúdentana ef þeir leita eftir því,“ segir Þorsteinn Steingrímsson, hostelrekandi B47. Aðspurður segir hann leiguverð misjafnt eftir herbergjum. „Þetta er svona frá sjötíu þúsund krónum og upp. Einstaklingsherbergi, vel útbúið, er á svona 110 til 120 þúsund krónur.“ Þorsteinn segir viðtökurnar hafa verið góðar og bindur vonir við að sjá fullt hús nemenda í haust. „Þetta er svona eins og stórt heimili. Það er svona þessi heimilisstemning sem ég held að krakkarnir muni sækja í, af því að þeir geta ekki farið í bæinn á pöbbana og slíkt,“ segir Þorsteinn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Húsnæðismál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fleiri fréttir Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Sjá meira
Hótel og gistiheimili virðast farin að keppast um að bjóða háskólastúdentum upp á að leigja hjá sér herbergi í haust. Hótel Saga, Kex Hostel og B47 eru á meðal þeirra sem leita á náðir nemenda í þeim tilgangi að reyna að tryggja framtíðarrekstur sinn. Fyrirtæki sem hingað til hafa reitt sig á ferðamenn róa nú lífróður. Mörg hver hafa þurft að skella í lás á meðan önnur láta reyna á aðrar lausnir sérsniðnar Íslendingum. Þannig er hið vinsæla Kex Hostel við Skúlagötu í Reykjavík að vinna að því að opna dyr sínar fyrir háskólastúdentum, þar sem sanngjörn leiga verður ákvörðuð í samráði við Landssamband stúdenta. Hótel Saga býður nemendum og kennurum sömuleiðis að leigja herbergi fyrir um 150 þúsund krónur á mánuði. Hostelið B47, sem er staðsett í gamla húsnæði landlæknis við Barónsstíg, hefur fetað sömu slóðir en þar stendur til að skapa heimavistarstemningu að erlendri fyrirmynd. „Hérna hef ég hug á að búa til svona kommúnu stúdenta og annars staðar í húsinu er síðan það sem ég kalla Barónsakademíuna. Þar leigi ég út gistiheimili til alls konar fræðimanna og slíkra sem geta þá aðstoðað stúdentana ef þeir leita eftir því,“ segir Þorsteinn Steingrímsson, hostelrekandi B47. Aðspurður segir hann leiguverð misjafnt eftir herbergjum. „Þetta er svona frá sjötíu þúsund krónum og upp. Einstaklingsherbergi, vel útbúið, er á svona 110 til 120 þúsund krónur.“ Þorsteinn segir viðtökurnar hafa verið góðar og bindur vonir við að sjá fullt hús nemenda í haust. „Þetta er svona eins og stórt heimili. Það er svona þessi heimilisstemning sem ég held að krakkarnir muni sækja í, af því að þeir geta ekki farið í bæinn á pöbbana og slíkt,“ segir Þorsteinn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Húsnæðismál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fleiri fréttir Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent