Trompetleikur, hákarl, harðfiskur, ópal, möndlur og kóngabrjóstsykur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. ágúst 2020 19:45 Ingibjörg Lárusdóttir var fararstjóri hópsins en hún bjó, sem barn í nokkur ár í Grikklandi. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Trompetleikur, hákarl, harðfiskur, ópal, möndlur og kóngabrjóstsykur heillaði ferðamenn frá Grikklandi upp úr skónum í lok hringferðar þeirra um landið. Síðasti viðkomustaður þeirra var brúin milli heimsálfa á Reykjanesi. Sautján Grikkir voru í ferðinni sem lauk um síðustu helgi. Fararstjóri var Ingibjörg Lárusdóttir, sem bjó í Grikklandi, sem barn í nokkur ár og talar því tungumálið reiprennandi. Hópurinn kom víða við í hringferð sinni og var heillaður af landi og þjóð. Á síðasta viðkomustað hópsins, „Brú milli heimsálfa“ á Reykjanesi, kom Ingibjörg hópnum á óvart því hún spilaði á trompet og bauð í leiðinni upp á hákarl og íslenskt brennivín, ásamt tópas, kóngabrjóstsykri og möndlur - allt ekta íslenskt. Það vakti mikla athygli Grikkjanna þegar Ingibjörg spilaði á trompetinn sinn fyrir hópinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Því miður þá sjáum við kannski ekki mikið af ferðamönnum á næstunni en vonandi skiljum við eftir fallega minningu í hjarta þeirra um landið okkar fallega,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg segir það hafa verið mjög sérstakt að ferðast með hópinn um landið þegar lítið sem ekkert af öðrum erlendum ferðamönnum var á ferðinni. „Já, vonandi líður ekki á löngu þangað til að landið fyllist aftur. Allavega veit ég að þau eru ofboðslega hrifin og það er fullt af Grikkjum, sem bíða eftir því að koma til landsins.“ Grikkirnir ætluðu ekki að trúa því hvað veðrið gæti verið gott á Íslandi. Ingibjörg gat ekki hvatt hópinn án þess að spila þjóðsöng Grikkja . Panagiotis Iliadis, einn af ferðamönnunum frá Grikklandi, sem var heillaður af Íslandi og ekki síst veðrinu, sem hópurinn fékk á ferð sinni um landið, alls staðar var sól og blíða.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Ferðamennska á Íslandi Tónlist Sælgæti Áfengi og tóbak Fiskur Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Fleiri fréttir Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Sjá meira
Trompetleikur, hákarl, harðfiskur, ópal, möndlur og kóngabrjóstsykur heillaði ferðamenn frá Grikklandi upp úr skónum í lok hringferðar þeirra um landið. Síðasti viðkomustaður þeirra var brúin milli heimsálfa á Reykjanesi. Sautján Grikkir voru í ferðinni sem lauk um síðustu helgi. Fararstjóri var Ingibjörg Lárusdóttir, sem bjó í Grikklandi, sem barn í nokkur ár og talar því tungumálið reiprennandi. Hópurinn kom víða við í hringferð sinni og var heillaður af landi og þjóð. Á síðasta viðkomustað hópsins, „Brú milli heimsálfa“ á Reykjanesi, kom Ingibjörg hópnum á óvart því hún spilaði á trompet og bauð í leiðinni upp á hákarl og íslenskt brennivín, ásamt tópas, kóngabrjóstsykri og möndlur - allt ekta íslenskt. Það vakti mikla athygli Grikkjanna þegar Ingibjörg spilaði á trompetinn sinn fyrir hópinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Því miður þá sjáum við kannski ekki mikið af ferðamönnum á næstunni en vonandi skiljum við eftir fallega minningu í hjarta þeirra um landið okkar fallega,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg segir það hafa verið mjög sérstakt að ferðast með hópinn um landið þegar lítið sem ekkert af öðrum erlendum ferðamönnum var á ferðinni. „Já, vonandi líður ekki á löngu þangað til að landið fyllist aftur. Allavega veit ég að þau eru ofboðslega hrifin og það er fullt af Grikkjum, sem bíða eftir því að koma til landsins.“ Grikkirnir ætluðu ekki að trúa því hvað veðrið gæti verið gott á Íslandi. Ingibjörg gat ekki hvatt hópinn án þess að spila þjóðsöng Grikkja . Panagiotis Iliadis, einn af ferðamönnunum frá Grikklandi, sem var heillaður af Íslandi og ekki síst veðrinu, sem hópurinn fékk á ferð sinni um landið, alls staðar var sól og blíða.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Ferðamennska á Íslandi Tónlist Sælgæti Áfengi og tóbak Fiskur Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Fleiri fréttir Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Sjá meira