Bjóða fría gistingu fyrir alla starfsmenn Landspítalans og þríeykið Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 31. maí 2020 12:30 Hótel Laki er í Skaftárhreppi rétt við Kirkjubæjarklaustur. Einkasafn Öllu starfsfólki Landspítalans með sínum mökum verður boðið upp á fría gistingu á Hótel Laka rétt við Kirkjubæjarklaustur í sumar, eða rúmlega fimm þúsund starfsmönnum spítalans. Þríeykinu verður líka boðið, eða þeim Víði, Þórlófi og Ölmu, með sínum mökum. Hótel Laki er staðsett fimm kílómetrum sunnan við Kirkjubæjarklaustur, í þriggja klukkustunda akstursfjarlægð frá Reykjavík. Á hótelinu er 80 herbergi. Hótel Laki er fjölskyldu fyrirtæki þar sem Eva Björk Harðardóttir er hótelstjóri. Hún segir að boðið til starfsfólks Landspítalans og þríeykisins sé vegna kórónuveirunnar, fólkið eigið skilið gott frí og slökun fyrir frábært starf, Hótel Laki vilji leggja þar sitt af mörkum. „Við sitjum uppi með hálf tómt hótel eins og flestir ferðaþjónustuaðilar á landinu og ákváðum að reyna að horfa á þetta sem tækifæri og þakka einhverjum fyrir vel unnin störf. Þá fórum við að hugsa hvað við gætum gert og þá datt okkur í hug vegna mikils álags starfsfólks Landspítalans og þríeykinu okkar fræga að bjóða frí herbergi fyrir þennan hóp í sumar,“ segir Eva Björk. „Ég veit að það eru í margir í sömu stöðu og við að hafa eitthvað að bjóða og geta þannig þakkað fyrir. Við erum í þessari aðstöðu núna og datt í hug að í staðinn fyrir að sitja uppi með tómt hótel og einhvern fastan kostnað að bjóða það sem við getum og við ákváðum að taka Landspítalann og þríeykið út fyrir sviga og þakka fyrir með þessu móti,“ bætir Eva Björk við. Eva Björk Harðardóttir, hótelstjóri og einn af eigendum hótelsins.EinkasafnEva Björk segir að það sé mikið af náttúruperlum í næsta nágrenni við hótelið og víða sé hægt að fara í skemmtilega afþreyingu, þannig að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi ákveði starfsmenn Landspítalans og þríeykið að koma á Hótel Laka frítt í sumar. „Þetta er kannski skref í þá átt að biðja fólk um að nýta þjónustuna úti á landi og stíga þannig í ístaðið með þessari stóru atvinnugrein, sem á undir högg að sækja. Ég á von að boði okkar verði vel tekið og að starfsfólkið og makar þeirra nýti sér tilboðið og heimsæki Suðurland. Það eru nú þegar farnar að koma einhverjar hringingar og við erum farin að taka niður einhverjar bókanir. Ég vil bara hvetja fólk til að heyra í okkur, það er nóg af lausum herbergjum,“ segir Eva Björk. Á hótelinu eru 80 herbergi, sem starfsfólk Landsspítalans og makar þeirra, ásamt þríeykinu og mökum þeirra geta fengiði að gista frítt í vegna álagsins á starfsfólkið vegna kórónuveirunnar.Einkasafn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Skaftárhreppur Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Öllu starfsfólki Landspítalans með sínum mökum verður boðið upp á fría gistingu á Hótel Laka rétt við Kirkjubæjarklaustur í sumar, eða rúmlega fimm þúsund starfsmönnum spítalans. Þríeykinu verður líka boðið, eða þeim Víði, Þórlófi og Ölmu, með sínum mökum. Hótel Laki er staðsett fimm kílómetrum sunnan við Kirkjubæjarklaustur, í þriggja klukkustunda akstursfjarlægð frá Reykjavík. Á hótelinu er 80 herbergi. Hótel Laki er fjölskyldu fyrirtæki þar sem Eva Björk Harðardóttir er hótelstjóri. Hún segir að boðið til starfsfólks Landspítalans og þríeykisins sé vegna kórónuveirunnar, fólkið eigið skilið gott frí og slökun fyrir frábært starf, Hótel Laki vilji leggja þar sitt af mörkum. „Við sitjum uppi með hálf tómt hótel eins og flestir ferðaþjónustuaðilar á landinu og ákváðum að reyna að horfa á þetta sem tækifæri og þakka einhverjum fyrir vel unnin störf. Þá fórum við að hugsa hvað við gætum gert og þá datt okkur í hug vegna mikils álags starfsfólks Landspítalans og þríeykinu okkar fræga að bjóða frí herbergi fyrir þennan hóp í sumar,“ segir Eva Björk. „Ég veit að það eru í margir í sömu stöðu og við að hafa eitthvað að bjóða og geta þannig þakkað fyrir. Við erum í þessari aðstöðu núna og datt í hug að í staðinn fyrir að sitja uppi með tómt hótel og einhvern fastan kostnað að bjóða það sem við getum og við ákváðum að taka Landspítalann og þríeykið út fyrir sviga og þakka fyrir með þessu móti,“ bætir Eva Björk við. Eva Björk Harðardóttir, hótelstjóri og einn af eigendum hótelsins.EinkasafnEva Björk segir að það sé mikið af náttúruperlum í næsta nágrenni við hótelið og víða sé hægt að fara í skemmtilega afþreyingu, þannig að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi ákveði starfsmenn Landspítalans og þríeykið að koma á Hótel Laka frítt í sumar. „Þetta er kannski skref í þá átt að biðja fólk um að nýta þjónustuna úti á landi og stíga þannig í ístaðið með þessari stóru atvinnugrein, sem á undir högg að sækja. Ég á von að boði okkar verði vel tekið og að starfsfólkið og makar þeirra nýti sér tilboðið og heimsæki Suðurland. Það eru nú þegar farnar að koma einhverjar hringingar og við erum farin að taka niður einhverjar bókanir. Ég vil bara hvetja fólk til að heyra í okkur, það er nóg af lausum herbergjum,“ segir Eva Björk. Á hótelinu eru 80 herbergi, sem starfsfólk Landsspítalans og makar þeirra, ásamt þríeykinu og mökum þeirra geta fengiði að gista frítt í vegna álagsins á starfsfólkið vegna kórónuveirunnar.Einkasafn
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Skaftárhreppur Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira