Tveir skotnir til bana í Kenosha Samúel Karl Ólason skrifar 26. ágúst 2020 11:18 Mikil mótmæli hafa nú átt sér stað í Kenshoa, þrjú kvöld í röð. AP/David Goldman Tveir voru skotnir til bana og einn er alvarlega særður á mótmælum vegna máls Jacob Blake í Kenosha í Bandaríkjunum. Skothríð hófst eftir að til átaka kom á milli mótmælenda og vopnaðra manna sem sögðust vera að verja bensínstöð. Mikil mótmæli fóru fram í Kenosha í nótt og var það þriðja nóttin í röð sem slíkt gerist. Tilefni mótmælanna er að lögregluþjónn skaut svartan mann ítrekað í bakið fyrr í vikunni. Jacob Blake er lamaður fyrir neðan mitti eftir að lögreglumaður skaut hann margsinnis í bakið í borginni Kenosha í Wisconsin. Lögreglan í Kenosha hefur veitt litlar upplýsingar um atburðarásina en segja útkallið hafa komið til vegna tilkynningar um heimilisdeilur. Myndbönd af vettvangi sýna að Blake lenti í stympingum við lögregluþjóna og á einum tímapunkti kallaði lögregluþjónn á Blake að sleppa hníf. Vitni segjast þó ekki hafa séð hníf og enginn hnífur er sjáanlegur á myndböndum. Eftir að Blake hafði verið skotinn með rafbyssu gekk hann að bílstjórahurð bíls síns og teygði sig inn í bílinn. Lögregluþjónn togaði í bol hans og skaut hann margsinnis í bakið. Þrír synir Blake voru í bílnum. Mótmælin í gær áttu sér að mestu stað við dómshús Kenosha. Mótmælendur voru þó reknir á brott með táragasi og gúmmíkúlum. Að endingu fóru margir mótmælendur en aðrir enduðu hjá bensínstöð skammt frá dómshúsinu. Þar var fyrir hópur vopnaðra manna sem sögðust vera að verja bensínstöðina. Til deilna kom á milli mótmælenda og mannanna sem enduðu með skothríð. Samkvæmt frétt Milwaukee Journal Sentinel var einn skotinn í höfuðið, annar í bringuna og sá þriðji í handlegginn. Sá er ekki sagður í lífshættu, þó hann sé alvarlega særður. Enginn hefur verið handtekinn en lögreglan leitar manns vopnuðum riffli og segjast lögregluþjónar sannfærðir um að viðkomandi finnist fljótt. Hér að neðan má sjá aðstæður í frá Kenosha í nótt. Myndbandið byrjar á því að maðurinn sem lögreglan leitar að skýtur tvo aðila sem reyna að stoppa hann. Hann er sagður hafa verið á flótta eftir að hafa skotið einn við bensínstöðina. Lengri útgáfu af því þegar síðari tveir voru skotnir má sjá þar að neðan. Vert er að vara viðkvæma við myndefninu. Breaking News: Extended footage of the shooting in Kenosha.#KenoshaProtests#KenoshaShooting#JacobBlake#KenoshaPolicepic.twitter.com/EzRzTKu05s— Saint Patrick, CSP, CRME. (@tuanstpatrick) August 26, 2020 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Fleiri fréttir Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Sjá meira
Tveir voru skotnir til bana og einn er alvarlega særður á mótmælum vegna máls Jacob Blake í Kenosha í Bandaríkjunum. Skothríð hófst eftir að til átaka kom á milli mótmælenda og vopnaðra manna sem sögðust vera að verja bensínstöð. Mikil mótmæli fóru fram í Kenosha í nótt og var það þriðja nóttin í röð sem slíkt gerist. Tilefni mótmælanna er að lögregluþjónn skaut svartan mann ítrekað í bakið fyrr í vikunni. Jacob Blake er lamaður fyrir neðan mitti eftir að lögreglumaður skaut hann margsinnis í bakið í borginni Kenosha í Wisconsin. Lögreglan í Kenosha hefur veitt litlar upplýsingar um atburðarásina en segja útkallið hafa komið til vegna tilkynningar um heimilisdeilur. Myndbönd af vettvangi sýna að Blake lenti í stympingum við lögregluþjóna og á einum tímapunkti kallaði lögregluþjónn á Blake að sleppa hníf. Vitni segjast þó ekki hafa séð hníf og enginn hnífur er sjáanlegur á myndböndum. Eftir að Blake hafði verið skotinn með rafbyssu gekk hann að bílstjórahurð bíls síns og teygði sig inn í bílinn. Lögregluþjónn togaði í bol hans og skaut hann margsinnis í bakið. Þrír synir Blake voru í bílnum. Mótmælin í gær áttu sér að mestu stað við dómshús Kenosha. Mótmælendur voru þó reknir á brott með táragasi og gúmmíkúlum. Að endingu fóru margir mótmælendur en aðrir enduðu hjá bensínstöð skammt frá dómshúsinu. Þar var fyrir hópur vopnaðra manna sem sögðust vera að verja bensínstöðina. Til deilna kom á milli mótmælenda og mannanna sem enduðu með skothríð. Samkvæmt frétt Milwaukee Journal Sentinel var einn skotinn í höfuðið, annar í bringuna og sá þriðji í handlegginn. Sá er ekki sagður í lífshættu, þó hann sé alvarlega særður. Enginn hefur verið handtekinn en lögreglan leitar manns vopnuðum riffli og segjast lögregluþjónar sannfærðir um að viðkomandi finnist fljótt. Hér að neðan má sjá aðstæður í frá Kenosha í nótt. Myndbandið byrjar á því að maðurinn sem lögreglan leitar að skýtur tvo aðila sem reyna að stoppa hann. Hann er sagður hafa verið á flótta eftir að hafa skotið einn við bensínstöðina. Lengri útgáfu af því þegar síðari tveir voru skotnir má sjá þar að neðan. Vert er að vara viðkvæma við myndefninu. Breaking News: Extended footage of the shooting in Kenosha.#KenoshaProtests#KenoshaShooting#JacobBlake#KenoshaPolicepic.twitter.com/EzRzTKu05s— Saint Patrick, CSP, CRME. (@tuanstpatrick) August 26, 2020
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Fleiri fréttir Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Sjá meira