Hver þarf að samþykkja Snata? Guðmundur Snæbjörnsson skrifar 26. ágúst 2020 11:00 Það gætir stundum misskilnings þegar kemur að hundahaldi í fjölbýli. Fólk heldur að það dugi að ganga á milli þeirra einstaklinga sem það deilir stigagangi með og fá samþykki hjá 2/3 fyrir hundahaldinu og þannig sé málið dautt. Það er oftast rétt - en málið getur orðið talsvert flóknara. Í 33. gr. a. laga um fjöleignarhús má finna þær reglur sem almennt gilda um hundahald þegar sérstakar húsreglur hafa ekki verið settar um slíkt. Greinin ber yfirtitilinn Hundar og kettir – samþykki allra. En hér þarf ekki að örvænta þar sem samþykki allra er ekki áskilið, og er titillinn óheppileg eftirlegukind frá frumvarpsdrögum sem breyttust í meðferð þingsins. Í fyrstu málsgrein greinarinnar kemur fram að hunda- og kattahald í fjöleignarhúsi er háð samþykki 2/3 hluta eigenda sem hafa sameiginlegan inngang eða stigagang. Hér skal á það bent að áskilið er í 4. mgr. 39. gr. fjöleignarhúsalaga að sameiginlegar ákvarðanir skulu teknar á fundi eigenda, húsfundi. Ekkert er því til fyrirstöðu að safna undirritunum með því að ganga á milli nágranna sinna en það er ekki í samræmi við áskilnað laganna og þannig einfalt fyrir nágranna að ganga til baka við fyrri orð sín. Hér skiptir höfuðmáli að samþykki fyrir hundahaldi sem veitt er á húsfundi er óafturkallanlegt að óbreyttum forsendum. Einnig er mikilvægt að væntir hundaeigendur séu meðvitaðir um reglurnar sem gilda þegar þarf samþykki 2/3 hluta eigenda. En í slíku tilviki er bæði miðað við fjölda og eignarhluta. Þannig getur sú staða komið upp að ef tveir af þremur eigendum hafa samþykkt hundahaldið en einn, sem á íbúð sem er yfir 33,3 % af húsinu, leggst á móti hundahaldinu, þá væri ekki um að ræða samþykki með lögmætum meirihluta. Þegar hvorki er um sameiginlegan inngang né stigagang að ræða er samþykkis annarra eigenda ekki þörf fyrir hundahaldi í húsinu. Á það til dæmis við þegar sérinngangur er í íbúð á jarðhæð eða frá sameiginlegum útitröppum. Einnig eiga sérreglur við um leiðsögu- og hjálparhunda. Höfundur er lögmaður. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Gæludýr Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Það gætir stundum misskilnings þegar kemur að hundahaldi í fjölbýli. Fólk heldur að það dugi að ganga á milli þeirra einstaklinga sem það deilir stigagangi með og fá samþykki hjá 2/3 fyrir hundahaldinu og þannig sé málið dautt. Það er oftast rétt - en málið getur orðið talsvert flóknara. Í 33. gr. a. laga um fjöleignarhús má finna þær reglur sem almennt gilda um hundahald þegar sérstakar húsreglur hafa ekki verið settar um slíkt. Greinin ber yfirtitilinn Hundar og kettir – samþykki allra. En hér þarf ekki að örvænta þar sem samþykki allra er ekki áskilið, og er titillinn óheppileg eftirlegukind frá frumvarpsdrögum sem breyttust í meðferð þingsins. Í fyrstu málsgrein greinarinnar kemur fram að hunda- og kattahald í fjöleignarhúsi er háð samþykki 2/3 hluta eigenda sem hafa sameiginlegan inngang eða stigagang. Hér skal á það bent að áskilið er í 4. mgr. 39. gr. fjöleignarhúsalaga að sameiginlegar ákvarðanir skulu teknar á fundi eigenda, húsfundi. Ekkert er því til fyrirstöðu að safna undirritunum með því að ganga á milli nágranna sinna en það er ekki í samræmi við áskilnað laganna og þannig einfalt fyrir nágranna að ganga til baka við fyrri orð sín. Hér skiptir höfuðmáli að samþykki fyrir hundahaldi sem veitt er á húsfundi er óafturkallanlegt að óbreyttum forsendum. Einnig er mikilvægt að væntir hundaeigendur séu meðvitaðir um reglurnar sem gilda þegar þarf samþykki 2/3 hluta eigenda. En í slíku tilviki er bæði miðað við fjölda og eignarhluta. Þannig getur sú staða komið upp að ef tveir af þremur eigendum hafa samþykkt hundahaldið en einn, sem á íbúð sem er yfir 33,3 % af húsinu, leggst á móti hundahaldinu, þá væri ekki um að ræða samþykki með lögmætum meirihluta. Þegar hvorki er um sameiginlegan inngang né stigagang að ræða er samþykkis annarra eigenda ekki þörf fyrir hundahaldi í húsinu. Á það til dæmis við þegar sérinngangur er í íbúð á jarðhæð eða frá sameiginlegum útitröppum. Einnig eiga sérreglur við um leiðsögu- og hjálparhunda. Höfundur er lögmaður. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun