Hver þarf að samþykkja Snata? Guðmundur Snæbjörnsson skrifar 26. ágúst 2020 11:00 Það gætir stundum misskilnings þegar kemur að hundahaldi í fjölbýli. Fólk heldur að það dugi að ganga á milli þeirra einstaklinga sem það deilir stigagangi með og fá samþykki hjá 2/3 fyrir hundahaldinu og þannig sé málið dautt. Það er oftast rétt - en málið getur orðið talsvert flóknara. Í 33. gr. a. laga um fjöleignarhús má finna þær reglur sem almennt gilda um hundahald þegar sérstakar húsreglur hafa ekki verið settar um slíkt. Greinin ber yfirtitilinn Hundar og kettir – samþykki allra. En hér þarf ekki að örvænta þar sem samþykki allra er ekki áskilið, og er titillinn óheppileg eftirlegukind frá frumvarpsdrögum sem breyttust í meðferð þingsins. Í fyrstu málsgrein greinarinnar kemur fram að hunda- og kattahald í fjöleignarhúsi er háð samþykki 2/3 hluta eigenda sem hafa sameiginlegan inngang eða stigagang. Hér skal á það bent að áskilið er í 4. mgr. 39. gr. fjöleignarhúsalaga að sameiginlegar ákvarðanir skulu teknar á fundi eigenda, húsfundi. Ekkert er því til fyrirstöðu að safna undirritunum með því að ganga á milli nágranna sinna en það er ekki í samræmi við áskilnað laganna og þannig einfalt fyrir nágranna að ganga til baka við fyrri orð sín. Hér skiptir höfuðmáli að samþykki fyrir hundahaldi sem veitt er á húsfundi er óafturkallanlegt að óbreyttum forsendum. Einnig er mikilvægt að væntir hundaeigendur séu meðvitaðir um reglurnar sem gilda þegar þarf samþykki 2/3 hluta eigenda. En í slíku tilviki er bæði miðað við fjölda og eignarhluta. Þannig getur sú staða komið upp að ef tveir af þremur eigendum hafa samþykkt hundahaldið en einn, sem á íbúð sem er yfir 33,3 % af húsinu, leggst á móti hundahaldinu, þá væri ekki um að ræða samþykki með lögmætum meirihluta. Þegar hvorki er um sameiginlegan inngang né stigagang að ræða er samþykkis annarra eigenda ekki þörf fyrir hundahaldi í húsinu. Á það til dæmis við þegar sérinngangur er í íbúð á jarðhæð eða frá sameiginlegum útitröppum. Einnig eiga sérreglur við um leiðsögu- og hjálparhunda. Höfundur er lögmaður. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Gæludýr Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Það gætir stundum misskilnings þegar kemur að hundahaldi í fjölbýli. Fólk heldur að það dugi að ganga á milli þeirra einstaklinga sem það deilir stigagangi með og fá samþykki hjá 2/3 fyrir hundahaldinu og þannig sé málið dautt. Það er oftast rétt - en málið getur orðið talsvert flóknara. Í 33. gr. a. laga um fjöleignarhús má finna þær reglur sem almennt gilda um hundahald þegar sérstakar húsreglur hafa ekki verið settar um slíkt. Greinin ber yfirtitilinn Hundar og kettir – samþykki allra. En hér þarf ekki að örvænta þar sem samþykki allra er ekki áskilið, og er titillinn óheppileg eftirlegukind frá frumvarpsdrögum sem breyttust í meðferð þingsins. Í fyrstu málsgrein greinarinnar kemur fram að hunda- og kattahald í fjöleignarhúsi er háð samþykki 2/3 hluta eigenda sem hafa sameiginlegan inngang eða stigagang. Hér skal á það bent að áskilið er í 4. mgr. 39. gr. fjöleignarhúsalaga að sameiginlegar ákvarðanir skulu teknar á fundi eigenda, húsfundi. Ekkert er því til fyrirstöðu að safna undirritunum með því að ganga á milli nágranna sinna en það er ekki í samræmi við áskilnað laganna og þannig einfalt fyrir nágranna að ganga til baka við fyrri orð sín. Hér skiptir höfuðmáli að samþykki fyrir hundahaldi sem veitt er á húsfundi er óafturkallanlegt að óbreyttum forsendum. Einnig er mikilvægt að væntir hundaeigendur séu meðvitaðir um reglurnar sem gilda þegar þarf samþykki 2/3 hluta eigenda. En í slíku tilviki er bæði miðað við fjölda og eignarhluta. Þannig getur sú staða komið upp að ef tveir af þremur eigendum hafa samþykkt hundahaldið en einn, sem á íbúð sem er yfir 33,3 % af húsinu, leggst á móti hundahaldinu, þá væri ekki um að ræða samþykki með lögmætum meirihluta. Þegar hvorki er um sameiginlegan inngang né stigagang að ræða er samþykkis annarra eigenda ekki þörf fyrir hundahaldi í húsinu. Á það til dæmis við þegar sérinngangur er í íbúð á jarðhæð eða frá sameiginlegum útitröppum. Einnig eiga sérreglur við um leiðsögu- og hjálparhunda. Höfundur er lögmaður. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun