Nýstofnað stéttarfélag segist ranglega aðili að ASÍ og SGS Andri Eysteinsson skrifar 25. ágúst 2020 17:13 Bæði Drífa og Björn hafa hafnað því að Kópur sé aðili að ASÍ eða SGS. Vísir/Vilhelm Í fyrstu grein laga stéttarfélagsins Kóps segir að félagið sé aðili að Starfsgreinasambandi Íslands og Sjómannasambandi Íslands sem sé aðili að Alþýðusambandi Íslands. Í samtali við Fréttastofu segir Drífa Snædal formaður ASÍ að það sé rangt. Kópur eigi enga aðild að ASÍ og engin samskipti hafi verið á milli sambandsins og nýja stéttarfélagsins. Alþýðusambandið sendi frá sér tilkynningu fyrr í dag þar sem tekið var fram að Kópur væri ekki hluti sambandsins og væri ekki aðili að neinum kjarasamningum, VIRK, BJARGI, orlofssjóðum, fræðslusjóðum eða sjúkrasjóðum. „Félagar okkar sem fylgjast vel með pólskum síðum þar sem vinnumarkaðsmál eru rædd létu okkur vita af þessu og lýstu miklum áhyggjum af og óskuðu eftir því að við leiðréttum misskilning sem var kominn á flug þarna,“ segir Drífa Snædal formaður ASÍ í samtali við Vísi. ASÍ brást við með útgáfu yfirlýsingar á þremur tungumálum, íslensku, ensku og pólsku. „Það er alvarlegt mál þegar það er verið að blekkja fólk, verið að fæla fólk til þess að verða af réttindum sem að þau stéttarfélög sem eru innan ASÍ geta boðið upp á. Þetta nýja félag getur ekki boðið upp á þau réttindi,“ segir Drífa. Eins og áður segir er greint frá því að Kópur sé aðili að Starfsgreinasamband Íslands (SGS) og Sjómannasambandi Íslands og þannig aðili að ASÍ. „Þetta er hreinlega ekki rétt,“ segir Drífa og hafnar því að nokkur samskipti hafi verið á milli ASÍ og Kóps. Í samtali við fréttastofu í dag hafnaði Björn Snæbjörnsson, formaður SGS að Kópur sé aðili að sambandinu og segir einnig að engin samskipti hafi verið á milli SGS og Kóps. Í fréttatilkynningu SGS vegna málsins hvetur sambandið launafólk til „að vera á varðbergi gagnvart boðum sem þessum og passa upp á að afsala sér ekki réttindum og kjörum sem félagsmenn í verkalýðshreyfingunni hafa byggt upp og tryggt með baráttu undanfarna áratugi.“ Fyrirheit Kóps séu algerlega úr lausu lofti gripin og til þess fallin að blekkja fólk. „Fyrsta aðgerðin er aðkoma þessum upplýsingum til þeirra sem verið er að reyna að fá til þessa félags undir fölskum forsendum. Koma þessu til okkar pólskumælandi félaga sem virðast hafa verið markhópurinn í þessu. Síðan hugsum við málið áfram ef tilefni er til,“ segir Drífa um næstu skref ASÍ í málinu. Þá segir hún hafa fengið fréttir af því að einhverjir meðlimir ASÍ hafi flutt sig yfir til Kóps en á Facebook síðu Kóps er ferlið sagt auðvelt og hugsanlegir meðlimir hvattir til að dreifa síðunni á meðal Facebook vina sinna. Þá segir stjórnarformaður félagsins, Stanley Pétur Kowal, í færslu dagsettri 30. maí síðastliðinn að loks hafi verið hægt að stofna verkalýðsfélagið Kóp fyrir Pólverja og aðra. Loks væri hægt að vernda réttindi vinnandi fólks. Ekki náðist í Stanley Pétur Kowal, stjórnarformann stéttarfélagsins Kóps, við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fréttastofu. Kjaramál Vinnumarkaður Innflytjendamál Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Aðalstjórn segir málið þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma það Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Fleiri fréttir Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Aðalstjórn segir málið þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma það Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Sjá meira
Í fyrstu grein laga stéttarfélagsins Kóps segir að félagið sé aðili að Starfsgreinasambandi Íslands og Sjómannasambandi Íslands sem sé aðili að Alþýðusambandi Íslands. Í samtali við Fréttastofu segir Drífa Snædal formaður ASÍ að það sé rangt. Kópur eigi enga aðild að ASÍ og engin samskipti hafi verið á milli sambandsins og nýja stéttarfélagsins. Alþýðusambandið sendi frá sér tilkynningu fyrr í dag þar sem tekið var fram að Kópur væri ekki hluti sambandsins og væri ekki aðili að neinum kjarasamningum, VIRK, BJARGI, orlofssjóðum, fræðslusjóðum eða sjúkrasjóðum. „Félagar okkar sem fylgjast vel með pólskum síðum þar sem vinnumarkaðsmál eru rædd létu okkur vita af þessu og lýstu miklum áhyggjum af og óskuðu eftir því að við leiðréttum misskilning sem var kominn á flug þarna,“ segir Drífa Snædal formaður ASÍ í samtali við Vísi. ASÍ brást við með útgáfu yfirlýsingar á þremur tungumálum, íslensku, ensku og pólsku. „Það er alvarlegt mál þegar það er verið að blekkja fólk, verið að fæla fólk til þess að verða af réttindum sem að þau stéttarfélög sem eru innan ASÍ geta boðið upp á. Þetta nýja félag getur ekki boðið upp á þau réttindi,“ segir Drífa. Eins og áður segir er greint frá því að Kópur sé aðili að Starfsgreinasamband Íslands (SGS) og Sjómannasambandi Íslands og þannig aðili að ASÍ. „Þetta er hreinlega ekki rétt,“ segir Drífa og hafnar því að nokkur samskipti hafi verið á milli ASÍ og Kóps. Í samtali við fréttastofu í dag hafnaði Björn Snæbjörnsson, formaður SGS að Kópur sé aðili að sambandinu og segir einnig að engin samskipti hafi verið á milli SGS og Kóps. Í fréttatilkynningu SGS vegna málsins hvetur sambandið launafólk til „að vera á varðbergi gagnvart boðum sem þessum og passa upp á að afsala sér ekki réttindum og kjörum sem félagsmenn í verkalýðshreyfingunni hafa byggt upp og tryggt með baráttu undanfarna áratugi.“ Fyrirheit Kóps séu algerlega úr lausu lofti gripin og til þess fallin að blekkja fólk. „Fyrsta aðgerðin er aðkoma þessum upplýsingum til þeirra sem verið er að reyna að fá til þessa félags undir fölskum forsendum. Koma þessu til okkar pólskumælandi félaga sem virðast hafa verið markhópurinn í þessu. Síðan hugsum við málið áfram ef tilefni er til,“ segir Drífa um næstu skref ASÍ í málinu. Þá segir hún hafa fengið fréttir af því að einhverjir meðlimir ASÍ hafi flutt sig yfir til Kóps en á Facebook síðu Kóps er ferlið sagt auðvelt og hugsanlegir meðlimir hvattir til að dreifa síðunni á meðal Facebook vina sinna. Þá segir stjórnarformaður félagsins, Stanley Pétur Kowal, í færslu dagsettri 30. maí síðastliðinn að loks hafi verið hægt að stofna verkalýðsfélagið Kóp fyrir Pólverja og aðra. Loks væri hægt að vernda réttindi vinnandi fólks. Ekki náðist í Stanley Pétur Kowal, stjórnarformann stéttarfélagsins Kóps, við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fréttastofu.
Kjaramál Vinnumarkaður Innflytjendamál Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Aðalstjórn segir málið þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma það Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Fleiri fréttir Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Aðalstjórn segir málið þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma það Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Sjá meira