Fæðuöryggi þjóðarinnar aldrei eins mikilvægt Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. apríl 2020 12:15 Trausti Hjálmarsson, sem er formaður Félags sauðfjárbænda í Árnessýslu og sauðfjárbóndi á bænum Austurhlíð í Biskupstungum í Bláskógabyggð með fjölskyldu sinni. Úr einkasafni. Bændur landsins leggja áherslu á að fæðuöryggi þjóðarinnar hafi aldrei verið eins mikilvægt og núna og því sé aldrei mikilvægara en að auka matvælaframleiðslu landsins í stað þess að flytja endalaust vörur inn í landið. Í kjölfar kórónuveirufaraldursins hefur daglegt líf heimsbyggðarinnar breyst og víða eru vaxandi áhyggjur af fæðuöryggi jarðarbúa og vaxandi ótti er við matarskort. Á Íslandi eru þessar áhyggjur ekki eins miklar og víða annars staðar en menn vilja þó hafa vaðið fyrir neðan sig og leggja áherslu á fæðuöryggi þjóðarinnar með íslenskri framleiðslu, sem sé aldrei mikilvægara en núna.. „Við bændur erum búnir að vera meðvitaðir um það í langan tíma að við þurfum að vera til taks bæðir fyrir okkar sveitir, samfélag og Íslendinga alla og framleiða gæða matvöru. Það er sama hvort það er lambakjöt, nautakjöt, kjúklingur, svín, grænmeti og mjólk, eða hvað það heitir. Ég finn bara mikinn meðbyr núna með íslenski framleiðslu og við þurfum bara að halda vel á því og vera bara stoltir af okkar framleiðslu, Íslendingar allir og njóta hennar“, segir Trausti Hjálmarsson, formaður Félags sauðfjárbænda í Árnessýslu Garðyrkjubændur hafa mikinn hug á því að bæta í sína framleiðslu enda mikil eftirspurn eftir íslensku grænmeti.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Þannig að bændur berja sér á brjóst? Já, auðvitað gerum við það, við erum náttúrulega stoltir bændur og eigum að vera það og megum vera það og eigum ekkert að skammast okkar fyrir það að vera flottir íslenskir duglegir bændur“, bætir Trausti við. Trausti er sauðfjárbóndi á bænum Austurhlíð, sem er við Gullna hringinn rétt hjá Úthlíð í Biskupstungum fyrir þá sem þekkja til. „Þetta eru náttúrulega mjög skrýtnir tíma. Þú gerir þér grein fyrir því að ég bý mínu sauðfjárbúi við Gullna hringinn upp í Biskupstungum. Þar voru að fara fram hjá mínum afleggjara svona tvö til þrjú þúsund bílar á dag en núna sér maður engan á ferli“. Um 30 þúsund tonn af kjöti eru framleidd á Íslendi á ári en bændur eru tilbúnir að bæta vel í sína ræktun og framleiða enn meira kjöt verði eftirspurnin það mikil. Myndin var tekin í sláturíð hjá SS á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson.„Auðvitað er þetta gjörbreytt aðstaða og andrúmsloft sem við búum við. Nú er hver og einn að hugsa um sig og vonandi ber okkur öllum gæfa til þess að hugsa vel um sjálf okkur og hvert annað og við komum bara öll standandi upprétt út úr þessu, þá meina ég öll íslenska þjóðin, ekki bara bændur, auðvitað ætla bændur að horfa björtum augum til framtíðar og berja sér á brjóst og halda áfram“, segir Trausti. Bláskógabyggð Landbúnaður Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira
Bændur landsins leggja áherslu á að fæðuöryggi þjóðarinnar hafi aldrei verið eins mikilvægt og núna og því sé aldrei mikilvægara en að auka matvælaframleiðslu landsins í stað þess að flytja endalaust vörur inn í landið. Í kjölfar kórónuveirufaraldursins hefur daglegt líf heimsbyggðarinnar breyst og víða eru vaxandi áhyggjur af fæðuöryggi jarðarbúa og vaxandi ótti er við matarskort. Á Íslandi eru þessar áhyggjur ekki eins miklar og víða annars staðar en menn vilja þó hafa vaðið fyrir neðan sig og leggja áherslu á fæðuöryggi þjóðarinnar með íslenskri framleiðslu, sem sé aldrei mikilvægara en núna.. „Við bændur erum búnir að vera meðvitaðir um það í langan tíma að við þurfum að vera til taks bæðir fyrir okkar sveitir, samfélag og Íslendinga alla og framleiða gæða matvöru. Það er sama hvort það er lambakjöt, nautakjöt, kjúklingur, svín, grænmeti og mjólk, eða hvað það heitir. Ég finn bara mikinn meðbyr núna með íslenski framleiðslu og við þurfum bara að halda vel á því og vera bara stoltir af okkar framleiðslu, Íslendingar allir og njóta hennar“, segir Trausti Hjálmarsson, formaður Félags sauðfjárbænda í Árnessýslu Garðyrkjubændur hafa mikinn hug á því að bæta í sína framleiðslu enda mikil eftirspurn eftir íslensku grænmeti.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Þannig að bændur berja sér á brjóst? Já, auðvitað gerum við það, við erum náttúrulega stoltir bændur og eigum að vera það og megum vera það og eigum ekkert að skammast okkar fyrir það að vera flottir íslenskir duglegir bændur“, bætir Trausti við. Trausti er sauðfjárbóndi á bænum Austurhlíð, sem er við Gullna hringinn rétt hjá Úthlíð í Biskupstungum fyrir þá sem þekkja til. „Þetta eru náttúrulega mjög skrýtnir tíma. Þú gerir þér grein fyrir því að ég bý mínu sauðfjárbúi við Gullna hringinn upp í Biskupstungum. Þar voru að fara fram hjá mínum afleggjara svona tvö til þrjú þúsund bílar á dag en núna sér maður engan á ferli“. Um 30 þúsund tonn af kjöti eru framleidd á Íslendi á ári en bændur eru tilbúnir að bæta vel í sína ræktun og framleiða enn meira kjöt verði eftirspurnin það mikil. Myndin var tekin í sláturíð hjá SS á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson.„Auðvitað er þetta gjörbreytt aðstaða og andrúmsloft sem við búum við. Nú er hver og einn að hugsa um sig og vonandi ber okkur öllum gæfa til þess að hugsa vel um sjálf okkur og hvert annað og við komum bara öll standandi upprétt út úr þessu, þá meina ég öll íslenska þjóðin, ekki bara bændur, auðvitað ætla bændur að horfa björtum augum til framtíðar og berja sér á brjóst og halda áfram“, segir Trausti.
Bláskógabyggð Landbúnaður Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira