Þekkingarsetur um matvælastarfsemi stofnað í Ölfusi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. apríl 2020 12:15 Elliði Vignisson, sem er í fararbroddi í Ölfusi með uppbyggingu Þekkingarseturs í matvælastarfsemi, sem verður sett á laggirnar á næstu vikum. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Sveitarfélagið Ölfus ætlar sér að stofna Þekkingarsetur um matvælastarfsemi, sem byggir á sérhæfingu svæðisins í matvælavinnslu. Liður í því er bygging risa svínabús og laxeldisstöðvar í sveitarfélaginu. Það er engin uppgjafatónn í forsvarsmönnum Sveitarfélagsins Ölfuss á tímum kórónuveirunnar því nú á að setja allt á fullt og setja á laggirnar Þekkingarsetur um matvælastarfsemi, sem mun kosta fullt af peningum og skapa fullt af nýjum störfum. „Já, þetta mál snýst fyrst og fremst um það að mannkyninu fjölgar hratt og áherslan á heilbrigð matvæli þar með. Ef að fjölgun mannkynsins verður eins og stefnir í þá þurfum við að framleiða jafnmikið af mat á næstu 40 árum og við höfum gert á síðustu 8 þúsund árin og þetta skapar gríðarleg tækifæri fyrir Íslendinga að stíga fast fram í matvælaframleiðslu og hér í Ölfusinu höfum við allt sem til þarf. Mikið land, orku, vatn, mannauð og útflutningshöfn. Til þess að undirbyggja þetta og tryggja framgang þeirra verkefna, sem þegar eru að fara af stað þá stefnum við á stofnun Þekkingarseturs á sviði umhverfisvænna matvæla bara núna á næstu dögum vonandi,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Ölfuss. Mikið af nýjum störfum munu skapast í Þorlákshöfn og í sveitunum þar í kring með allri þeirri matvælastarfsemi, sem er að hefjast í sveitarfélaginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Í þessu samhengi eru stór verkefni í burðarliðnum í Ölfusi, m.a. á að reisa risa svínabú vestan við Þorlákshöfn þar sem verða 1200 gyltur og 4.800 grísir. Fyrirtækið Síld og Fiskur byggir og mun eiga svínabúið. En það eru fleiri stór verkefni að fara af stað í Ölfusi. „já, við erum að undirbúa allt að 40 þúsund tonna laxeldi hjá þremur til fjórum fyrirtækjum, fulleldi á laxi á landi og það er nánast 100% aukning frá því sem það var 2019 en þá voru 25 þúsund tonn af laxi framleidd þá,“ bætir Elliði við. Elliði segir jafnframt að nýja Þekkingarsetrið um matvælastarfsemi muni hafa mikil og góð áhrif á atvinnulífið í Ölfusi og fjölga störfum þar mikið næstu árin. Landbúnaður Ölfus Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Sveitarfélagið Ölfus ætlar sér að stofna Þekkingarsetur um matvælastarfsemi, sem byggir á sérhæfingu svæðisins í matvælavinnslu. Liður í því er bygging risa svínabús og laxeldisstöðvar í sveitarfélaginu. Það er engin uppgjafatónn í forsvarsmönnum Sveitarfélagsins Ölfuss á tímum kórónuveirunnar því nú á að setja allt á fullt og setja á laggirnar Þekkingarsetur um matvælastarfsemi, sem mun kosta fullt af peningum og skapa fullt af nýjum störfum. „Já, þetta mál snýst fyrst og fremst um það að mannkyninu fjölgar hratt og áherslan á heilbrigð matvæli þar með. Ef að fjölgun mannkynsins verður eins og stefnir í þá þurfum við að framleiða jafnmikið af mat á næstu 40 árum og við höfum gert á síðustu 8 þúsund árin og þetta skapar gríðarleg tækifæri fyrir Íslendinga að stíga fast fram í matvælaframleiðslu og hér í Ölfusinu höfum við allt sem til þarf. Mikið land, orku, vatn, mannauð og útflutningshöfn. Til þess að undirbyggja þetta og tryggja framgang þeirra verkefna, sem þegar eru að fara af stað þá stefnum við á stofnun Þekkingarseturs á sviði umhverfisvænna matvæla bara núna á næstu dögum vonandi,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Ölfuss. Mikið af nýjum störfum munu skapast í Þorlákshöfn og í sveitunum þar í kring með allri þeirri matvælastarfsemi, sem er að hefjast í sveitarfélaginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Í þessu samhengi eru stór verkefni í burðarliðnum í Ölfusi, m.a. á að reisa risa svínabú vestan við Þorlákshöfn þar sem verða 1200 gyltur og 4.800 grísir. Fyrirtækið Síld og Fiskur byggir og mun eiga svínabúið. En það eru fleiri stór verkefni að fara af stað í Ölfusi. „já, við erum að undirbúa allt að 40 þúsund tonna laxeldi hjá þremur til fjórum fyrirtækjum, fulleldi á laxi á landi og það er nánast 100% aukning frá því sem það var 2019 en þá voru 25 þúsund tonn af laxi framleidd þá,“ bætir Elliði við. Elliði segir jafnframt að nýja Þekkingarsetrið um matvælastarfsemi muni hafa mikil og góð áhrif á atvinnulífið í Ölfusi og fjölga störfum þar mikið næstu árin.
Landbúnaður Ölfus Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira