Rafmagnaður bíltúr frá Mosó til Alicante Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. ágúst 2020 07:30 Fjölskyldumynd frá ferðalaginu. Hjónin Bragi Þór Antoníusson og Dagný Fjóla Jóhannsdóttir fluttu nýverið ásamt sonum sínum tveimur til Spánar. Þau flugu þó ekki út, líkt og flestir Íslendingar eru vanir að gera þegar þeir skella sér til sólarlanda, heldur keyrðu þau frá Mosfellsbæ til Alicante, með smá hjálp frá Norrænu, og það á rafmagnsbíl. Bragi Þór segir það hafa kostað um 11.000 krónur að reka bílinn yfir allt ferðalagið. Vísir heyrði í Braga Þór og grennslaðist fyrir um ferðalagið og ástæður þess að fjölskyldan lagði land undir fót. „Þetta kemur til með því að við vorum að flytja hingað út. Konan mín er með vinnu hérna í Alicante og ég er sjálfur að fara í nám í Barcelona. Þetta gerðist í raun og veru frekar snöggt, bara í upphafi árs. Við vorum tiltölulega nýbúin að kaupa okkur bíl og það var dálítið útgangspunkturinn í því að okkur langaði að keyra, mig langaði ekkert að skilja bílinn eftir og kaupa mér einhvern díselbíl hérna úti,“ segir Bragi í samtali við Vísi. Bíllinn sem um ræðir er Tesla Model 3 með langdrægri rafhlöðu. „Þannig að við ákváðum að gera bara gott road-trip úr þessu og keyra þetta saman fjölskyldan.“ Danir buðu upp á skrýtnar reglur Ferðalagið hófst í Mosfellsbæ, þaðan sem keyrt var til Egilsstaða. Þar var bíllinn hlaðinn yfir nótt og svo haldið til Seyðisfjarðar og upp í Norrænu, sem sigldi sem leið lá til Hirstshals í Danmörku. „Við ætluðum reyndar að stoppa hjá frændfólki mínu þar. Systir mín býr í Köben og við ætluðum að heimsækja hana. En svo er Danmörk með svo skrýtnar sóttvarnareglur að þú þarft annað hvort að vera í sex daga eða keyra viðstöðulaust í gegn. Við tímdum ekki að gefa okkur þessa sex daga þannig að við brunuðum beint í gegn um Danmörku og gistum á landamærum Danmerkur og Þýskalands fyrstu nóttina,“ segir Bragi. Hér má sjá gróflega leiðina sem fjölskyldan ferðaðist. Í kjölfarið tók við þriggja daga ferðalag niður Þýskaland, meðal annars með viðkomu í gömlum heimabæ Braga, hvar hann bjó þegar hann var drengur. Áfram hélt fjölskyldan til Zürich í Sviss, þar sem vinafólk þeirra er búsett. Við tók tveggja daga ferðalag í gegn um Frakkland. Að því loknu voru þau komin til fyrirheitna landsins, Spánar. „Svo ákváðum við þegar við fórum að sjá að Covid-staðan í Katalóníu og norður-Spáni er mjög slæm, að taka bara síðasta og lengsta keyrsludaginn og bara negla þarna frá landamærum Spánar og Frakklands og alveg niður til Alicante. Það var alveg einhver 750 kílómetra dagur held ég,“ segir Bragi og rekur minni til þess að þann daginn hafi verið tekin tvö eða þrjú stopp til þess að hlaða batteríin, bæði í bílnum og hjá lúnum ferðalöngum. Þægilegt að ferðast á rafmagninu um meginlandið Bragi segir það hafa verið gott að keyra þessa löngu leið á rafmagnsbílnum. Raunar hafi ferðalagið gengið alveg snurðulaust fyrir sig. Hann segir að rafhleðslustöðvar fyrir bílinn hafi nánast alltaf verið skammt undan og ekki hafi tekið langan tíma að bæta smá straumi á hann í hvert skipti. „Það er líka það að á svona löngu ferðalagi erum við bara að fara hraðbrautirnar og hleðslustöðvarnar eru náttúrulega staðsettar bara við hraðbrautirnar. Það hentaði okkur alveg gríðarlega vel. Flestar eru bara alveg við hraðbrautina, maður keyrir bara 200 metra út fyrir og hleður,“ segir Bragi. Hann bætir við að stöðvarnar séu svo víða að fjölskyldan hafi aldrei þurft að stoppa á óþægilegum stöðum, heldur bara þegar hentaði og þar sem hentaði. „Við bara pikkuðum út hvenær við vildum stoppa og fundum bara hleðslustöð sem var þar einhvers staðar og tókum bara góða kaffipásu eða hádegismat eða eitthvað. Oftast vorum við að hlaða í svona 20 til 40 mínútur.“ Bragi segir þá að bíllinn hlaðist hraðar þegar hleðslustaða bílsins er lág. Lengstan tíma tekur að fara úr um 80 prósent hleðslu upp í 100. „Fyll‘ann takk!“Mynd/Aðsend „Ef þú ert með nóg af hleðslustöðvum er lang hagkvæmast fyrir þig að stoppa og teygja úr þér og taka hann úr litlu upp í svona 60 til 70 prósent. Það var ein hleðsla þar sem við hlóðum hann í klukkutíma og fengum þar 45 kílóvattstundir, en í annarri hleðslu hlóðum við hann í 35 mínútur en fengum 55 kílóvattstundir. Það var bara af því að þá var hleðslustaðan á honum lægri, þá sogar hann í sig rafmagnið.“ Bragi segir að í gegn um allt ferðalagið, frá Mosfellsbæ til Alicante, hafi rafmagnið á bílinn kostað rúmlega 11.000 krónur, þegar allt er saman lagt. Honum reiknast hins vegar til að sama vegalengd ekin á bensínbíl hefði kostað í kring um 100.000 krónur.“ Lokaðir barir bíta lítið á fjölskyldufólk Eins og áður sagði er fjölskyldan nú stödd á Alicante í Valencia-héraði. Bragi segir að þar sé ástandið með tilliti til kórónuveirufaraldursins svipað og heima á Íslandi. „Ég tók stöðuna á þessu um daginn og þá voru tölurnar svipaðar og heima, hvað varðar smit á hverja 100.000 íbúa. En maður verður náttúrulega meira var við þetta,“ segir Bragi og bætir við að úti sé grímuskylda í verslunum og annars staðar á almannafæri. Hann segir þó að takmarkanirnar séu ekki eins miklar og verið hefur víða í Evrópu. Til að mynda sé ekki í gildi útgöngubann í nokkru formi, eða eitthvað slíkt. „Ég held reyndar að þeir séu farnir að loka börunum hérna á kvöldin. Veitingastaðir eru opnir á daginn en svo er klúbbum og börum lokað á kvöldin. Sem skiptir svo sem ekki máli þegar maður er með fjögurra og sjö ára með sér,“ segir Bragi og hlær. Ferðalög Spánn Bílar Tesla Íslendingar erlendis Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Hjónin Bragi Þór Antoníusson og Dagný Fjóla Jóhannsdóttir fluttu nýverið ásamt sonum sínum tveimur til Spánar. Þau flugu þó ekki út, líkt og flestir Íslendingar eru vanir að gera þegar þeir skella sér til sólarlanda, heldur keyrðu þau frá Mosfellsbæ til Alicante, með smá hjálp frá Norrænu, og það á rafmagnsbíl. Bragi Þór segir það hafa kostað um 11.000 krónur að reka bílinn yfir allt ferðalagið. Vísir heyrði í Braga Þór og grennslaðist fyrir um ferðalagið og ástæður þess að fjölskyldan lagði land undir fót. „Þetta kemur til með því að við vorum að flytja hingað út. Konan mín er með vinnu hérna í Alicante og ég er sjálfur að fara í nám í Barcelona. Þetta gerðist í raun og veru frekar snöggt, bara í upphafi árs. Við vorum tiltölulega nýbúin að kaupa okkur bíl og það var dálítið útgangspunkturinn í því að okkur langaði að keyra, mig langaði ekkert að skilja bílinn eftir og kaupa mér einhvern díselbíl hérna úti,“ segir Bragi í samtali við Vísi. Bíllinn sem um ræðir er Tesla Model 3 með langdrægri rafhlöðu. „Þannig að við ákváðum að gera bara gott road-trip úr þessu og keyra þetta saman fjölskyldan.“ Danir buðu upp á skrýtnar reglur Ferðalagið hófst í Mosfellsbæ, þaðan sem keyrt var til Egilsstaða. Þar var bíllinn hlaðinn yfir nótt og svo haldið til Seyðisfjarðar og upp í Norrænu, sem sigldi sem leið lá til Hirstshals í Danmörku. „Við ætluðum reyndar að stoppa hjá frændfólki mínu þar. Systir mín býr í Köben og við ætluðum að heimsækja hana. En svo er Danmörk með svo skrýtnar sóttvarnareglur að þú þarft annað hvort að vera í sex daga eða keyra viðstöðulaust í gegn. Við tímdum ekki að gefa okkur þessa sex daga þannig að við brunuðum beint í gegn um Danmörku og gistum á landamærum Danmerkur og Þýskalands fyrstu nóttina,“ segir Bragi. Hér má sjá gróflega leiðina sem fjölskyldan ferðaðist. Í kjölfarið tók við þriggja daga ferðalag niður Þýskaland, meðal annars með viðkomu í gömlum heimabæ Braga, hvar hann bjó þegar hann var drengur. Áfram hélt fjölskyldan til Zürich í Sviss, þar sem vinafólk þeirra er búsett. Við tók tveggja daga ferðalag í gegn um Frakkland. Að því loknu voru þau komin til fyrirheitna landsins, Spánar. „Svo ákváðum við þegar við fórum að sjá að Covid-staðan í Katalóníu og norður-Spáni er mjög slæm, að taka bara síðasta og lengsta keyrsludaginn og bara negla þarna frá landamærum Spánar og Frakklands og alveg niður til Alicante. Það var alveg einhver 750 kílómetra dagur held ég,“ segir Bragi og rekur minni til þess að þann daginn hafi verið tekin tvö eða þrjú stopp til þess að hlaða batteríin, bæði í bílnum og hjá lúnum ferðalöngum. Þægilegt að ferðast á rafmagninu um meginlandið Bragi segir það hafa verið gott að keyra þessa löngu leið á rafmagnsbílnum. Raunar hafi ferðalagið gengið alveg snurðulaust fyrir sig. Hann segir að rafhleðslustöðvar fyrir bílinn hafi nánast alltaf verið skammt undan og ekki hafi tekið langan tíma að bæta smá straumi á hann í hvert skipti. „Það er líka það að á svona löngu ferðalagi erum við bara að fara hraðbrautirnar og hleðslustöðvarnar eru náttúrulega staðsettar bara við hraðbrautirnar. Það hentaði okkur alveg gríðarlega vel. Flestar eru bara alveg við hraðbrautina, maður keyrir bara 200 metra út fyrir og hleður,“ segir Bragi. Hann bætir við að stöðvarnar séu svo víða að fjölskyldan hafi aldrei þurft að stoppa á óþægilegum stöðum, heldur bara þegar hentaði og þar sem hentaði. „Við bara pikkuðum út hvenær við vildum stoppa og fundum bara hleðslustöð sem var þar einhvers staðar og tókum bara góða kaffipásu eða hádegismat eða eitthvað. Oftast vorum við að hlaða í svona 20 til 40 mínútur.“ Bragi segir þá að bíllinn hlaðist hraðar þegar hleðslustaða bílsins er lág. Lengstan tíma tekur að fara úr um 80 prósent hleðslu upp í 100. „Fyll‘ann takk!“Mynd/Aðsend „Ef þú ert með nóg af hleðslustöðvum er lang hagkvæmast fyrir þig að stoppa og teygja úr þér og taka hann úr litlu upp í svona 60 til 70 prósent. Það var ein hleðsla þar sem við hlóðum hann í klukkutíma og fengum þar 45 kílóvattstundir, en í annarri hleðslu hlóðum við hann í 35 mínútur en fengum 55 kílóvattstundir. Það var bara af því að þá var hleðslustaðan á honum lægri, þá sogar hann í sig rafmagnið.“ Bragi segir að í gegn um allt ferðalagið, frá Mosfellsbæ til Alicante, hafi rafmagnið á bílinn kostað rúmlega 11.000 krónur, þegar allt er saman lagt. Honum reiknast hins vegar til að sama vegalengd ekin á bensínbíl hefði kostað í kring um 100.000 krónur.“ Lokaðir barir bíta lítið á fjölskyldufólk Eins og áður sagði er fjölskyldan nú stödd á Alicante í Valencia-héraði. Bragi segir að þar sé ástandið með tilliti til kórónuveirufaraldursins svipað og heima á Íslandi. „Ég tók stöðuna á þessu um daginn og þá voru tölurnar svipaðar og heima, hvað varðar smit á hverja 100.000 íbúa. En maður verður náttúrulega meira var við þetta,“ segir Bragi og bætir við að úti sé grímuskylda í verslunum og annars staðar á almannafæri. Hann segir þó að takmarkanirnar séu ekki eins miklar og verið hefur víða í Evrópu. Til að mynda sé ekki í gildi útgöngubann í nokkru formi, eða eitthvað slíkt. „Ég held reyndar að þeir séu farnir að loka börunum hérna á kvöldin. Veitingastaðir eru opnir á daginn en svo er klúbbum og börum lokað á kvöldin. Sem skiptir svo sem ekki máli þegar maður er með fjögurra og sjö ára með sér,“ segir Bragi og hlær.
Ferðalög Spánn Bílar Tesla Íslendingar erlendis Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira