Bjartsýnin dvínandi fyrir veturinn á Norðurlandi Tryggvi Páll Tryggvason og Andri Eysteinsson skrifa 23. ágúst 2020 23:11 Komandi vetur mun reyna á ferðaþjónustufyrirtækin á Norðurlandi að mati framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands. Óvíst er hvort hægt verði að endurráða þá sem eru að ljúka sínum uppsagnarfresti um mánaðamótin. Það eru blikur á lofti í ferðamannaþjónustunni á Norðurlandi þó að ferðamannasumarið þar hafi verið fram úr björtustu vonum margra rekstraraðila, ekki síst á Akureyri. „Það gerir það að verkum að fólk hjá okkur var mjög bjartsýnt á að það yrði opið í vetur. Síðan kemur auðvitað þessi mikli skellur í síðustu viku að ferðaþjónustunni er hreinlega lokað, skellt í lás og við sjáum bæina tæmast núna,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Ferðaþjónustan á Norðurlandi treystir einmitt mjög á að sumartekjurnar teygi sig inn í haustið svo að hægt sé að fleyta sér í gegnum veturinn sem venjulega er mjög rólegur. „Þessar tekjur sem menn bjuggust þó við að fá í vetur eru farnar svo ég er hrædd um að það þurfi einhverjar björgunaraðgerðir núna eða þá að við sjáum fram á miklar breytingar á ferðaþjónustunni sagði Arnheiður. Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.Stöð 2 Fjölmargir starfsmenn í ferðaþjónustunni unnu á uppsagnarfresti í sumar og fljótlega þurfa atvinnurekendur að taka ákvörðun um framhaldið. „Núna er uppsagnarfresti að ljúka hjá mörgum og það er alveg ljóst að menn geta ekki verið með starfsfólk í vinnu eins og staðan er núna.“ Ferðaþjónustufyrirtæki á Norðurlandi sakni upplýsinga frá yfirvöldum um hvað taki við næstu vikur og mánuði. „Hver er stefnan, hver er langtímasýnin, hverjir eru að taka ákvarðanir og hvað er þar að baki. Það þarf samtal við okkur sem erum að reka ferðaþjónustu úti á landi,ׅ“ segir Arnheiður. Þörf sé á skýrum svörum um við hverju megi búast. „Allar svona ákvarðanir hafa mikil áhrif, mjög langt fram í tímann á kauphegðun og kaupvilja ferðamanna. Við verðum að geta svarað fyrir hvað er fram undan og hvenær við getum farið að selja eitthvað. Við getum ekki verið að kasta alltaf út önglinum og sagt við erum opin og dregið hann svo til baka. Það gengur ekki upp til lengri tíma,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Akureyri Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sjá meira
Komandi vetur mun reyna á ferðaþjónustufyrirtækin á Norðurlandi að mati framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands. Óvíst er hvort hægt verði að endurráða þá sem eru að ljúka sínum uppsagnarfresti um mánaðamótin. Það eru blikur á lofti í ferðamannaþjónustunni á Norðurlandi þó að ferðamannasumarið þar hafi verið fram úr björtustu vonum margra rekstraraðila, ekki síst á Akureyri. „Það gerir það að verkum að fólk hjá okkur var mjög bjartsýnt á að það yrði opið í vetur. Síðan kemur auðvitað þessi mikli skellur í síðustu viku að ferðaþjónustunni er hreinlega lokað, skellt í lás og við sjáum bæina tæmast núna,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Ferðaþjónustan á Norðurlandi treystir einmitt mjög á að sumartekjurnar teygi sig inn í haustið svo að hægt sé að fleyta sér í gegnum veturinn sem venjulega er mjög rólegur. „Þessar tekjur sem menn bjuggust þó við að fá í vetur eru farnar svo ég er hrædd um að það þurfi einhverjar björgunaraðgerðir núna eða þá að við sjáum fram á miklar breytingar á ferðaþjónustunni sagði Arnheiður. Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.Stöð 2 Fjölmargir starfsmenn í ferðaþjónustunni unnu á uppsagnarfresti í sumar og fljótlega þurfa atvinnurekendur að taka ákvörðun um framhaldið. „Núna er uppsagnarfresti að ljúka hjá mörgum og það er alveg ljóst að menn geta ekki verið með starfsfólk í vinnu eins og staðan er núna.“ Ferðaþjónustufyrirtæki á Norðurlandi sakni upplýsinga frá yfirvöldum um hvað taki við næstu vikur og mánuði. „Hver er stefnan, hver er langtímasýnin, hverjir eru að taka ákvarðanir og hvað er þar að baki. Það þarf samtal við okkur sem erum að reka ferðaþjónustu úti á landi,ׅ“ segir Arnheiður. Þörf sé á skýrum svörum um við hverju megi búast. „Allar svona ákvarðanir hafa mikil áhrif, mjög langt fram í tímann á kauphegðun og kaupvilja ferðamanna. Við verðum að geta svarað fyrir hvað er fram undan og hvenær við getum farið að selja eitthvað. Við getum ekki verið að kasta alltaf út önglinum og sagt við erum opin og dregið hann svo til baka. Það gengur ekki upp til lengri tíma,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.
Akureyri Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sjá meira