Fylltu í rúmlega tveggja metra djúpa holu á þjóðveginum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. ágúst 2020 20:11 Eins og sjá má var holan nokkuð djúp. Mynd/Eiður Ragnarsson Um tveggja og hálfs metra djúp hola á þjóðveginum skammt frá Djúpavogi var fyllt með um það bil 12 rúmmetrum af möl í dag. Eiður Ragnarsson sem var meðal þeirra sem unnu að því að fylla upp í holuna segir það einskæra heppni að enginn hafi lent ofan í holunni. Eiður birti í kvöld færslu á Facebook þar sem hann sýndi frá því þegar notast var við gröfu til að fletta malbikið upp þannig að gapandi gímaldið kæmi í ljós. Í samtali við Vísi segir hann að fyrirtækið sem hann vinnur hjá, SG-vélar, hafi fengið símhringingu vegna holunnar. „Vegfarandi hringdi í neyðarlínuna og tilkynnti um stein á veginum. Þetta var svo reyndar ekki steinn. En svo er hringt í mig og ég beðinn að fara og athuga hvað þetta er. Þá er búið að merkja þetta með viðvörunarþríhyrningi af öðrum vegfaranda.“ Eins og áður segir þurfti um 12 rúmmetra af möl til þess að fylla upp í holuna, sem Eiður telur að hafi verið um tveir og hálfur metri að dýpt. Hann segir það heppni að engin slys hafi orðið. „Það er einskær heppni að enginn skyldi lenda þarna ofan í. Ef maður hefði hoppað á brúninni hefði þetta gefið sig,“ segir Eiður. Í Facebook-færslu Eiðs hér að ofan sýnir önnur myndanna hvernig aðkoman að holunni var. Undir niðri reyndist holan mun dýpri en hún virtist í fyrstu. Gamalt ræsi bjó til holuna Eiður segir ástæðu þess að holan myndaðist vera ræsi sem liggur undir veginn. Það sé komið til ára sinna. „Þetta kemur til af því að það er ræsi þarna undir veginum sem er að gefa sig. Vatnið tekur með sér mölina. Þegar ræsin eru orðin léleg getur þetta gerst.“ Hann segist hafa séð holumyndun undir vegum þar sem ræsi eru en holurnar hafi þó aldrei verið á stærð við þá sem um ræðir nú. „Þær eru yfirleitt bara pínulitlar og ekkert í líkingu við þetta. Það hafa alveg komið svona holur áður við ræsi en það er mjög óvanalegt að þetta sé svona stórt,“ segir Eiður. Hann telur að ræsið sé um þrjátíu ára gamalt og sé orðið úr sér gengið. „Það þarf bara að endurnýja ræsið og það verður væntanlega bara gert fljótlega,“ segir Eiður að lokum. Djúpivogur Samgöngur Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira
Um tveggja og hálfs metra djúp hola á þjóðveginum skammt frá Djúpavogi var fyllt með um það bil 12 rúmmetrum af möl í dag. Eiður Ragnarsson sem var meðal þeirra sem unnu að því að fylla upp í holuna segir það einskæra heppni að enginn hafi lent ofan í holunni. Eiður birti í kvöld færslu á Facebook þar sem hann sýndi frá því þegar notast var við gröfu til að fletta malbikið upp þannig að gapandi gímaldið kæmi í ljós. Í samtali við Vísi segir hann að fyrirtækið sem hann vinnur hjá, SG-vélar, hafi fengið símhringingu vegna holunnar. „Vegfarandi hringdi í neyðarlínuna og tilkynnti um stein á veginum. Þetta var svo reyndar ekki steinn. En svo er hringt í mig og ég beðinn að fara og athuga hvað þetta er. Þá er búið að merkja þetta með viðvörunarþríhyrningi af öðrum vegfaranda.“ Eins og áður segir þurfti um 12 rúmmetra af möl til þess að fylla upp í holuna, sem Eiður telur að hafi verið um tveir og hálfur metri að dýpt. Hann segir það heppni að engin slys hafi orðið. „Það er einskær heppni að enginn skyldi lenda þarna ofan í. Ef maður hefði hoppað á brúninni hefði þetta gefið sig,“ segir Eiður. Í Facebook-færslu Eiðs hér að ofan sýnir önnur myndanna hvernig aðkoman að holunni var. Undir niðri reyndist holan mun dýpri en hún virtist í fyrstu. Gamalt ræsi bjó til holuna Eiður segir ástæðu þess að holan myndaðist vera ræsi sem liggur undir veginn. Það sé komið til ára sinna. „Þetta kemur til af því að það er ræsi þarna undir veginum sem er að gefa sig. Vatnið tekur með sér mölina. Þegar ræsin eru orðin léleg getur þetta gerst.“ Hann segist hafa séð holumyndun undir vegum þar sem ræsi eru en holurnar hafi þó aldrei verið á stærð við þá sem um ræðir nú. „Þær eru yfirleitt bara pínulitlar og ekkert í líkingu við þetta. Það hafa alveg komið svona holur áður við ræsi en það er mjög óvanalegt að þetta sé svona stórt,“ segir Eiður. Hann telur að ræsið sé um þrjátíu ára gamalt og sé orðið úr sér gengið. „Það þarf bara að endurnýja ræsið og það verður væntanlega bara gert fljótlega,“ segir Eiður að lokum.
Djúpivogur Samgöngur Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira