Fylltu í rúmlega tveggja metra djúpa holu á þjóðveginum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. ágúst 2020 20:11 Eins og sjá má var holan nokkuð djúp. Mynd/Eiður Ragnarsson Um tveggja og hálfs metra djúp hola á þjóðveginum skammt frá Djúpavogi var fyllt með um það bil 12 rúmmetrum af möl í dag. Eiður Ragnarsson sem var meðal þeirra sem unnu að því að fylla upp í holuna segir það einskæra heppni að enginn hafi lent ofan í holunni. Eiður birti í kvöld færslu á Facebook þar sem hann sýndi frá því þegar notast var við gröfu til að fletta malbikið upp þannig að gapandi gímaldið kæmi í ljós. Í samtali við Vísi segir hann að fyrirtækið sem hann vinnur hjá, SG-vélar, hafi fengið símhringingu vegna holunnar. „Vegfarandi hringdi í neyðarlínuna og tilkynnti um stein á veginum. Þetta var svo reyndar ekki steinn. En svo er hringt í mig og ég beðinn að fara og athuga hvað þetta er. Þá er búið að merkja þetta með viðvörunarþríhyrningi af öðrum vegfaranda.“ Eins og áður segir þurfti um 12 rúmmetra af möl til þess að fylla upp í holuna, sem Eiður telur að hafi verið um tveir og hálfur metri að dýpt. Hann segir það heppni að engin slys hafi orðið. „Það er einskær heppni að enginn skyldi lenda þarna ofan í. Ef maður hefði hoppað á brúninni hefði þetta gefið sig,“ segir Eiður. Í Facebook-færslu Eiðs hér að ofan sýnir önnur myndanna hvernig aðkoman að holunni var. Undir niðri reyndist holan mun dýpri en hún virtist í fyrstu. Gamalt ræsi bjó til holuna Eiður segir ástæðu þess að holan myndaðist vera ræsi sem liggur undir veginn. Það sé komið til ára sinna. „Þetta kemur til af því að það er ræsi þarna undir veginum sem er að gefa sig. Vatnið tekur með sér mölina. Þegar ræsin eru orðin léleg getur þetta gerst.“ Hann segist hafa séð holumyndun undir vegum þar sem ræsi eru en holurnar hafi þó aldrei verið á stærð við þá sem um ræðir nú. „Þær eru yfirleitt bara pínulitlar og ekkert í líkingu við þetta. Það hafa alveg komið svona holur áður við ræsi en það er mjög óvanalegt að þetta sé svona stórt,“ segir Eiður. Hann telur að ræsið sé um þrjátíu ára gamalt og sé orðið úr sér gengið. „Það þarf bara að endurnýja ræsið og það verður væntanlega bara gert fljótlega,“ segir Eiður að lokum. Djúpivogur Samgöngur Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira
Um tveggja og hálfs metra djúp hola á þjóðveginum skammt frá Djúpavogi var fyllt með um það bil 12 rúmmetrum af möl í dag. Eiður Ragnarsson sem var meðal þeirra sem unnu að því að fylla upp í holuna segir það einskæra heppni að enginn hafi lent ofan í holunni. Eiður birti í kvöld færslu á Facebook þar sem hann sýndi frá því þegar notast var við gröfu til að fletta malbikið upp þannig að gapandi gímaldið kæmi í ljós. Í samtali við Vísi segir hann að fyrirtækið sem hann vinnur hjá, SG-vélar, hafi fengið símhringingu vegna holunnar. „Vegfarandi hringdi í neyðarlínuna og tilkynnti um stein á veginum. Þetta var svo reyndar ekki steinn. En svo er hringt í mig og ég beðinn að fara og athuga hvað þetta er. Þá er búið að merkja þetta með viðvörunarþríhyrningi af öðrum vegfaranda.“ Eins og áður segir þurfti um 12 rúmmetra af möl til þess að fylla upp í holuna, sem Eiður telur að hafi verið um tveir og hálfur metri að dýpt. Hann segir það heppni að engin slys hafi orðið. „Það er einskær heppni að enginn skyldi lenda þarna ofan í. Ef maður hefði hoppað á brúninni hefði þetta gefið sig,“ segir Eiður. Í Facebook-færslu Eiðs hér að ofan sýnir önnur myndanna hvernig aðkoman að holunni var. Undir niðri reyndist holan mun dýpri en hún virtist í fyrstu. Gamalt ræsi bjó til holuna Eiður segir ástæðu þess að holan myndaðist vera ræsi sem liggur undir veginn. Það sé komið til ára sinna. „Þetta kemur til af því að það er ræsi þarna undir veginum sem er að gefa sig. Vatnið tekur með sér mölina. Þegar ræsin eru orðin léleg getur þetta gerst.“ Hann segist hafa séð holumyndun undir vegum þar sem ræsi eru en holurnar hafi þó aldrei verið á stærð við þá sem um ræðir nú. „Þær eru yfirleitt bara pínulitlar og ekkert í líkingu við þetta. Það hafa alveg komið svona holur áður við ræsi en það er mjög óvanalegt að þetta sé svona stórt,“ segir Eiður. Hann telur að ræsið sé um þrjátíu ára gamalt og sé orðið úr sér gengið. „Það þarf bara að endurnýja ræsið og það verður væntanlega bara gert fljótlega,“ segir Eiður að lokum.
Djúpivogur Samgöngur Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira