Eldur í íbúðarhúsi eldri borgara í Breiðholti Vésteinn Örn Pétursson og Andri Eysteinsson skrifa 21. ágúst 2020 18:20 Af vettvangi. Vísir/Aðsend Eldur kom upp í íbúðarhúsi eldri borgara í Árskógum í Breiðholti nú fyrir stuttu. Þetta hefur fréttastofa fengið staðfest frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Einn var fluttur á slysadeild til skoðunar en er hann ekki talinn mikið slasaður. Fréttamaður Vísis er á vettvangi. Búið er að slökkva eldinn á svölum íbúðar á þriðju hæð og er enginn eldur sjáanlegur utan frá. Viðbúnaður slökkviliðs er þó enn mikill á svæðinu. Fjórir slökkvibílar eru á vettvangi auk sjúkrabíla og lögreglu. Slökkvistarfi að mestu lokið og engin slys á fólki Ari Jóhannes Hauksson, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, segir að búið sé að ná tökum á eldinum. „Við fengum fyrir skammri stundu síðan tilkynningu um eld á svölum á þriðju hæð. Það var talað um að það væri eldur í gasgrilli. Þegar við komum hérna á staðinn þá logar mikill eldur hérna á svölunum, þannig það komu allar fjórar stöðvarnar á staðinn,“ segir Ari. Húsið hafi þá verið rýmt og verið sé að meta aðrar íbúðir í húsinu og skoða aðstæður. Ari segir að búast megi við að miklar skemmdir hafi hlotist af eldinum. Hann hafi náð að læsa sig í klæðningu á svölunum og mögulega komist eitthvað inn í íbúðina. „Í þessu tilfelli varð engum meint af, vona ég. En auðvitað er sárt að lenda í svona.“ Hann segir þá að nú fari að líða að því að hægt verði að senda hluta slökkviliðs á vettvangi í burtu. Reykkafari sé að meta íbúðir á efri hæðum hússins og í framhaldinu verður tekin ákvörðum um hvort og þá hvaða íbúðir þurfi að reykræsta. Ari Jóhannes Hauksson er varðstjóri hjá slökkviliðinu.Vísir/Egill Fréttin var síðast uppfærð klukkan 18:50. Vísir/Andri Vísir/Andri Slökkvilið Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Eldur kom upp í íbúðarhúsi eldri borgara í Árskógum í Breiðholti nú fyrir stuttu. Þetta hefur fréttastofa fengið staðfest frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Einn var fluttur á slysadeild til skoðunar en er hann ekki talinn mikið slasaður. Fréttamaður Vísis er á vettvangi. Búið er að slökkva eldinn á svölum íbúðar á þriðju hæð og er enginn eldur sjáanlegur utan frá. Viðbúnaður slökkviliðs er þó enn mikill á svæðinu. Fjórir slökkvibílar eru á vettvangi auk sjúkrabíla og lögreglu. Slökkvistarfi að mestu lokið og engin slys á fólki Ari Jóhannes Hauksson, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, segir að búið sé að ná tökum á eldinum. „Við fengum fyrir skammri stundu síðan tilkynningu um eld á svölum á þriðju hæð. Það var talað um að það væri eldur í gasgrilli. Þegar við komum hérna á staðinn þá logar mikill eldur hérna á svölunum, þannig það komu allar fjórar stöðvarnar á staðinn,“ segir Ari. Húsið hafi þá verið rýmt og verið sé að meta aðrar íbúðir í húsinu og skoða aðstæður. Ari segir að búast megi við að miklar skemmdir hafi hlotist af eldinum. Hann hafi náð að læsa sig í klæðningu á svölunum og mögulega komist eitthvað inn í íbúðina. „Í þessu tilfelli varð engum meint af, vona ég. En auðvitað er sárt að lenda í svona.“ Hann segir þá að nú fari að líða að því að hægt verði að senda hluta slökkviliðs á vettvangi í burtu. Reykkafari sé að meta íbúðir á efri hæðum hússins og í framhaldinu verður tekin ákvörðum um hvort og þá hvaða íbúðir þurfi að reykræsta. Ari Jóhannes Hauksson er varðstjóri hjá slökkviliðinu.Vísir/Egill Fréttin var síðast uppfærð klukkan 18:50. Vísir/Andri Vísir/Andri
Slökkvilið Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira