Furða sig á málshöfðun Lilju Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. ágúst 2020 17:18 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Stjórn Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins (FHSS) hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem hún furðar sig á ákvörðun Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, að stefna félagsmanni félagsins fyrir dómi. Greint var frá því í júní að Lilja hygðist stefna Hafdísi Helgu Ólafsdóttur, sem kærði skipan Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að skipan Páls hefði brotið í bága við jafnréttislög. Úrskurðir kærunefndar jafnréttismála eru bindandi gagnvart málsaðilum, samkvæmt 5. grein laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Hins vegar get a málsaðilar borið úrskurði nefndarinnar undir dómstóla. Ráðherra þarf því að höfða mál gegn kærandanum, í þessu tilfelli Hafdísi, til þess að fá úrskurðinn ógildan fyrir dómi. Setur starfsmanninn í fordæmalausa stöðu Í yfirlýsingu FHSS segir að engin dæmi séu um að ráðherra hafi persónulega höfðað mál gegn starfsmanni ríkisins sem hafi ekkert unnið sér til saka annað en að sækja um starf sem hann fékk ekki og kæra þá niðurstöðu eins og lög heimila. „Forsætisráðherra hefur lagt fram drög að lagafrumvarpi um stjórnsýslu jafnréttismála í samráðsgátt stjórnvalda með breytingartillögu sem kemur í veg fyrir að ráðherra geti stefnt félagsmanni einum fyrir dóm til þess að fá niðurstöðu kærunefndarinnar hnekkt. Þar sem þessi lagabreytingatillaga liggur nú þegar fyrir er félaginu óskiljanlegt að ráðherra skuli hafa ákveðið að stefna félagsmanninum persónulega fyrir dóm,“ segir einnig í yfirlýsingunni. Þá er því haldið fram að málshöfðun Lilju á hendur Hafdísi, sem ekki er nefnd á nafn í yfirlýsingunni, geti haft það í för með sér að umsækjendur starfa veigri sér við að sækja lögvarinn rétt sinn. „Auk þess að setja félagsmanninn í fordæmalausa stöðu gagnvart ráðherra er hætt við að stefnan muni fæla hæfa umsækjendur frá því að sækja um störf hjá ríkinu.“ Stjórnsýsla Jafnréttismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Stjórn Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins (FHSS) hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem hún furðar sig á ákvörðun Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, að stefna félagsmanni félagsins fyrir dómi. Greint var frá því í júní að Lilja hygðist stefna Hafdísi Helgu Ólafsdóttur, sem kærði skipan Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að skipan Páls hefði brotið í bága við jafnréttislög. Úrskurðir kærunefndar jafnréttismála eru bindandi gagnvart málsaðilum, samkvæmt 5. grein laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Hins vegar get a málsaðilar borið úrskurði nefndarinnar undir dómstóla. Ráðherra þarf því að höfða mál gegn kærandanum, í þessu tilfelli Hafdísi, til þess að fá úrskurðinn ógildan fyrir dómi. Setur starfsmanninn í fordæmalausa stöðu Í yfirlýsingu FHSS segir að engin dæmi séu um að ráðherra hafi persónulega höfðað mál gegn starfsmanni ríkisins sem hafi ekkert unnið sér til saka annað en að sækja um starf sem hann fékk ekki og kæra þá niðurstöðu eins og lög heimila. „Forsætisráðherra hefur lagt fram drög að lagafrumvarpi um stjórnsýslu jafnréttismála í samráðsgátt stjórnvalda með breytingartillögu sem kemur í veg fyrir að ráðherra geti stefnt félagsmanni einum fyrir dóm til þess að fá niðurstöðu kærunefndarinnar hnekkt. Þar sem þessi lagabreytingatillaga liggur nú þegar fyrir er félaginu óskiljanlegt að ráðherra skuli hafa ákveðið að stefna félagsmanninum persónulega fyrir dóm,“ segir einnig í yfirlýsingunni. Þá er því haldið fram að málshöfðun Lilju á hendur Hafdísi, sem ekki er nefnd á nafn í yfirlýsingunni, geti haft það í för með sér að umsækjendur starfa veigri sér við að sækja lögvarinn rétt sinn. „Auk þess að setja félagsmanninn í fordæmalausa stöðu gagnvart ráðherra er hætt við að stefnan muni fæla hæfa umsækjendur frá því að sækja um störf hjá ríkinu.“
Stjórnsýsla Jafnréttismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira