Kaldastríðsögranir á fullu í næsta nágrenni Íslands Kristján Már Unnarsson skrifar 21. mars 2020 08:45 TU-160 sprengjuþota, sem flaug framhjá Íslandi, tekur á loft frá herflugvelli í sunnanverðu Rússlandi í síðustu viku. Til vinstri sést TU-142 bíða eftir að aka í flugtaksstöðu. Mynd/Varnarmálaráðuneyti Rússlands. Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur birt myndband frá langflugi tveggja TU-160 sprengjuflugvéla, ásamt fylgivélum, framhjá Íslandi, Noregi og Bretlandi í síðustu viku. Norskar F-16 orustuþotur flugu til móts við þær frá Noregi og breskar Eurofighter Typhoon orustuþotur frá Bretlandi. TU-160, eða hvíti svanurinn, eins og Rússar nefna þær, eru öflugustu kjarnorkuárásarþotur rússneska flughersins. Þær eru jafnframt hraðfleygustu sprengjuþotur heims, og þær stærstu sem ná hljóðhraða. Þær geta flogið á tvöföldum hljóðhraða, eða 2.200 kílómetra hraða á klukkustund, og borið allt að 40 tonna sprengjufarm, þar á meðal stýriflaugar búnar kjarnaoddum.Flugsveit NATO-herja í oddaflugi yfir Íslandi í byrjun vikunnar. Bandarísk B-2 sprengjuþota fremst en norskar F-35 og bandarískar F-15 orustuþotur fylgja.Mynd/US Air Force.Fjórir dagar liðu frá þessari ögrun Rússa þar til NATO og Bandaríkjaher birtust með sínar skæðustu sprengjuþotur, B-2, yfir Íslandi. Tvær slíkar flugu í oddaflugi í fylgd hersingar norskra og bandarískra orustuþotna með þeim skilaboðum bandaríska hershöfðingjans Jeff Harrigian „..til allra andstæðinga okkar, að hver sem áskorunin er, þá erum við tilbúin“. Sjá nánar hér: B-2 sprengjuþotur í oddaflugi yfir Íslandi með norskum herþotum Flug TU-160 sprengjuþotnanna varði í alls fimmtán klukkustundir og fengu þær eldsneytisáfyllingu á leiðinni út af ströndum Norður-Noregs frá Ilyushin Il-78-eldsneytisvél, að því er fram kemur í frétt rússnesku TASS-fréttastofunnar. Þær lögðu upp frá sunnanverðu Rússlandi, flugu síðan norður yfir Kólaskaga, yfir Barentshaf, síðan suður yfir Noregshaf, í gegnum GIUK-hliðið milli Íslands og Bretlands, suður fyrir Írland og alla leið inn á Biskajaflóa áður en þær sneru aftur heim á leið.Flugleið rússnesku TU-160 sprengjuþotnanna í síðustu viku, eins og hún er sýnd á rússneskri vefsíðu.„Samkvæmt varnarmálaráðuneytinu sinna rússneskar langdrægar flugvélar reglulega flugi yfir hlutlausu hafsvæði norðurslóða, Norður-Atlantshafinu, Svartahafi og Eystrasaltshafi og Kyrrahafinu. Allt flug er í ströngu samræmi við alþjóðlegar reglur, án þess að brotið sé gegn lofthelgi annarra ríkja,“ segir í frétt TASS-fréttastofunnar. Þetta var í fimmta sinn á skömmum tíma sem orustuþotur NATO flugu til móts við rússneskar hervélar. Það gerðist einnig 7. mars og 11. mars, og tvívegis í lok febrúar, en þá voru gamlir góðkunningjar kalda stríðsins á ferðinni, rússnesku birnirnir TU-142, endurbætt útgáfa TU-95. Ein þeirra fór einnig alla leið suður á Biskajaflóa þar sem franski flugherinn mætti henni.Bresk Typhoon-orustuþota við hlið rússneskrar TU-142 hervélar undan ströndum Bretlands fyrr í mánuðinum.Mynd/Royal Air Force.Yfirmaður breska flughersins, flugmarskálkurinn Mike Wigston, hefur aðra sýn á þetta flug en Rússarnir. Í yfirlýsingu segir hann að rússnesku vélarnar fylgi ekki alþjóðlegum flugumferðarreglum, þær skapi hættu fyrir farþegaflug „og þær eru ekki velkomnar í okkar loftrými“. Vefsíðan Barents Observer rekur þetta aukna flug Rússa undanfarnar vikur meðal annars til æfingar tveggja bandarískra kjarnorkukafbáta undir ísnum á Norðurheimskautinu. Bandaríski herinn setti samtímis upp bráðabirgðaherbúðir á ísnum, auk þess sem kafbátarnir hafa æft sig í að brjóta sér leið upp í gegnum ísinn. Flug Rússanna megi einnig tengja NATO-æfingu sem áformuð var í Norður-Noregi, en blásin af í síðustu viku vegna kórónu-veirunnar.Rússnesk TU-160 sprengjuþota að tengjast eldsneytisáfyllingarvél.Mynd/Varnarmálaráðuneyti RússlandsÞá hafi það gerst í október í haust að átta rússneskir kjarnorkukafbátar sigldu skyndilega frá bækistöðvum sínum á Kólaskaga. Nokkrir þeirra hafi farið í gegnum GIUK-hliðið, milli Grænlands, Íslands og Bretlands, og haldið sig í Norður-Atlantshafinu vikum saman áður en þeir sigldu aftur heim fyrir jól. Hér má sjá myndband Varnarmálaráðuneytis Rússlands frá flugi TU-160 í síðustu viku: Bretland Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur NATO Norðurslóðir Noregur Tengdar fréttir Skilgreina Keflavík sem útstöð skæðustu sprengjuþotu heims Bandaríkjaher lítur á Keflavík sem útstöð fyrir torséðu B-2 sprengjuþotuna, sem hönnuð er til kjarnorkuárása. Þetta má sjá í fréttatilkynningu flughersins vegna komu þotunnar fyrir helgi. 2. september 2019 21:00 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Sjá meira
Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur birt myndband frá langflugi tveggja TU-160 sprengjuflugvéla, ásamt fylgivélum, framhjá Íslandi, Noregi og Bretlandi í síðustu viku. Norskar F-16 orustuþotur flugu til móts við þær frá Noregi og breskar Eurofighter Typhoon orustuþotur frá Bretlandi. TU-160, eða hvíti svanurinn, eins og Rússar nefna þær, eru öflugustu kjarnorkuárásarþotur rússneska flughersins. Þær eru jafnframt hraðfleygustu sprengjuþotur heims, og þær stærstu sem ná hljóðhraða. Þær geta flogið á tvöföldum hljóðhraða, eða 2.200 kílómetra hraða á klukkustund, og borið allt að 40 tonna sprengjufarm, þar á meðal stýriflaugar búnar kjarnaoddum.Flugsveit NATO-herja í oddaflugi yfir Íslandi í byrjun vikunnar. Bandarísk B-2 sprengjuþota fremst en norskar F-35 og bandarískar F-15 orustuþotur fylgja.Mynd/US Air Force.Fjórir dagar liðu frá þessari ögrun Rússa þar til NATO og Bandaríkjaher birtust með sínar skæðustu sprengjuþotur, B-2, yfir Íslandi. Tvær slíkar flugu í oddaflugi í fylgd hersingar norskra og bandarískra orustuþotna með þeim skilaboðum bandaríska hershöfðingjans Jeff Harrigian „..til allra andstæðinga okkar, að hver sem áskorunin er, þá erum við tilbúin“. Sjá nánar hér: B-2 sprengjuþotur í oddaflugi yfir Íslandi með norskum herþotum Flug TU-160 sprengjuþotnanna varði í alls fimmtán klukkustundir og fengu þær eldsneytisáfyllingu á leiðinni út af ströndum Norður-Noregs frá Ilyushin Il-78-eldsneytisvél, að því er fram kemur í frétt rússnesku TASS-fréttastofunnar. Þær lögðu upp frá sunnanverðu Rússlandi, flugu síðan norður yfir Kólaskaga, yfir Barentshaf, síðan suður yfir Noregshaf, í gegnum GIUK-hliðið milli Íslands og Bretlands, suður fyrir Írland og alla leið inn á Biskajaflóa áður en þær sneru aftur heim á leið.Flugleið rússnesku TU-160 sprengjuþotnanna í síðustu viku, eins og hún er sýnd á rússneskri vefsíðu.„Samkvæmt varnarmálaráðuneytinu sinna rússneskar langdrægar flugvélar reglulega flugi yfir hlutlausu hafsvæði norðurslóða, Norður-Atlantshafinu, Svartahafi og Eystrasaltshafi og Kyrrahafinu. Allt flug er í ströngu samræmi við alþjóðlegar reglur, án þess að brotið sé gegn lofthelgi annarra ríkja,“ segir í frétt TASS-fréttastofunnar. Þetta var í fimmta sinn á skömmum tíma sem orustuþotur NATO flugu til móts við rússneskar hervélar. Það gerðist einnig 7. mars og 11. mars, og tvívegis í lok febrúar, en þá voru gamlir góðkunningjar kalda stríðsins á ferðinni, rússnesku birnirnir TU-142, endurbætt útgáfa TU-95. Ein þeirra fór einnig alla leið suður á Biskajaflóa þar sem franski flugherinn mætti henni.Bresk Typhoon-orustuþota við hlið rússneskrar TU-142 hervélar undan ströndum Bretlands fyrr í mánuðinum.Mynd/Royal Air Force.Yfirmaður breska flughersins, flugmarskálkurinn Mike Wigston, hefur aðra sýn á þetta flug en Rússarnir. Í yfirlýsingu segir hann að rússnesku vélarnar fylgi ekki alþjóðlegum flugumferðarreglum, þær skapi hættu fyrir farþegaflug „og þær eru ekki velkomnar í okkar loftrými“. Vefsíðan Barents Observer rekur þetta aukna flug Rússa undanfarnar vikur meðal annars til æfingar tveggja bandarískra kjarnorkukafbáta undir ísnum á Norðurheimskautinu. Bandaríski herinn setti samtímis upp bráðabirgðaherbúðir á ísnum, auk þess sem kafbátarnir hafa æft sig í að brjóta sér leið upp í gegnum ísinn. Flug Rússanna megi einnig tengja NATO-æfingu sem áformuð var í Norður-Noregi, en blásin af í síðustu viku vegna kórónu-veirunnar.Rússnesk TU-160 sprengjuþota að tengjast eldsneytisáfyllingarvél.Mynd/Varnarmálaráðuneyti RússlandsÞá hafi það gerst í október í haust að átta rússneskir kjarnorkukafbátar sigldu skyndilega frá bækistöðvum sínum á Kólaskaga. Nokkrir þeirra hafi farið í gegnum GIUK-hliðið, milli Grænlands, Íslands og Bretlands, og haldið sig í Norður-Atlantshafinu vikum saman áður en þeir sigldu aftur heim fyrir jól. Hér má sjá myndband Varnarmálaráðuneytis Rússlands frá flugi TU-160 í síðustu viku:
Bretland Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur NATO Norðurslóðir Noregur Tengdar fréttir Skilgreina Keflavík sem útstöð skæðustu sprengjuþotu heims Bandaríkjaher lítur á Keflavík sem útstöð fyrir torséðu B-2 sprengjuþotuna, sem hönnuð er til kjarnorkuárása. Þetta má sjá í fréttatilkynningu flughersins vegna komu þotunnar fyrir helgi. 2. september 2019 21:00 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Sjá meira
Skilgreina Keflavík sem útstöð skæðustu sprengjuþotu heims Bandaríkjaher lítur á Keflavík sem útstöð fyrir torséðu B-2 sprengjuþotuna, sem hönnuð er til kjarnorkuárása. Þetta má sjá í fréttatilkynningu flughersins vegna komu þotunnar fyrir helgi. 2. september 2019 21:00