Samið um allt að 112 þúsund króna hækkun Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. mars 2020 05:54 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, undirritar hér nýja kjarasamninginn í nótt. Vísir/jkj Launahækkanir, styttri vinnuvika, yfirvinnutímar auk námskeiða og fræðslu eru meðal þess sem Efling og Reykjavíkurborg náðu saman um í nótt. Eins og Vísir greindi frá á fjórða tímanum tókst deiluaðilum að undirrita nýjan kjarasamning, eftir rúmlega mánaðarlangar verkfallsaðgerðir Eflingar. Með undirritun samnings er verkfallsaðgerðum Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg, sem settu margvíslegan svip á daglegt líf í höfuðborginni, lokið. Samningurinn verður nú kynntur félagsmönnum og borin undir atkvæði þeirra. Efling sendi fjölmiðlum yfirlýsingu í nótt þar sem stiklað er á stóru um innihald kjarasamningsins sem sagt er „mikilvægt skref í átt að kjaraleiðréttingu láglaunafólks og kvennastétta.“ Kjaradeilu Eflingar við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu er þó enn ólokið.Sjá einnig: Ótímabundnu verkfalli félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg aflýstMeðal þess sem samið var um í nótt er eftirfarandi, að sögn Eflingar:Með samningnum hækka byrjunarlaun Eflingarfélaga í lægstu launaflokkum um allt að rúmlega 112.000 krónur á samningstímanum miðað við fullt starf. Hækkunum umfram 90 þúsund króna taxtahækkun að fyrirmynd almenna vinnumarkaðarins er náð fram með töflubreytingu sem skapar að meðaltali um 7.800 krónur í viðbótargrunnlaunahækkun hjá öllum Eflingarfélögum og einnig er samið um sérstaka viðbótarhækkun lægstu launa í formi sérgreiðslu.Sérgreiðslan sem um samdist er 15.000 krónur í lægstu launaflokkum og fjarar út eftir því sem ofar dregur í launaflokkum. Sérgreiðslan kemur á 26 starfsheiti Eflingar önnur en þau sem þegar hafa sérstaka kaupauka. Hún mun skila sér í stiglækkandi mynd til tæplega þriggja af hverjum fjórum Eflingarfélagum hjá borginni.Margvíslegar kjarabætur aðrar en grunnlaunahækkanir eru í samningnum, svo sem stytting vinnuvikunnar, útfærð bæði fyrir dagvinnu- og vaktavinnufólk. Greiðsla 10 yfirvinnutíma á mánuði til leikskólastarfsfólks er nú tryggð í kjarasamningi í formi nýrrar sérgreiðslu. Námskeiðum og fræðslu er gefið aukið vægi í launamyndun einstakra starfsmanna.Samningurinn nær til um 1.850 Eflingarfélaga í störfum hjá Reykjavíkurborg. Langflestir þeirra eru konur í sögulega vanmetnum kvennastörfum við umönnun, þrif, þvotta og mötuneytisstörf. Aðrir starfa m.a. við gatnaviðhald og sorphirðu. Gildistími samningsins er til 31. mars 2023. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Ótímabundnu verkfalli félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg aflýst Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar undirrituðu nú á fjórða tímanum í nótt, í húsakynnum Ríkissáttasemjara, nýjan kjarasamning fyrir um 1800 félagsmenn Eflingar sem starfa hjá borginni. Ótímabundnu verkfalli aflýst. 10. mars 2020 03:45 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Sjá meira
Launahækkanir, styttri vinnuvika, yfirvinnutímar auk námskeiða og fræðslu eru meðal þess sem Efling og Reykjavíkurborg náðu saman um í nótt. Eins og Vísir greindi frá á fjórða tímanum tókst deiluaðilum að undirrita nýjan kjarasamning, eftir rúmlega mánaðarlangar verkfallsaðgerðir Eflingar. Með undirritun samnings er verkfallsaðgerðum Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg, sem settu margvíslegan svip á daglegt líf í höfuðborginni, lokið. Samningurinn verður nú kynntur félagsmönnum og borin undir atkvæði þeirra. Efling sendi fjölmiðlum yfirlýsingu í nótt þar sem stiklað er á stóru um innihald kjarasamningsins sem sagt er „mikilvægt skref í átt að kjaraleiðréttingu láglaunafólks og kvennastétta.“ Kjaradeilu Eflingar við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu er þó enn ólokið.Sjá einnig: Ótímabundnu verkfalli félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg aflýstMeðal þess sem samið var um í nótt er eftirfarandi, að sögn Eflingar:Með samningnum hækka byrjunarlaun Eflingarfélaga í lægstu launaflokkum um allt að rúmlega 112.000 krónur á samningstímanum miðað við fullt starf. Hækkunum umfram 90 þúsund króna taxtahækkun að fyrirmynd almenna vinnumarkaðarins er náð fram með töflubreytingu sem skapar að meðaltali um 7.800 krónur í viðbótargrunnlaunahækkun hjá öllum Eflingarfélögum og einnig er samið um sérstaka viðbótarhækkun lægstu launa í formi sérgreiðslu.Sérgreiðslan sem um samdist er 15.000 krónur í lægstu launaflokkum og fjarar út eftir því sem ofar dregur í launaflokkum. Sérgreiðslan kemur á 26 starfsheiti Eflingar önnur en þau sem þegar hafa sérstaka kaupauka. Hún mun skila sér í stiglækkandi mynd til tæplega þriggja af hverjum fjórum Eflingarfélagum hjá borginni.Margvíslegar kjarabætur aðrar en grunnlaunahækkanir eru í samningnum, svo sem stytting vinnuvikunnar, útfærð bæði fyrir dagvinnu- og vaktavinnufólk. Greiðsla 10 yfirvinnutíma á mánuði til leikskólastarfsfólks er nú tryggð í kjarasamningi í formi nýrrar sérgreiðslu. Námskeiðum og fræðslu er gefið aukið vægi í launamyndun einstakra starfsmanna.Samningurinn nær til um 1.850 Eflingarfélaga í störfum hjá Reykjavíkurborg. Langflestir þeirra eru konur í sögulega vanmetnum kvennastörfum við umönnun, þrif, þvotta og mötuneytisstörf. Aðrir starfa m.a. við gatnaviðhald og sorphirðu. Gildistími samningsins er til 31. mars 2023.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Ótímabundnu verkfalli félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg aflýst Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar undirrituðu nú á fjórða tímanum í nótt, í húsakynnum Ríkissáttasemjara, nýjan kjarasamning fyrir um 1800 félagsmenn Eflingar sem starfa hjá borginni. Ótímabundnu verkfalli aflýst. 10. mars 2020 03:45 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Sjá meira
Ótímabundnu verkfalli félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg aflýst Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar undirrituðu nú á fjórða tímanum í nótt, í húsakynnum Ríkissáttasemjara, nýjan kjarasamning fyrir um 1800 félagsmenn Eflingar sem starfa hjá borginni. Ótímabundnu verkfalli aflýst. 10. mars 2020 03:45