Biden-lestin á fullu skriði Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. mars 2020 06:16 Joe Biden og eiginkona hans Jill ræða hér við stuðningsmenn á kosningafundi í Philadelphiu í nótt. Getty/Mark Makela Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, stendur uppi sem sigurvegari næturinnar í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í haust. Demókratar í sex ríkjum Bandaríkjanna greiddu atkvæði í gær og sigraði Biden í hið minnsta fjórum þeirra. Niðurstaðna er enn að vænta úr tveimur ríkjum en sem stendur er keppinautur Biden, öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders, þar með forystu. Forskot Sanders í Washingtonríki er þó ekki nema nokkur þúsund atkvæði og eru stjórnmálaspekingar vestanhafs því ekki tilbúnir að lýsa Sanders sigurvegara þar. Ef fer sem horfir bætti Biden við sig 153 kjörfundarfulltrúum í nótt og Sanders 89. Alls þarf 1993 fulltrúa til að tryggja sér útnefningu Demókrataflokksins á landsfundi hans í sumar. Sem fyrr segir á þó enn eftir að klára talninguna og eru 110 kjörfundarfulltrúar enn í pottinum. Því gæti myndin breyst eitthvað eftir því sem fram líða stundir. Framboð Biden hefur verið á miklu skriði undanfarna daga og vikur. Eftir slakt gengi í fyrstu þremur ríkjunum tókst Biden að snúa taflinu sér í vil í Suður-Karólínu og hefur síðan þá sópað til sín hverju ríkinu á fætur öðru. Eftir gott gengi á Ofurþriðjudeginum svokallaða í síðustu viku, þar sem greidd voru atkvæði í 14 ríkjum samtímis, tók Biden forystu í forvalinu. Það skilaði honum ekki aðeins fjölda kjörfundarfulltrúa heldur stuðningi mótframbjóðenda hans sem hafa lagst á sveif með varaforsetanum fyrrverandi að undanförnu; eins og Pete Buttigieg, Amy Klobuchar, Michael Bloomberg og Cory Booker. Næst ganga demókratar að kjörborðinu á Norður-Maríönueyjum á laugardag þar sem sigur veitir 6 fulltrúa. Næsta stóra próf er hins vegar á þriðjudaginn í næstu viku. Þá er kosið í fjórum ríkjum samtímis; Flórída, Arizona, Illinois og Ohio sem samanlagt veita 577 kjörfundarfulltrúa. Þar er Biden jafnframt spáð góðu gengi. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Kamala Harris lýsir yfir stuðningi við Biden Öldungadeildarþingmaðurinn og fyrrum frambjóðandi í forvali Demókrataflokksins, Kamala Harris, hefur lýst yfir stuðningi við Joe Biden í forvali flokksins. 8. mars 2020 15:46 Biden fær byr í seglin Forval Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum hefur tekið stakkaskiptum á einungis nokkrum dögum. 4. mars 2020 06:32 Bloomberg hættir og styður Biden Michael Bloomberg kveður sviðið. 4. mars 2020 15:19 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, stendur uppi sem sigurvegari næturinnar í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í haust. Demókratar í sex ríkjum Bandaríkjanna greiddu atkvæði í gær og sigraði Biden í hið minnsta fjórum þeirra. Niðurstaðna er enn að vænta úr tveimur ríkjum en sem stendur er keppinautur Biden, öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders, þar með forystu. Forskot Sanders í Washingtonríki er þó ekki nema nokkur þúsund atkvæði og eru stjórnmálaspekingar vestanhafs því ekki tilbúnir að lýsa Sanders sigurvegara þar. Ef fer sem horfir bætti Biden við sig 153 kjörfundarfulltrúum í nótt og Sanders 89. Alls þarf 1993 fulltrúa til að tryggja sér útnefningu Demókrataflokksins á landsfundi hans í sumar. Sem fyrr segir á þó enn eftir að klára talninguna og eru 110 kjörfundarfulltrúar enn í pottinum. Því gæti myndin breyst eitthvað eftir því sem fram líða stundir. Framboð Biden hefur verið á miklu skriði undanfarna daga og vikur. Eftir slakt gengi í fyrstu þremur ríkjunum tókst Biden að snúa taflinu sér í vil í Suður-Karólínu og hefur síðan þá sópað til sín hverju ríkinu á fætur öðru. Eftir gott gengi á Ofurþriðjudeginum svokallaða í síðustu viku, þar sem greidd voru atkvæði í 14 ríkjum samtímis, tók Biden forystu í forvalinu. Það skilaði honum ekki aðeins fjölda kjörfundarfulltrúa heldur stuðningi mótframbjóðenda hans sem hafa lagst á sveif með varaforsetanum fyrrverandi að undanförnu; eins og Pete Buttigieg, Amy Klobuchar, Michael Bloomberg og Cory Booker. Næst ganga demókratar að kjörborðinu á Norður-Maríönueyjum á laugardag þar sem sigur veitir 6 fulltrúa. Næsta stóra próf er hins vegar á þriðjudaginn í næstu viku. Þá er kosið í fjórum ríkjum samtímis; Flórída, Arizona, Illinois og Ohio sem samanlagt veita 577 kjörfundarfulltrúa. Þar er Biden jafnframt spáð góðu gengi.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Kamala Harris lýsir yfir stuðningi við Biden Öldungadeildarþingmaðurinn og fyrrum frambjóðandi í forvali Demókrataflokksins, Kamala Harris, hefur lýst yfir stuðningi við Joe Biden í forvali flokksins. 8. mars 2020 15:46 Biden fær byr í seglin Forval Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum hefur tekið stakkaskiptum á einungis nokkrum dögum. 4. mars 2020 06:32 Bloomberg hættir og styður Biden Michael Bloomberg kveður sviðið. 4. mars 2020 15:19 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Kamala Harris lýsir yfir stuðningi við Biden Öldungadeildarþingmaðurinn og fyrrum frambjóðandi í forvali Demókrataflokksins, Kamala Harris, hefur lýst yfir stuðningi við Joe Biden í forvali flokksins. 8. mars 2020 15:46
Biden fær byr í seglin Forval Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum hefur tekið stakkaskiptum á einungis nokkrum dögum. 4. mars 2020 06:32