Stýrivextir lækkaðir um hálft prósentustig Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. mars 2020 08:01 Í peningastefnunefnd sitja Ásgeir Jónsson, formaður, Rannveig Sigurðardóttir, Þórarinn G. Pétursson, Katrín Ólafsdóttir og Gylfi Zoëga. si Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,50 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 2,25% og hafa aldrei verið lægri. Jafnframt hefur nefndin ákveðið að lækka meðaltalsbindiskyldu innlánsstofnana úr 1% niður í 0%. Föst bindiskylda verður áfram 1%. Til stóð að peningastefnunefndin myndi kynna ákvörðun sína í næstu viku en ákveðið var í gær að flýta henni til dagsins í dag. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði í síðustu viku að viðbúið væri að stýrivextir yrði lækkaðir vegna áhrifa kórónuveirunnar. Í rökstuðningi peningastefnunefndar segir að lækkun „meðaltalsbindiskyldunnar og breytt meðferð á föstu bindiskyldunni í lausafjárreglum munu rýmka lausafjárstöðu bankanna og auka svigrúm þeirra til að bregðast við breyttum aðstæðum í þjóðarbúskapnum.“Sjá einnig: Veita fyrirtækjum svigrúm og bæta í opinberar framkvæmdirMeð þessum aðgerðum sé slakað nokkuð á taumhaldi peningastefnunnar í ljósi versnandi efnahagshorfa í kjölfar aukinnar útbreiðslu COVID-19-veirunnar. „Peningastefnunefnd mun áfram fylgjast grannt með framvindu efnahagsmála og nota þau tæki sem nefndin hefur yfir að ráða til að styðja við þjóðarbúskapinn.“ Vísir birtir beina vefútsendingu af kynningarfundi Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra og Rannveigar Sigurðardóttur varaseðlabankastjóra þar sem þau gera grein fyrir ákvörðun nefndarinnar. Útsendingin hefst klukkan 10. Efnahagsmál Seðlabankinn Tengdar fréttir Viðbúið að kórónuveiran leiði til vaxtalækkunar Viðbúið er að stýrivextir verði lækkaðir vegna áhrifa kórónuveirunnar að sögn seðlabankastjóra. Seðlabankinn mun tryggja lausafé bankanna til að mæta fyrirtækjum sem gætu lent í erfiðleikum á meðan faraldurinn gengur yfir. 4. mars 2020 18:45 Seðlabankinn flýtir vaxtaákvörðun sinni Seðlabanki Íslands hefur boðað til fundar á morgun þar sem peningastefnunefnd bankans hyggst kynna vaxtaákvörðun sína. Fundinum var flýtt en fyrirhugað var að Seðlabankinn myndi tilkynna ákvörðun sína í næstu viku. 10. mars 2020 17:24 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,50 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 2,25% og hafa aldrei verið lægri. Jafnframt hefur nefndin ákveðið að lækka meðaltalsbindiskyldu innlánsstofnana úr 1% niður í 0%. Föst bindiskylda verður áfram 1%. Til stóð að peningastefnunefndin myndi kynna ákvörðun sína í næstu viku en ákveðið var í gær að flýta henni til dagsins í dag. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði í síðustu viku að viðbúið væri að stýrivextir yrði lækkaðir vegna áhrifa kórónuveirunnar. Í rökstuðningi peningastefnunefndar segir að lækkun „meðaltalsbindiskyldunnar og breytt meðferð á föstu bindiskyldunni í lausafjárreglum munu rýmka lausafjárstöðu bankanna og auka svigrúm þeirra til að bregðast við breyttum aðstæðum í þjóðarbúskapnum.“Sjá einnig: Veita fyrirtækjum svigrúm og bæta í opinberar framkvæmdirMeð þessum aðgerðum sé slakað nokkuð á taumhaldi peningastefnunnar í ljósi versnandi efnahagshorfa í kjölfar aukinnar útbreiðslu COVID-19-veirunnar. „Peningastefnunefnd mun áfram fylgjast grannt með framvindu efnahagsmála og nota þau tæki sem nefndin hefur yfir að ráða til að styðja við þjóðarbúskapinn.“ Vísir birtir beina vefútsendingu af kynningarfundi Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra og Rannveigar Sigurðardóttur varaseðlabankastjóra þar sem þau gera grein fyrir ákvörðun nefndarinnar. Útsendingin hefst klukkan 10.
Efnahagsmál Seðlabankinn Tengdar fréttir Viðbúið að kórónuveiran leiði til vaxtalækkunar Viðbúið er að stýrivextir verði lækkaðir vegna áhrifa kórónuveirunnar að sögn seðlabankastjóra. Seðlabankinn mun tryggja lausafé bankanna til að mæta fyrirtækjum sem gætu lent í erfiðleikum á meðan faraldurinn gengur yfir. 4. mars 2020 18:45 Seðlabankinn flýtir vaxtaákvörðun sinni Seðlabanki Íslands hefur boðað til fundar á morgun þar sem peningastefnunefnd bankans hyggst kynna vaxtaákvörðun sína. Fundinum var flýtt en fyrirhugað var að Seðlabankinn myndi tilkynna ákvörðun sína í næstu viku. 10. mars 2020 17:24 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Sjá meira
Viðbúið að kórónuveiran leiði til vaxtalækkunar Viðbúið er að stýrivextir verði lækkaðir vegna áhrifa kórónuveirunnar að sögn seðlabankastjóra. Seðlabankinn mun tryggja lausafé bankanna til að mæta fyrirtækjum sem gætu lent í erfiðleikum á meðan faraldurinn gengur yfir. 4. mars 2020 18:45
Seðlabankinn flýtir vaxtaákvörðun sinni Seðlabanki Íslands hefur boðað til fundar á morgun þar sem peningastefnunefnd bankans hyggst kynna vaxtaákvörðun sína. Fundinum var flýtt en fyrirhugað var að Seðlabankinn myndi tilkynna ákvörðun sína í næstu viku. 10. mars 2020 17:24