Stýrivextir lækkaðir um hálft prósentustig Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. mars 2020 08:01 Í peningastefnunefnd sitja Ásgeir Jónsson, formaður, Rannveig Sigurðardóttir, Þórarinn G. Pétursson, Katrín Ólafsdóttir og Gylfi Zoëga. si Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,50 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 2,25% og hafa aldrei verið lægri. Jafnframt hefur nefndin ákveðið að lækka meðaltalsbindiskyldu innlánsstofnana úr 1% niður í 0%. Föst bindiskylda verður áfram 1%. Til stóð að peningastefnunefndin myndi kynna ákvörðun sína í næstu viku en ákveðið var í gær að flýta henni til dagsins í dag. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði í síðustu viku að viðbúið væri að stýrivextir yrði lækkaðir vegna áhrifa kórónuveirunnar. Í rökstuðningi peningastefnunefndar segir að lækkun „meðaltalsbindiskyldunnar og breytt meðferð á föstu bindiskyldunni í lausafjárreglum munu rýmka lausafjárstöðu bankanna og auka svigrúm þeirra til að bregðast við breyttum aðstæðum í þjóðarbúskapnum.“Sjá einnig: Veita fyrirtækjum svigrúm og bæta í opinberar framkvæmdirMeð þessum aðgerðum sé slakað nokkuð á taumhaldi peningastefnunnar í ljósi versnandi efnahagshorfa í kjölfar aukinnar útbreiðslu COVID-19-veirunnar. „Peningastefnunefnd mun áfram fylgjast grannt með framvindu efnahagsmála og nota þau tæki sem nefndin hefur yfir að ráða til að styðja við þjóðarbúskapinn.“ Vísir birtir beina vefútsendingu af kynningarfundi Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra og Rannveigar Sigurðardóttur varaseðlabankastjóra þar sem þau gera grein fyrir ákvörðun nefndarinnar. Útsendingin hefst klukkan 10. Efnahagsmál Seðlabankinn Tengdar fréttir Viðbúið að kórónuveiran leiði til vaxtalækkunar Viðbúið er að stýrivextir verði lækkaðir vegna áhrifa kórónuveirunnar að sögn seðlabankastjóra. Seðlabankinn mun tryggja lausafé bankanna til að mæta fyrirtækjum sem gætu lent í erfiðleikum á meðan faraldurinn gengur yfir. 4. mars 2020 18:45 Seðlabankinn flýtir vaxtaákvörðun sinni Seðlabanki Íslands hefur boðað til fundar á morgun þar sem peningastefnunefnd bankans hyggst kynna vaxtaákvörðun sína. Fundinum var flýtt en fyrirhugað var að Seðlabankinn myndi tilkynna ákvörðun sína í næstu viku. 10. mars 2020 17:24 Mest lesið Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,50 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 2,25% og hafa aldrei verið lægri. Jafnframt hefur nefndin ákveðið að lækka meðaltalsbindiskyldu innlánsstofnana úr 1% niður í 0%. Föst bindiskylda verður áfram 1%. Til stóð að peningastefnunefndin myndi kynna ákvörðun sína í næstu viku en ákveðið var í gær að flýta henni til dagsins í dag. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði í síðustu viku að viðbúið væri að stýrivextir yrði lækkaðir vegna áhrifa kórónuveirunnar. Í rökstuðningi peningastefnunefndar segir að lækkun „meðaltalsbindiskyldunnar og breytt meðferð á föstu bindiskyldunni í lausafjárreglum munu rýmka lausafjárstöðu bankanna og auka svigrúm þeirra til að bregðast við breyttum aðstæðum í þjóðarbúskapnum.“Sjá einnig: Veita fyrirtækjum svigrúm og bæta í opinberar framkvæmdirMeð þessum aðgerðum sé slakað nokkuð á taumhaldi peningastefnunnar í ljósi versnandi efnahagshorfa í kjölfar aukinnar útbreiðslu COVID-19-veirunnar. „Peningastefnunefnd mun áfram fylgjast grannt með framvindu efnahagsmála og nota þau tæki sem nefndin hefur yfir að ráða til að styðja við þjóðarbúskapinn.“ Vísir birtir beina vefútsendingu af kynningarfundi Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra og Rannveigar Sigurðardóttur varaseðlabankastjóra þar sem þau gera grein fyrir ákvörðun nefndarinnar. Útsendingin hefst klukkan 10.
Efnahagsmál Seðlabankinn Tengdar fréttir Viðbúið að kórónuveiran leiði til vaxtalækkunar Viðbúið er að stýrivextir verði lækkaðir vegna áhrifa kórónuveirunnar að sögn seðlabankastjóra. Seðlabankinn mun tryggja lausafé bankanna til að mæta fyrirtækjum sem gætu lent í erfiðleikum á meðan faraldurinn gengur yfir. 4. mars 2020 18:45 Seðlabankinn flýtir vaxtaákvörðun sinni Seðlabanki Íslands hefur boðað til fundar á morgun þar sem peningastefnunefnd bankans hyggst kynna vaxtaákvörðun sína. Fundinum var flýtt en fyrirhugað var að Seðlabankinn myndi tilkynna ákvörðun sína í næstu viku. 10. mars 2020 17:24 Mest lesið Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Viðbúið að kórónuveiran leiði til vaxtalækkunar Viðbúið er að stýrivextir verði lækkaðir vegna áhrifa kórónuveirunnar að sögn seðlabankastjóra. Seðlabankinn mun tryggja lausafé bankanna til að mæta fyrirtækjum sem gætu lent í erfiðleikum á meðan faraldurinn gengur yfir. 4. mars 2020 18:45
Seðlabankinn flýtir vaxtaákvörðun sinni Seðlabanki Íslands hefur boðað til fundar á morgun þar sem peningastefnunefnd bankans hyggst kynna vaxtaákvörðun sína. Fundinum var flýtt en fyrirhugað var að Seðlabankinn myndi tilkynna ákvörðun sína í næstu viku. 10. mars 2020 17:24