Skilgreina Spán, Þýskaland og Frakkland nú sem hááhættusvæði Eiður Þór Árnason skrifar 14. mars 2020 17:54 Íslendingum er nú ráðið frá ferðalögum og er Íslendingum á ferðalagi erlendis ráðlagt að íhuga hvort að ástæða sé til að flýta heimför. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir hefur nú hækkað áhættumat fyrir Þýskaland, Frakkland og Spán, þar á meðal Kanaríeyjar, í ljósi útbreiðslu kórónuveirunnar í þeim löndum. Allir sem koma frá þeim svæðum er nú gert að fara í tveggja vikna sóttkví við heimkomu. Fyrir voru Kína, Íran, Suður Kórea, Ítalía og skíðasvæði í Ölpunum skilgreind sem áhættusvæði með mikla smitáhættu. Ástæða hækkunar á áhættumati er mikil fjölgun sýktra og alvarlega veikra í þessum löndum. Spánn, Þýskaland og Frakkland teljast því nú til hááhættusvæða. Íslendingar sem koma frá Spáni og Frakklandi skulu fara í sóttkví í 14 daga frá og með deginum í dag 14. mars 2020. Farþegar sem koma frá Þýskalandi skulu fara í sóttkví í 14 daga frá og með 12. mars 2020. Vegna fjölda veirutilfella í flugvél sem kom hingað til lands frá München þann 12. mars hefur verið tekin ákvörðun um að setja alla farþega vélarinnar í sóttkví, að sögn Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá Ríkislögreglustjóra. Samkvæmt tilmælum frá almannavörnum er Íslendingum nú ráðið frá ferðalögum og er Íslendingum á ferðalagi erlendis ráðlagt að íhuga hvort að ástæða sé til að flýta heimför. Fólki sem er statt erlendis er ráðlagt að hafa samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins í gegnum netfangið hjalp@utn.is, í síma 545-0-112 eða á Facebook-síðu ráðuneytisins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Frakkland Heilbrigðismál Spánn Þýskaland Tengdar fréttir Stjórnvöld hvetja Íslendinga til að huga að heimför og takmarka ferðalög Ríkisstjórnin kom saman til aukafundar klukkan eitt í dag til að ræða þá stöðu sem komin er upp vegna aðgerða stjórnvalda í öðrum löndum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að þessar aðgerðir geti haft áhrif á fjölda Íslendinga sem ýmist búa eða eru á ferðalögum í öðrum löndum. 14. mars 2020 15:12 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Sjá meira
Sóttvarnalæknir hefur nú hækkað áhættumat fyrir Þýskaland, Frakkland og Spán, þar á meðal Kanaríeyjar, í ljósi útbreiðslu kórónuveirunnar í þeim löndum. Allir sem koma frá þeim svæðum er nú gert að fara í tveggja vikna sóttkví við heimkomu. Fyrir voru Kína, Íran, Suður Kórea, Ítalía og skíðasvæði í Ölpunum skilgreind sem áhættusvæði með mikla smitáhættu. Ástæða hækkunar á áhættumati er mikil fjölgun sýktra og alvarlega veikra í þessum löndum. Spánn, Þýskaland og Frakkland teljast því nú til hááhættusvæða. Íslendingar sem koma frá Spáni og Frakklandi skulu fara í sóttkví í 14 daga frá og með deginum í dag 14. mars 2020. Farþegar sem koma frá Þýskalandi skulu fara í sóttkví í 14 daga frá og með 12. mars 2020. Vegna fjölda veirutilfella í flugvél sem kom hingað til lands frá München þann 12. mars hefur verið tekin ákvörðun um að setja alla farþega vélarinnar í sóttkví, að sögn Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá Ríkislögreglustjóra. Samkvæmt tilmælum frá almannavörnum er Íslendingum nú ráðið frá ferðalögum og er Íslendingum á ferðalagi erlendis ráðlagt að íhuga hvort að ástæða sé til að flýta heimför. Fólki sem er statt erlendis er ráðlagt að hafa samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins í gegnum netfangið hjalp@utn.is, í síma 545-0-112 eða á Facebook-síðu ráðuneytisins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Frakkland Heilbrigðismál Spánn Þýskaland Tengdar fréttir Stjórnvöld hvetja Íslendinga til að huga að heimför og takmarka ferðalög Ríkisstjórnin kom saman til aukafundar klukkan eitt í dag til að ræða þá stöðu sem komin er upp vegna aðgerða stjórnvalda í öðrum löndum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að þessar aðgerðir geti haft áhrif á fjölda Íslendinga sem ýmist búa eða eru á ferðalögum í öðrum löndum. 14. mars 2020 15:12 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Sjá meira
Stjórnvöld hvetja Íslendinga til að huga að heimför og takmarka ferðalög Ríkisstjórnin kom saman til aukafundar klukkan eitt í dag til að ræða þá stöðu sem komin er upp vegna aðgerða stjórnvalda í öðrum löndum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að þessar aðgerðir geti haft áhrif á fjölda Íslendinga sem ýmist búa eða eru á ferðalögum í öðrum löndum. 14. mars 2020 15:12