Hópur sjálfboðaliða mun sinna matarúthlutunum á meðan samkomubann er í gildi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 15. mars 2020 12:06 Um fimm hundruð heimili á höfuðborgarsvæðinu þurfa á mataraðstoð að halda. visir/vilhelm Hópur sjálfboðaliða mun sinna matarúthlutunum á meðan samkomubann er í gildi. Um 500 heimili á höfuðborgarsvæðinu þurfa á slíkri aðstoð að halda og mun slysavarnarfélagið Landsbjörg keyra vörur heim til þeirra. Fyrr í vikunni var greint frá því að lokað yrði fyrir matarúthlutanir hjá Mæðrastyrksnefnd vegna kórónuveirunnar. Ástæðan er sú að sjálfboðaliðar eru flestallir í áhættuhópi. Stór hópur sjálfboðaliða ásamt Fjölskylduhjálp hefur ákveðið að bregðast við og sinna úthlutun á höfuðborgarsvæðinu. „Út af þessari fordæmalausu stöðu sem við erum í, samkomubanninu sem tekur gildi á miðnætti, þá hefur það veruleg áhrif á matarúthlutun til þeirra sem hafa hingað til verið að sækja hana, til dæmis til Fjölskylduhjálpar. Þetta er stór hópur. Fjölskyldur og einstaklingar sem reiða sig algjörlega áþessar nauðsynjar. Þetta er hópur sjálfboðaliða og Fjölskylduhjálpin sem bregst við. Við ætlum að opna fyrir skráningar í dag á netinu, þar sem fólk getur skráð sig fyrir þessum nauðsynjum. Á morgun opnum við fyrir símaver þar sem verður tekið við símtölum fyrir þá sem ekki hafa aðganga að netinu,“ sagði Steingrímur Sævar Ólafsson. Slysavarnarfélagið Landsbjörg mun í framhaldinu keyra vörurnar heim til þeirra sem þurfa á aðstoðinni að halda. „Þannig snúum við þessu við. Út af samkomubanninu þá getur fólk ekki sótt þessar nauðsynjar og því færum við nauðsynjar til þeirra,“ sagði Steingrímur. Steingrímur segir að um 500 heimili á höfuðborgarsvæðinu þurfi á aðstoð að halda. „Við þurfum bara að sýna þessa samstöðu. Þennan samhug og við þurfum öll að leggjast á eitt og við gerum það með þessu,“ sagði Steingrímur. Úthlutunin er öll framkvæmd með samþykki almannavarna og vitund embætti sóttvarnarlæknis. Upplýsingar um úthlutunina verða aðgengilegar á íslensku, pólsku, spænsku og arabísku. Líkt og fyrr segir verður opnað fyrir skráningar á netinu í dag en upplýsingar um skráningar verða aðgengilegar eins fljótt og auðið er. Opnað verður fyrir símaver á morgun. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjálparstarf Tengdar fréttir Hundruð manna fá ekki matargjafir Mæðrastyrksnefnd verður lokuð næstu vikuna vegna kórónuveirunnar. Þeir verst settu geta beðið um neyðaraðstoð og framkvæmdastjórinn bindur vonir við að félagsþjónustan grípi hópinn. 12. mars 2020 17:49 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Sjá meira
Hópur sjálfboðaliða mun sinna matarúthlutunum á meðan samkomubann er í gildi. Um 500 heimili á höfuðborgarsvæðinu þurfa á slíkri aðstoð að halda og mun slysavarnarfélagið Landsbjörg keyra vörur heim til þeirra. Fyrr í vikunni var greint frá því að lokað yrði fyrir matarúthlutanir hjá Mæðrastyrksnefnd vegna kórónuveirunnar. Ástæðan er sú að sjálfboðaliðar eru flestallir í áhættuhópi. Stór hópur sjálfboðaliða ásamt Fjölskylduhjálp hefur ákveðið að bregðast við og sinna úthlutun á höfuðborgarsvæðinu. „Út af þessari fordæmalausu stöðu sem við erum í, samkomubanninu sem tekur gildi á miðnætti, þá hefur það veruleg áhrif á matarúthlutun til þeirra sem hafa hingað til verið að sækja hana, til dæmis til Fjölskylduhjálpar. Þetta er stór hópur. Fjölskyldur og einstaklingar sem reiða sig algjörlega áþessar nauðsynjar. Þetta er hópur sjálfboðaliða og Fjölskylduhjálpin sem bregst við. Við ætlum að opna fyrir skráningar í dag á netinu, þar sem fólk getur skráð sig fyrir þessum nauðsynjum. Á morgun opnum við fyrir símaver þar sem verður tekið við símtölum fyrir þá sem ekki hafa aðganga að netinu,“ sagði Steingrímur Sævar Ólafsson. Slysavarnarfélagið Landsbjörg mun í framhaldinu keyra vörurnar heim til þeirra sem þurfa á aðstoðinni að halda. „Þannig snúum við þessu við. Út af samkomubanninu þá getur fólk ekki sótt þessar nauðsynjar og því færum við nauðsynjar til þeirra,“ sagði Steingrímur. Steingrímur segir að um 500 heimili á höfuðborgarsvæðinu þurfi á aðstoð að halda. „Við þurfum bara að sýna þessa samstöðu. Þennan samhug og við þurfum öll að leggjast á eitt og við gerum það með þessu,“ sagði Steingrímur. Úthlutunin er öll framkvæmd með samþykki almannavarna og vitund embætti sóttvarnarlæknis. Upplýsingar um úthlutunina verða aðgengilegar á íslensku, pólsku, spænsku og arabísku. Líkt og fyrr segir verður opnað fyrir skráningar á netinu í dag en upplýsingar um skráningar verða aðgengilegar eins fljótt og auðið er. Opnað verður fyrir símaver á morgun.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjálparstarf Tengdar fréttir Hundruð manna fá ekki matargjafir Mæðrastyrksnefnd verður lokuð næstu vikuna vegna kórónuveirunnar. Þeir verst settu geta beðið um neyðaraðstoð og framkvæmdastjórinn bindur vonir við að félagsþjónustan grípi hópinn. 12. mars 2020 17:49 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Sjá meira
Hundruð manna fá ekki matargjafir Mæðrastyrksnefnd verður lokuð næstu vikuna vegna kórónuveirunnar. Þeir verst settu geta beðið um neyðaraðstoð og framkvæmdastjórinn bindur vonir við að félagsþjónustan grípi hópinn. 12. mars 2020 17:49