RÚV ekki lengur með skjalið umdeilda í sínum fórum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. ágúst 2020 22:05 Ríkisútvarpið er til húsa í Efstaleiti. Vísir/Vilhelm Stefán Eiríksson útvarpsstjóri segir að skjal sem umfjöllun Kastljóss í mars 2012 var byggð á sé ekki í vörslum Ríkisútvarpsins. Umfjöllun Kastljóss um Samherja og meinta sölu afurða á undirverði til dótturfélags fyrirtækisins komst aftur í kastljósið þegar Samherji birti þátt á YouTube-síðu sinni þar sem því var haldið fram að umrætt skjal hafi aldrei verið til. Í færslu á vef Samherja, sem ber yfirskriftina „Skjalið úr Kastljósi finnst ekki“ segir að lögmaður Samherja hafi sent Ríkisútvarpinu erindi til Ríkisútvarpsins þann 12. ágúst síðastliðinn, þar sem þess var óskað að umrætt skjal, sem einnig hefur verið fjallað um sem skýrslu, frá Verðlagsstofu skiptaverðs yrði afhent Samherja. Fréttastofa hefur fengið svar Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra til lögmannsins, Arnars Þórs Stefánssonar. Þar segir að RÚV hafi skjalið ekki lengur í sínum fórum. Það hafi verið notað við vinnslu Kastljóssþáttar 2012 og afhent Seðlabankanum í febrúar sama ár. „Skjal það sem um ræðir er það skjal sem Verðlagsstofa skiptaverðs hefur staðfest að hafi verið tekið sama,“ segir einnig í svari Stefáns. Þar vísar Stefán til þess að Verðlagsstofa skiptaverðs hafi staðfest að starfsmaður hennar hafi tekið saman gögn um karfaútflutning á árunum 2010 og 2011 og sett í excel-skjal. Stofnunin vildi þó ekki meina að um sérstaka skýrslu væri að ræða. Þá segist Stefán telja eðlilegast, með hliðsjón af því sem þegar var komið fram í svari hans, að beiðni um afhendingu skjalsins yrði beint til Verðlagsstofu skiptaverðs eða eftir atvikum Seðlabanka Íslands. Segja svarið varpa ljósi á athugun innan RÚV Á vef Samherja er svar útvarpsstjórans sagt athyglisvert þar sem það varpi ljósi á athugun sem hafi átt sér stað innan RÚV eftir að þáttur Samherja var settur í loftið. Sama dag og þátturinn birtist barst yfirlýsing frá útvarpsstjóra þar sem sagt var að RÚV hafnaði ásökunum Samherja á hendur Helga Seljan fréttamanni, um að hafa falsað gögn til að styðja við fréttaflutning sinn, sem röngum. „Svar útvarpsstjóra við erindi lögmanns Samherja bendir til þess að útvarpsstjóri og fréttastjóri hafi í reynd ekki vitað hvort Ríkisútvarpið hefði skýrsluna undir höndum, eða hvers eðlis skýrslan væri, áður en yfirlýsingin var birt. Eru því sterkar vísbendingar um fullyrðingar í yfirlýsingunni hafi verið settar fram án vitneskju um hvort þær væru sannar. Hljóta það að teljast býsna ámælisverð vinnubrögð af hálfu stofnunar sem vinnur í þágu og umboði almennings,“ segir þá í lok færslunnar á vef Samherja. Fleiri segjast hafa fengið gögnin Tveir fyrrverandi fulltrúar sjómanna sem sátu í úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna um árabil sögðust í kjölfar þess að Samherji birti þátt sinn að umrædd gögn sem vísað var til í Kastljósi séu þau sömu og nefndin hafi fengið á sínum tíma . Þeir eigi þau en um sé að ræða trúnaðargögn. „Það skiptir ekki nokkru máli hvort þetta heiti skýrsla eða minnisblað. Þetta voru gögn sem nefndin var að vinna með, þar kom þetta fram og um það snýst allt málið,“ sagði Sævar Gunnarsson, fyrrverandi formaður Sjómannasambands Íslands. Ríkisútvarpið Samherjaskjölin Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri segir að skjal sem umfjöllun Kastljóss í mars 2012 var byggð á sé ekki í vörslum Ríkisútvarpsins. Umfjöllun Kastljóss um Samherja og meinta sölu afurða á undirverði til dótturfélags fyrirtækisins komst aftur í kastljósið þegar Samherji birti þátt á YouTube-síðu sinni þar sem því var haldið fram að umrætt skjal hafi aldrei verið til. Í færslu á vef Samherja, sem ber yfirskriftina „Skjalið úr Kastljósi finnst ekki“ segir að lögmaður Samherja hafi sent Ríkisútvarpinu erindi til Ríkisútvarpsins þann 12. ágúst síðastliðinn, þar sem þess var óskað að umrætt skjal, sem einnig hefur verið fjallað um sem skýrslu, frá Verðlagsstofu skiptaverðs yrði afhent Samherja. Fréttastofa hefur fengið svar Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra til lögmannsins, Arnars Þórs Stefánssonar. Þar segir að RÚV hafi skjalið ekki lengur í sínum fórum. Það hafi verið notað við vinnslu Kastljóssþáttar 2012 og afhent Seðlabankanum í febrúar sama ár. „Skjal það sem um ræðir er það skjal sem Verðlagsstofa skiptaverðs hefur staðfest að hafi verið tekið sama,“ segir einnig í svari Stefáns. Þar vísar Stefán til þess að Verðlagsstofa skiptaverðs hafi staðfest að starfsmaður hennar hafi tekið saman gögn um karfaútflutning á árunum 2010 og 2011 og sett í excel-skjal. Stofnunin vildi þó ekki meina að um sérstaka skýrslu væri að ræða. Þá segist Stefán telja eðlilegast, með hliðsjón af því sem þegar var komið fram í svari hans, að beiðni um afhendingu skjalsins yrði beint til Verðlagsstofu skiptaverðs eða eftir atvikum Seðlabanka Íslands. Segja svarið varpa ljósi á athugun innan RÚV Á vef Samherja er svar útvarpsstjórans sagt athyglisvert þar sem það varpi ljósi á athugun sem hafi átt sér stað innan RÚV eftir að þáttur Samherja var settur í loftið. Sama dag og þátturinn birtist barst yfirlýsing frá útvarpsstjóra þar sem sagt var að RÚV hafnaði ásökunum Samherja á hendur Helga Seljan fréttamanni, um að hafa falsað gögn til að styðja við fréttaflutning sinn, sem röngum. „Svar útvarpsstjóra við erindi lögmanns Samherja bendir til þess að útvarpsstjóri og fréttastjóri hafi í reynd ekki vitað hvort Ríkisútvarpið hefði skýrsluna undir höndum, eða hvers eðlis skýrslan væri, áður en yfirlýsingin var birt. Eru því sterkar vísbendingar um fullyrðingar í yfirlýsingunni hafi verið settar fram án vitneskju um hvort þær væru sannar. Hljóta það að teljast býsna ámælisverð vinnubrögð af hálfu stofnunar sem vinnur í þágu og umboði almennings,“ segir þá í lok færslunnar á vef Samherja. Fleiri segjast hafa fengið gögnin Tveir fyrrverandi fulltrúar sjómanna sem sátu í úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna um árabil sögðust í kjölfar þess að Samherji birti þátt sinn að umrædd gögn sem vísað var til í Kastljósi séu þau sömu og nefndin hafi fengið á sínum tíma . Þeir eigi þau en um sé að ræða trúnaðargögn. „Það skiptir ekki nokkru máli hvort þetta heiti skýrsla eða minnisblað. Þetta voru gögn sem nefndin var að vinna með, þar kom þetta fram og um það snýst allt málið,“ sagði Sævar Gunnarsson, fyrrverandi formaður Sjómannasambands Íslands.
Ríkisútvarpið Samherjaskjölin Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira