Bændur halda lífi í sveitunum með því að taka fjósin undir ferðamenn Kristján Már Unnarsson skrifar 1. mars 2020 12:45 Frá Bragðavöllum í Hamarsfirði. Fjósið og hlaðan, sem búið er að breyta í veitingastað, til hægri. Smáhýsin fjær, íbúðarhúsið til vinstri. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Búháttabreytingin á Bragðavöllum í botni Hamarsfjarðar er lýsandi fyrir þróunina í sveitum á sunnanverðum Austfjörðum. Þar bjóða bræðurnir Ingi og Eiður Ragnarssynir ferðamönnum gistingu í smáhýsum. Jafnframt hefur gamla fjósinu og hlöðunni verið breytt í veitingastað. „Það er nú bara hobbí-búskapur hérna núna. Það eru orðin hátt í tuttugu ár núna frá því þau hættu að búa hérna, mamma og pabbi, og þetta tók bara við,“ segir Ingi í þættinum Um land allt á Stöð 2. Ingi Ragnarsson, ferðaþjónustubóndi á Bragðavöllum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Bræðurnir byrjuðu með fyrstu þrjú smáhýsin árið 2014. Húsin eru núna orðin átta talsins með samtals 44 rúmum. Veitingasalurinn í gömlu útihúsunum tekur um eitthundrað manns í sæti. Ingi segir þó á mörkunum að þetta teljist heilsársrekstur. Veitingastaðurinn er aðeins opinn á sumrin, frá miðjum maí fram í miðjan september. Gistingin er opin allt árið en Ingi segir lítið um að vera yfir veturinn. Sumarið haldi þessu uppi. Þar sem áður voru kýr á básum og hlaða eru núna veitingasalir fyrir ferðamenn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Hefðbundinn búskapur í sveitunum sunnan Djúpavogs er raunar orðinn hverfandi. „Það eru ekki margir bæir hérna eftir, til dæmis í Álftafirðinum, með búskap. Það var einn að hætta núna hérna í haust, á Blábjörgum. Þeim fer fækkandi. En vonandi að þessi bissniss geti haldið lífi í sveitunum. Það er bara mjög gott mál, þannig að þetta leggist ekki alveg í eyði.“ Bragðavellir eru í fagurri fjallaumgjörð Hamarsfjarðar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. -En sýnist ykkur að þetta geti haldið lífi.. „Þetta heldur klárlega lífi í sveitunum.“ Þetta var fyrri þáttur af tveimur um Djúpavog. Seinni þátturinn verður frumsýndur á Stöð 2 á mánudagskvöld kl. 19.10. Hér má sjá viðtalsbrot frá Bragðavöllum: Byggðamál Djúpivogur Ferðamennska á Íslandi Landbúnaður Um land allt Tengdar fréttir Kom frá Póllandi til að vinna í fiski í eitt ár en féll fyrir Íslandi Anna Czeczko frá Póllandi var í háskólanámi fyrir átta árum þegar hún ákvað að fara til Íslands til að vinna í fiski í eitt ár. Anna lýsir því hvernig hún varð ástfangin af Íslandi og sérstaklega Djúpavogi. 28. febrúar 2020 20:30 Fiskvinnslan sem átti að loka er núna sextíu manna vinnustaður Tugir manna á Djúpavogi stóðu frammi fyrir atvinnumissi og brottflutningi þegar þáverandi eigandi Búlandstinds, stærsta atvinnufyrirtækisins, tilkynnti að fiskvinnslu yrði hætt og fimmtíu störf flutt til Grindavíkur. 27. febrúar 2020 11:45 Aflakóngur strandveiðanna segir galdurinn að fara á sjó Jón Ingvar Hilmarsson, sjómaður á Djúpavogi, var aflahæstur strandveiðisjómanna yfir landið í fyrrasumar. 26. febrúar 2020 09:24 Bjartsýni á Djúpavogi með endurreisn Búlandstinds Viðsnúningur hefur orðið í atvinnumálum á Djúpavogi, íbúum fjölgar og þar ríkir bjartsýni. Störfin í stærsta atvinnufyrirtækinu eru núna orðin fleiri en var fyrir fimm árum þegar tilkynnt var um lokun þess. 24. febrúar 2020 22:30 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Sjá meira
Búháttabreytingin á Bragðavöllum í botni Hamarsfjarðar er lýsandi fyrir þróunina í sveitum á sunnanverðum Austfjörðum. Þar bjóða bræðurnir Ingi og Eiður Ragnarssynir ferðamönnum gistingu í smáhýsum. Jafnframt hefur gamla fjósinu og hlöðunni verið breytt í veitingastað. „Það er nú bara hobbí-búskapur hérna núna. Það eru orðin hátt í tuttugu ár núna frá því þau hættu að búa hérna, mamma og pabbi, og þetta tók bara við,“ segir Ingi í þættinum Um land allt á Stöð 2. Ingi Ragnarsson, ferðaþjónustubóndi á Bragðavöllum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Bræðurnir byrjuðu með fyrstu þrjú smáhýsin árið 2014. Húsin eru núna orðin átta talsins með samtals 44 rúmum. Veitingasalurinn í gömlu útihúsunum tekur um eitthundrað manns í sæti. Ingi segir þó á mörkunum að þetta teljist heilsársrekstur. Veitingastaðurinn er aðeins opinn á sumrin, frá miðjum maí fram í miðjan september. Gistingin er opin allt árið en Ingi segir lítið um að vera yfir veturinn. Sumarið haldi þessu uppi. Þar sem áður voru kýr á básum og hlaða eru núna veitingasalir fyrir ferðamenn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Hefðbundinn búskapur í sveitunum sunnan Djúpavogs er raunar orðinn hverfandi. „Það eru ekki margir bæir hérna eftir, til dæmis í Álftafirðinum, með búskap. Það var einn að hætta núna hérna í haust, á Blábjörgum. Þeim fer fækkandi. En vonandi að þessi bissniss geti haldið lífi í sveitunum. Það er bara mjög gott mál, þannig að þetta leggist ekki alveg í eyði.“ Bragðavellir eru í fagurri fjallaumgjörð Hamarsfjarðar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. -En sýnist ykkur að þetta geti haldið lífi.. „Þetta heldur klárlega lífi í sveitunum.“ Þetta var fyrri þáttur af tveimur um Djúpavog. Seinni þátturinn verður frumsýndur á Stöð 2 á mánudagskvöld kl. 19.10. Hér má sjá viðtalsbrot frá Bragðavöllum:
Byggðamál Djúpivogur Ferðamennska á Íslandi Landbúnaður Um land allt Tengdar fréttir Kom frá Póllandi til að vinna í fiski í eitt ár en féll fyrir Íslandi Anna Czeczko frá Póllandi var í háskólanámi fyrir átta árum þegar hún ákvað að fara til Íslands til að vinna í fiski í eitt ár. Anna lýsir því hvernig hún varð ástfangin af Íslandi og sérstaklega Djúpavogi. 28. febrúar 2020 20:30 Fiskvinnslan sem átti að loka er núna sextíu manna vinnustaður Tugir manna á Djúpavogi stóðu frammi fyrir atvinnumissi og brottflutningi þegar þáverandi eigandi Búlandstinds, stærsta atvinnufyrirtækisins, tilkynnti að fiskvinnslu yrði hætt og fimmtíu störf flutt til Grindavíkur. 27. febrúar 2020 11:45 Aflakóngur strandveiðanna segir galdurinn að fara á sjó Jón Ingvar Hilmarsson, sjómaður á Djúpavogi, var aflahæstur strandveiðisjómanna yfir landið í fyrrasumar. 26. febrúar 2020 09:24 Bjartsýni á Djúpavogi með endurreisn Búlandstinds Viðsnúningur hefur orðið í atvinnumálum á Djúpavogi, íbúum fjölgar og þar ríkir bjartsýni. Störfin í stærsta atvinnufyrirtækinu eru núna orðin fleiri en var fyrir fimm árum þegar tilkynnt var um lokun þess. 24. febrúar 2020 22:30 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Sjá meira
Kom frá Póllandi til að vinna í fiski í eitt ár en féll fyrir Íslandi Anna Czeczko frá Póllandi var í háskólanámi fyrir átta árum þegar hún ákvað að fara til Íslands til að vinna í fiski í eitt ár. Anna lýsir því hvernig hún varð ástfangin af Íslandi og sérstaklega Djúpavogi. 28. febrúar 2020 20:30
Fiskvinnslan sem átti að loka er núna sextíu manna vinnustaður Tugir manna á Djúpavogi stóðu frammi fyrir atvinnumissi og brottflutningi þegar þáverandi eigandi Búlandstinds, stærsta atvinnufyrirtækisins, tilkynnti að fiskvinnslu yrði hætt og fimmtíu störf flutt til Grindavíkur. 27. febrúar 2020 11:45
Aflakóngur strandveiðanna segir galdurinn að fara á sjó Jón Ingvar Hilmarsson, sjómaður á Djúpavogi, var aflahæstur strandveiðisjómanna yfir landið í fyrrasumar. 26. febrúar 2020 09:24
Bjartsýni á Djúpavogi með endurreisn Búlandstinds Viðsnúningur hefur orðið í atvinnumálum á Djúpavogi, íbúum fjölgar og þar ríkir bjartsýni. Störfin í stærsta atvinnufyrirtækinu eru núna orðin fleiri en var fyrir fimm árum þegar tilkynnt var um lokun þess. 24. febrúar 2020 22:30