Hafa rannsakað tugi nauðgunarmála gegn konum með þroskahömlun Nadine Guðrún Yaghi skrifar 1. mars 2020 20:00 Kolbrún Benediktsdóttir, héraðssaksóknari. vísir/vilhelm Þrjátíu og sjö meintar nauðganir, þar sem brotaþoli er með þroskahömlun, hafa verið til rannsóknar hjá lögregluembættum landsins á síðustu fjórum árum. Í langflestum málanna hafa ófatlaðir menn haft kynmök við fatlaðar konur sem gátu hugsanlega ekki veitt upplýst samþykki vegna fötlunar sinnar. Rannsóknir hafa sýnt að fatlaðar konur, einkum konur með þroskahömlun, eru líklegri til að verða fyrir kynferðisofbeldi, er ófatlaðar kynsystur þeirra. „Það kemur reglulega upp að við erum að skoða mál þar sem við erum að byggja á því að það sé nauðgun sem felst þá í því að stunda kynferðismörk við konu eða mann sem er með það mikla þroskaskerðingu að viðkomandi geti ekki gefið upplýst samþykki fyrir kynmökunum,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir, héraðssaksóknari. Þrjátíu og sjö mál af þessum toga hafa verið til rannsóknar hjá lögreglunni frá árinu 2016. Héraðssaksóknari fer með ákæruvald í málunum. Í fyrra voru málin fjögur. Sama ár voru gefnar út tvær ákærur en í öðru málanna voru brotaþolar fjórar konur. Kolbrún segir að lang flest málin séu þannig að ófatlaðir menn hafi kynmök við fatlaðar konur. Grunur vakni svo um að konurnar hafi ekki geta veitt upplýst samþykki sökum fötlunar sinnar. Í sumum málanna hafi aðstandendur lagt fram kæru. „Fatlað fólk nýtur sjálfákvörðunarréttar eins og ófatlað fólk og fólk með þroskahömlun býr við kynfrelsi eins og aðrir en hins vegar geta komið upp aðstæður þar sem um er að ræða mjög mikla þroskahömlun og mikinn aðstöðumun milli þolanda og geranda og þá getur verið um að ræða nauðgun eða önnur kynferðisbrot,“ segir Kolbrún. Hún bendir á að málin þrjátíu og sjö eigi bara við um nauðgun. Mál sem varða kynferðislega áreitni í garð fólks með þroskahömlun séu talsvert fleiri en ekki hefur verið haldið sérstaklega utan um fjöldann. Kompás fjallar um dökka hlið á vændi Á morgun fjallar Kompás um dökka hlið á kynferðisbrotum gegn konum með þroskahömlun: þær sem hafa leiðst úr í vændi. Í þættinum er greint frá nokkrum vændismálum sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakaði á síðasta ári og fötluð vændiskona lýsir reynslu sinni. „Ég er að kæra tvö mál núna sem ég er búin að lenda í misþyrmingu sem partur af vændi. Það fór bara lengra og hann beitti mig ofbeldi sem ég átti ekki skilið. Hann hlustaði ekkert á mig þegar ég sagði honum að þetta væri svolítið sem hann ætti ekki að gera og bar ekki virðingu fyrir því sem ég sagði,“ segir kona með þröskahömlun sem stundað hefur vændi í nokkur ár. Nánar er rætt við konuna í Kompás sem birtist á Vísi klukkan níu í fyrramálið. Kompás Lögreglumál Tengdar fréttir "Þeir segja að ég eigi að halda leyndó“ Í Kompás segir kona á fertugsaldri sögu sína, hún er með þroskahömlun og glímir við ýmis geðræn vandamál. Hún hefur stundað vændi í nokkur ár og telur að kúnnarnir séu um sjötíu menn. Þeir séu oft giftir menn, venjulegir menn, eins og hún segir sjálf. 2. mars 2020 09:30 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Sjá meira
Þrjátíu og sjö meintar nauðganir, þar sem brotaþoli er með þroskahömlun, hafa verið til rannsóknar hjá lögregluembættum landsins á síðustu fjórum árum. Í langflestum málanna hafa ófatlaðir menn haft kynmök við fatlaðar konur sem gátu hugsanlega ekki veitt upplýst samþykki vegna fötlunar sinnar. Rannsóknir hafa sýnt að fatlaðar konur, einkum konur með þroskahömlun, eru líklegri til að verða fyrir kynferðisofbeldi, er ófatlaðar kynsystur þeirra. „Það kemur reglulega upp að við erum að skoða mál þar sem við erum að byggja á því að það sé nauðgun sem felst þá í því að stunda kynferðismörk við konu eða mann sem er með það mikla þroskaskerðingu að viðkomandi geti ekki gefið upplýst samþykki fyrir kynmökunum,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir, héraðssaksóknari. Þrjátíu og sjö mál af þessum toga hafa verið til rannsóknar hjá lögreglunni frá árinu 2016. Héraðssaksóknari fer með ákæruvald í málunum. Í fyrra voru málin fjögur. Sama ár voru gefnar út tvær ákærur en í öðru málanna voru brotaþolar fjórar konur. Kolbrún segir að lang flest málin séu þannig að ófatlaðir menn hafi kynmök við fatlaðar konur. Grunur vakni svo um að konurnar hafi ekki geta veitt upplýst samþykki sökum fötlunar sinnar. Í sumum málanna hafi aðstandendur lagt fram kæru. „Fatlað fólk nýtur sjálfákvörðunarréttar eins og ófatlað fólk og fólk með þroskahömlun býr við kynfrelsi eins og aðrir en hins vegar geta komið upp aðstæður þar sem um er að ræða mjög mikla þroskahömlun og mikinn aðstöðumun milli þolanda og geranda og þá getur verið um að ræða nauðgun eða önnur kynferðisbrot,“ segir Kolbrún. Hún bendir á að málin þrjátíu og sjö eigi bara við um nauðgun. Mál sem varða kynferðislega áreitni í garð fólks með þroskahömlun séu talsvert fleiri en ekki hefur verið haldið sérstaklega utan um fjöldann. Kompás fjallar um dökka hlið á vændi Á morgun fjallar Kompás um dökka hlið á kynferðisbrotum gegn konum með þroskahömlun: þær sem hafa leiðst úr í vændi. Í þættinum er greint frá nokkrum vændismálum sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakaði á síðasta ári og fötluð vændiskona lýsir reynslu sinni. „Ég er að kæra tvö mál núna sem ég er búin að lenda í misþyrmingu sem partur af vændi. Það fór bara lengra og hann beitti mig ofbeldi sem ég átti ekki skilið. Hann hlustaði ekkert á mig þegar ég sagði honum að þetta væri svolítið sem hann ætti ekki að gera og bar ekki virðingu fyrir því sem ég sagði,“ segir kona með þröskahömlun sem stundað hefur vændi í nokkur ár. Nánar er rætt við konuna í Kompás sem birtist á Vísi klukkan níu í fyrramálið.
Kompás Lögreglumál Tengdar fréttir "Þeir segja að ég eigi að halda leyndó“ Í Kompás segir kona á fertugsaldri sögu sína, hún er með þroskahömlun og glímir við ýmis geðræn vandamál. Hún hefur stundað vændi í nokkur ár og telur að kúnnarnir séu um sjötíu menn. Þeir séu oft giftir menn, venjulegir menn, eins og hún segir sjálf. 2. mars 2020 09:30 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Sjá meira
"Þeir segja að ég eigi að halda leyndó“ Í Kompás segir kona á fertugsaldri sögu sína, hún er með þroskahömlun og glímir við ýmis geðræn vandamál. Hún hefur stundað vændi í nokkur ár og telur að kúnnarnir séu um sjötíu menn. Þeir séu oft giftir menn, venjulegir menn, eins og hún segir sjálf. 2. mars 2020 09:30