Annað kórónuveirusmit hefur greinst á Íslandi Eiður Þór Árnason og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 1. mars 2020 17:52 Gámurinn sem komið var upp til þess að taka á móti fólki sem mögulega væri smitað af veirunni Vísir/Vilhelm Annað kórónuveirusmit hefur verið staðfest hér á landi. Þetta staðfesti Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu Vísis. Áður hafði íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri greinst með veiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 og eru nú 85 manns í sóttkví hér á landi vegna veirunnar. Einstaklingurinn sem um ræðir er karlmaður á sextugsaldri og hafði verið á ferðalagi á Ítalíu en var utan skilgreinds hættusvæðis. Maðurinn er í heimasóttkví og er ekki mikið veikur. Hann kom heim til Íslands með vél Icelandair frá Verona í gær. Mennirnir tveir sem hafa greinst með veiruna tengjast ekki. Búið er að virkja fullmannaða samhæfingarmiðstöð almannavarna. Almannavarnir og starfsfólk sóttvarnalæknis mun í kvöld hefjast handa við að rekja allar mögulegar smitleiðir og munu þeir einstaklingar sem taldir eru í hættuhópi fá upplýsingar um stöðu mála og leiðbeiningar um sóttkví. „Þetta er bara hluti af því sem við áttum von á, þetta er bara samkvæmt okkar viðbragðsáætlun,“ segir Víðir. Að hans sögn hefur einstaklingurinn fylgt ráðstöfunum sóttvarnarlæknis. „Hann fylgdi þeim alveg frá því í gær þegar sýnið var tekið úr honum og hann fékk leiðbeiningar.“ Verður hann áfram í heimasóttkví að öllu óbreyttu nema hann veikist frekar en ólíklegt er talið að svo verði. Maðurinn sem greindist fyrstur með kórónuveiruna hér á landi hafði einnig verið á ferðalagi á Ítalíu, ásamt eiginkonu sinni og dóttur, í liðinni viku og veiktist hann við heimkomu þann 22. febrúar síðastliðinn. Þau höfðu verið á svæði á Norður-Ítalíu sem var skilgreint utan hættusvæðis. Viðbúnaðarstig almannavarna hefur verið hækkað úr óvissustigi í hættustig. Í kjölfar þess að maðurinn var greindur með veiruna voru ferðir hans raktar og eftir þá vinnu var óskað eftir því að 49 einstaklingar, sem bæði eru staddir erlendis og hér á Íslandi, væru í sóttkví næstu fjórtán dagana. Þá var sýni úr eiginkonu mannsins neikvætt og ferðir hennar því ekki raktar en hún er stjórnandi innan Háskólans í Reykjavík og var nemendum skólans tilkynnt þetta í tölvupósti í gær. Maðurinn vinnur á um tuttugu manna vinnustað og hafði mætt til vinnu eftir heimkomu frá Ítalíu. Hann hafði unnið mánudag og þriðjudag og fór slappur heim úr vinnu á miðvikudag. Átján samstarfsmenn hans eru nú í sóttkví. Í gær, 29. febrúar, var ákveðið að nýta Fosshótel á Rauðarárstíg sem sóttkví fyrir þá sem væru mögulega smitaðir af kórónuveirunni. Þá voru 85 í sóttkví hér á landi frá og með gærkvöldinu. Öll sýni sem voru tekin úr fólki sem tengdust fyrsta greinda tilfellinu hérlendis hafa reynst neikvæðar.Tíu sýni sem hafa verið tekin og prófuð fyrir kórónuveirusmiti í dag reyndust neikvæð. Unnið var að greiningu tveggja til viðbótar í dag og reyndist annað sýnið af þeim tveimur jákvætt.Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Frakkar banna stórar samkomur og mæla gegn kossaflensi Vegna mikillar fjölgunar kórónuveirusmita í Frakklandi hafa þarlend yfirvöld gripið til þess ráðs að banna stórar samkomur fólks, innandyra. Þá er mælt með því að Frakkar hætti að heilsast með kossum á kinn. 1. mars 2020 12:10 Útdeilingu messuvíns og obláta breytt vegna kórónuveirunnar Prestum Þjóðkirkjunnar hafa borist þau tilmæli frá Agnesi M. Sigurðardóttur að fólk drekki ekki af sama bikar þegar sakramentinu er útdeilt við guðsþjónustu. 1. mars 2020 11:01 Tíu sýni neikvæð og von á tveimur niðurstöðum til viðbótar Tíu sýni sem tekin hafa verið og prófuð fyrir kórónuveirusmiti í dag hafa reynst neikvæð. 1. mars 2020 14:35 Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Sjá meira
Annað kórónuveirusmit hefur verið staðfest hér á landi. Þetta staðfesti Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu Vísis. Áður hafði íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri greinst með veiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 og eru nú 85 manns í sóttkví hér á landi vegna veirunnar. Einstaklingurinn sem um ræðir er karlmaður á sextugsaldri og hafði verið á ferðalagi á Ítalíu en var utan skilgreinds hættusvæðis. Maðurinn er í heimasóttkví og er ekki mikið veikur. Hann kom heim til Íslands með vél Icelandair frá Verona í gær. Mennirnir tveir sem hafa greinst með veiruna tengjast ekki. Búið er að virkja fullmannaða samhæfingarmiðstöð almannavarna. Almannavarnir og starfsfólk sóttvarnalæknis mun í kvöld hefjast handa við að rekja allar mögulegar smitleiðir og munu þeir einstaklingar sem taldir eru í hættuhópi fá upplýsingar um stöðu mála og leiðbeiningar um sóttkví. „Þetta er bara hluti af því sem við áttum von á, þetta er bara samkvæmt okkar viðbragðsáætlun,“ segir Víðir. Að hans sögn hefur einstaklingurinn fylgt ráðstöfunum sóttvarnarlæknis. „Hann fylgdi þeim alveg frá því í gær þegar sýnið var tekið úr honum og hann fékk leiðbeiningar.“ Verður hann áfram í heimasóttkví að öllu óbreyttu nema hann veikist frekar en ólíklegt er talið að svo verði. Maðurinn sem greindist fyrstur með kórónuveiruna hér á landi hafði einnig verið á ferðalagi á Ítalíu, ásamt eiginkonu sinni og dóttur, í liðinni viku og veiktist hann við heimkomu þann 22. febrúar síðastliðinn. Þau höfðu verið á svæði á Norður-Ítalíu sem var skilgreint utan hættusvæðis. Viðbúnaðarstig almannavarna hefur verið hækkað úr óvissustigi í hættustig. Í kjölfar þess að maðurinn var greindur með veiruna voru ferðir hans raktar og eftir þá vinnu var óskað eftir því að 49 einstaklingar, sem bæði eru staddir erlendis og hér á Íslandi, væru í sóttkví næstu fjórtán dagana. Þá var sýni úr eiginkonu mannsins neikvætt og ferðir hennar því ekki raktar en hún er stjórnandi innan Háskólans í Reykjavík og var nemendum skólans tilkynnt þetta í tölvupósti í gær. Maðurinn vinnur á um tuttugu manna vinnustað og hafði mætt til vinnu eftir heimkomu frá Ítalíu. Hann hafði unnið mánudag og þriðjudag og fór slappur heim úr vinnu á miðvikudag. Átján samstarfsmenn hans eru nú í sóttkví. Í gær, 29. febrúar, var ákveðið að nýta Fosshótel á Rauðarárstíg sem sóttkví fyrir þá sem væru mögulega smitaðir af kórónuveirunni. Þá voru 85 í sóttkví hér á landi frá og með gærkvöldinu. Öll sýni sem voru tekin úr fólki sem tengdust fyrsta greinda tilfellinu hérlendis hafa reynst neikvæðar.Tíu sýni sem hafa verið tekin og prófuð fyrir kórónuveirusmiti í dag reyndust neikvæð. Unnið var að greiningu tveggja til viðbótar í dag og reyndist annað sýnið af þeim tveimur jákvætt.Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Frakkar banna stórar samkomur og mæla gegn kossaflensi Vegna mikillar fjölgunar kórónuveirusmita í Frakklandi hafa þarlend yfirvöld gripið til þess ráðs að banna stórar samkomur fólks, innandyra. Þá er mælt með því að Frakkar hætti að heilsast með kossum á kinn. 1. mars 2020 12:10 Útdeilingu messuvíns og obláta breytt vegna kórónuveirunnar Prestum Þjóðkirkjunnar hafa borist þau tilmæli frá Agnesi M. Sigurðardóttur að fólk drekki ekki af sama bikar þegar sakramentinu er útdeilt við guðsþjónustu. 1. mars 2020 11:01 Tíu sýni neikvæð og von á tveimur niðurstöðum til viðbótar Tíu sýni sem tekin hafa verið og prófuð fyrir kórónuveirusmiti í dag hafa reynst neikvæð. 1. mars 2020 14:35 Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Sjá meira
Frakkar banna stórar samkomur og mæla gegn kossaflensi Vegna mikillar fjölgunar kórónuveirusmita í Frakklandi hafa þarlend yfirvöld gripið til þess ráðs að banna stórar samkomur fólks, innandyra. Þá er mælt með því að Frakkar hætti að heilsast með kossum á kinn. 1. mars 2020 12:10
Útdeilingu messuvíns og obláta breytt vegna kórónuveirunnar Prestum Þjóðkirkjunnar hafa borist þau tilmæli frá Agnesi M. Sigurðardóttur að fólk drekki ekki af sama bikar þegar sakramentinu er útdeilt við guðsþjónustu. 1. mars 2020 11:01
Tíu sýni neikvæð og von á tveimur niðurstöðum til viðbótar Tíu sýni sem tekin hafa verið og prófuð fyrir kórónuveirusmiti í dag hafa reynst neikvæð. 1. mars 2020 14:35